Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 997 svör fundust

category-iconSálfræði

Hvernig fer heilinn í okkur að því að muna?

Fyrst er rétt að gera sér grein fyrir því að minnið er býsna margbrotið og rannsóknir sálfræðinga hafa sýnt að greina má að ólík afbrigði þess. Aðgreining langtímaminnis og skammtímaminnis er til að mynda vel þekkt og hugtakið skammtímaminni er almenningi býsna tamt þótt hann noti það kannski ekki í nákvæmlega söm...

category-iconHeimspeki

Ef Sókrates væri uppi á okkar tímum, væri hann þá ekki bara iðjuleysingi og ónytjungur?

Ef Sókrates lifði í dag á sama hátt og hann lifði í Aþenu frá 470 til 399 fyrir Krists burð, væri svarið augljóst: Nei. Hugsanlega kemur upp í huga margra þegar hugsað er um líf Sókratesar, mynd af hvítskeggjuðum öldungi sem situr á tröppum Aþenutorgs, umkringdur ungum mönnum sem þyrstir í visku. Hann ræðir við...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Ef skjaldbaka byrjar kapphlaup við hest með 100 m forskoti, getur hann einhvern tímann náð henni?

Spurningunni hér að ofan hafa menn velt fyrir sér frá því um 450 f. Kr. en þá setti Zenón, grískur heimspekingur sem bjó í borginni Elea á suður Ítalíu, fram eftirfarandi þverstæðu (og kallaði til leiks Akkilles þann er var mestur kappi í liði Grikkja við Trjóuborg): Akkilles þreytir kapphlaup við skjaldböku en ...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Af hverju eru 7 dagar í viku en ekki 9 eða 10?

Stutta svarið er það að þetta er ekki vitað alveg til hlítar en líklegast er að talan sjö hafi orðið fyrir valinu af því að þá tekur hvert tunglkvartil sem næst eina viku. Sjö daga vikan festist síðan í sessi af sögulegum og menningarlegum ástæðum. Þetta er merkileg spurning sem á sér ýmsar hliðar. Á su...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvað þýðir hugtakið fjölskylda og hvað er fjölskyldumeðferð?

Á síðustu áratugum hafa orðið miklar breytingar á fjölskyldustofnuninni. Gerð hennar, samsetning, stærð, verkefni og hlutverk hafa gjörbreyst. Þannig er ekki lengur hægt að tala um fjölskylduna. Til eru svokallaðar kjarnafjölskyldur, einforeldris- og stjúpfjölskyldur og svo framvegis. Sambúð/hjónabönd eru ýmist st...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig eru tölvuskrár geymdar og hvað verður um þær þegar þeim er hent?

Hvernig geymast skrár? Til að skilja betur hvað verður um skrár eftir að þeim er eytt borgar sig að skoða fyrst hvernig skrár eru geymdar eða vistaðar í tölvum. Hér verður miðað við Windows stýrikerfið, en meðhöndlun skráa er svipuð í öðrum stýrikerfum, svo sem Linux og Mac OS. Hægt er að lesa í stuttu máli um ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Úr hverju er augað?

Hér er einnig svarað spurningunni:Getið þið lýst líffræði augans? Eins og önnur líffæri er augað gert úr mörgum mismunandi vefjum. Augað sjálft er knöttur úr þremur lögum og er um 2,5 cm í þvermál. Ysta lagið er trefjahjúpur (e. fibrous tunic) sem er gerður úr glæru (e. cornea) að framan og hvítu (e. sclera...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvaða hlutverki gegna nýrnahetturnar?

Tvær nýrnahettur (e. adrenal glands) eru í líkamanum, ein ofan á hvoru nýra. Þær eru þríhyrningslaga og eru rúmlega 1 cm á hæð og um 7,5 cm á lengd. Nýrnahettur eru innkirtlar, sem þýðir að þær mynda hormón. Hvor nýrnahetta er gerð úr tveimur meginhlutum, að utanverðu er svokallaður börkur sem umlykur merg að...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver er uppruni snáka?

Steingervingasaga snáka er ákaflega illa þekkt. Bein þeirra eru mjög þunn og hafa varðveist illa í jarðlögum og því eru margar eyður í þróunarsögu snáka. Vísindamenn hafi þó lagt mikla vinnu í að reyna að átta sig á þróunarsögu þessa áberandi hóps skriðdýra. Einkum hafa þeir notast við samanburðarannsóknir á líffæ...

category-iconHugvísindi

Hvers vegna klofnaði Rómverska keisaradæmið í austur- og vesturhluta?

Skipting Rómaveldis í austur- og vesturhluta varð til á löngum tíma. Segja má að stjórnarkreppur og valdaátök hafi átt sinn þátt í að kljúfa ríkið en aðstæður í austur- og vesturhluta ríkisins voru einnig gerólíkar. Rómaveldi varð í reynd að keisaradæmi árið 27 f.Kr. enda þótt það væri enn þá lýðveldi að nafnin...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna er ekki hægt að segja að tvíburinn í tvíburaþversögninni sem heima situr fari í ferðalag? Hver er munurinn?

Tvíburaþversögnin er afleiðing af takmörkuðu afstæðiskenningunni. Áður hefur verið skrifað um afstæðiskenninguna hér á Vísindavefnum, til dæmis í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hvernig „verkar“ afstæðiskenning Einsteins? Hvernig getur hún útskýrt betur hvað er að gerast í alheiminum? og í svari Þó...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Ef maður gerir talnarunu, til dæmis 1, 8, 30 ..., er þá alltaf einhver regla sem býr til rununa?

Í fyrstu gæti okkur þótt svarið við þessari spurningu augljóst; ef hægt er að hugsa sér einhverja runu, þá ætti að vera hægt að finna reglu sem býr hana til. En ef við veltum spurningunni aðeins betur fyrir okkur, þá kemur í ljós að svarið við henni er alls ekki ljóst. Hugmyndir stærðfræðinnar um óendanleikann og...

category-iconFornleifafræði

Ég fann bein í jörðu, hvernig veit ég hvort það er bein úr manni eða dýri?

Þegar maður finnur bein í jörðu eða á víðavangi á Íslandi er langalgengast að um sé að ræða bein úr kindum. Þó koma líka ýmis önnur dýr til greina og það er alls ekki útilokað að rekast á mannabein sem gætu þá til dæmis verið úr gömlum kirkjugarði eða kumli frá víkingaöld. Ef um mannabein er að ræða þarf að tilkyn...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað er storkukerfi?

Storkukerfið er flókið ferli sem fer í gang þegar skemmdir verða á æðakerfinu. Blæðing leiðir til dauða ef líkaminn bregst ekki við. Storkukerfið stuðlar að því að blóðið storknar sem er þáttur í blæðingarstöðvun (e. hemostasis) og lífsnauðsynlegur þáttur í samvægi líkamans (e. homeostasis). Í grófum dráttum fer b...

category-iconEfnafræði

Hver eru algengustu frumefni alheimsins og hve mörg atóm eru í honum öllum?

Algengasta frumefnið í alheiminum er vetni ‒ léttasta og einfaldasta frumefnið, enda stendur það fremst í lotukerfinu svokallaða. Vetnisfrumeindin samanstendur af einni jákvætt hlaðinni róteind í kjarnanum og einni neikvætt hlaðinni rafeind sem segja má að sveimi um kjarnann. Lítið er um hreint vetni hér á j...

Fleiri niðurstöður