Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2439 svör fundust
Eru Maríutásur tærnar á Maríu?
Fyrsta svarið sem okkur datt í hug var: 'Já, auðvitað! -- því ekki það?' Orðið 'Maríutásur' er auðvitað barnamál fyrir tærnar á Maríu og þær geta menn skoðað nánar á hjálagðri mynd ítalska 17. aldar málarans Cigolí þar sem María tyllir tánum á tunglið. En kannski er það ekki þetta sem átt er við með spurningu...
Hvað eru svokallaðar ECTS-einingar og hver er tilgangurinn með notkun þeirra?
ECTS stendur fyrir European Credit Transfer System en það er notað til að meta nám milli háskóla. Kerfið var tekið upp í Háskóla Íslands veturinn 2008-2009 og eftir breytinguna urðu þriggja eininga áfangar sex einingar. Fullt nám á hverri önn er 30 einingar og eitt námsár er þannig 60 einingar. Talan 60 er grun...
Geta kolefnisjafnaðir bílar verið grænir og hvað er eiginlega Kolviður?
Kolviður er sjóður sem Skógræktarfélag Íslands og Landvernd stofnuðu. Hægt er að borga í sjóðinn og greiðslan er notuð til að gróðursetja tré. Þannig er kolefni bundið úr koltvíildi (CO2) andrúmsloftsins og með skógræktinni verður til súrefni. Á heimasíðu sjóðsins er reiknivél sem reiknar út hversu mörg tré þa...
Hvaðan kemur nafngiftin á Faxaflóa?
Eldra nafn Faxaflóa var Faxaós, sem fyrir kemur í Fjarðatali, sem talið er frá því um 1200 (Íslenskt fornbréfasafn III:13-17) og í Landnámabók (Íslenzk fornrit I: 38, 39, 55). Í Lýsingu Útskálaprestakalls 1839 eftir sr. Sigurð B. Sívertsen er nefnd Faxabugt (Gullbringu- og Kjósarsýsla, bls. 72). Á korti Björns...
Hvaða áhrif hefur þingrof?
Um þingrof er fjallað nánar í svörum við spurningunum Getur forsetinn rofið þing eða þarf forsætisráðherrann að gera það? og Hvenær er þingrof réttlætanlegt? og bendum við lesendum á að kynna sér þau svör. Þingrof hefur fyrst og fremst þau áhrif að boðað er til kosninga og þingstörfum lýkur fljótlega eftir að...
Hver er hraðskreiðasti bíllinn sem leyfilegt er að aka í almennri umferð?
Hraðskreiðasti bíll heims sem leyfilegt er að aka í almennri umferð er SSC Ultimate Aero TT. Hann hefur haldið þeim titli undanfarin þrjú ár. Bílinn hefur náð 411,99 km/klst en gera má ráð fyrir að það hafi ekki verið innan um venjulega umferð! Bíllinn er framleiddur af Shelby SuperCars en það fyrirtæki sérhæfir s...
Hæ Vísindavefur, getum við klárað allar íslenskar kennitölur?
Svarið við þessari spurningu er nei. Kennitölurnar klárast ekki, nema fæðingar á Íslandi verða fleiri en 79 á dag. Kennitala er 10 stafa tala. Fyrstu sex tölurnar eru búnar til úr fæðingardeginum, það er dagur, mánuður og ár (stytt í tvo tölustafi.) Næst kemur raðtala sem er tveir tölustafir, úthlutað frá og me...
Eftir hverjum heita stóru brandajól?
Á Vísindavefnum er til svar við spurningunni Hvað eru stóru brandajól? Þar er bæði fjallað um brandajól og stóru brandajól en talað er um brandajól þegar jól falla þannig á vikudaga að margir helgi- og frídagar lenda í röð. Á vefsetri Almanaks Háskóla Íslands segir þetta um forliðinn „branda-“ í orðinu: Um...
Hvað hefur vísindamaðurinn Þorsteinn Hannesson rannsakað?
Þorsteinn Hannesson er sérfræðingur hjá kísiljárnverksmiðjunni á Grundartanga. Þar hefur hann fyrst og fremst unnið að þróunarverkefnum er tengjast ofnrekstri, hráefnum og umhverfismálum. Síðastliðin ár hefur megináherslan verið lögð á þróun hráefna fyrir Elkem, bæði á Íslandi og í Noregi. Hér er verið að feta...
Var til 1000 króna seðill 1944?
Nei, það var ekki til 1000 króna seðill árið 1944. Verðmesti seðillinn sem var í umferð 1944 var 500 króna seðill og var hann fyrst gefinn út það ár. Hann var grænn að lit, á framhliðinni var andlitsmynd af Jóni Sigurðssyni en á bakliðinni var mynd af Þingvöllum. Seðillinn var í gildi til ársloka 1947 en með nýrri...
Hvað eru jaðarskattar?
Orðið jaðarskattar hefur verið notað til að tákna hve mikið af tekjuaukningu skattgreiðandans rennur til hins opinbera. Oft er talað um jaðarskatthlutfall og það táknar á sama hátt það hlutfall af tekjuaukningu sem rennur til hins opinbera. Oftast er bæði tekið tillit til greiðslna til hins opinbera í gegnum skatt...
Af hverju stafar gin- og klaufaveiki og hvað gerir hún dýrunum?
Hér er einnig svarað skyldum spurningum frá ýmsum spyrjendum. Gin- og klaufaveiki hefur valdið gífurlegu tjóni víða um heim öldum saman og nú geisar hún um Bretlandseyjar og víðar. Í sumum löndum er veikin staðbundin. Þaðan getur hún borist öðru hverju og hleypt af stað nýjum faraldri en takist að he...
Hvað hétu þau sem létust þegar geimskutlan Kólumbía fórst?
Í áhöfn Kólumbíu sem fórst 1. febrúar síðastliðinn voru sjö menn; tvær konur og fimm karlar. Önnur konan var indversk og einn karlinn ísraelskur. Geimferðin, STS-107 Kólumbía, stóð frá 16. janúar til 1. febrúar. Þessi 16 daga ferð var farin í rannsóknarskyni. Unnið var allan sólarhringinn á tvískiptum vöktum og þa...
Hver var fyrsti prentarinn á Íslandi?
Elsta kunna heimildin um prentun á íslensku er í „Rechnungsbuch der Sunte Annen Broderschop der Islandsfahrer in Hamburg“ fyrir árið 1530. Ekki er upphæðin há og Björn Þorsteinsson sagnfræðingur, sem rak augun í klausuna sagði: Af því að ekkert er getið um efni textans, þykir mér sennilegast, að hér sé um að ræða ...
Hver var Árni Magnússon og fyrir hvað er hann þekktastur?
Árni Magnússon fæddist að Kvennabrekku í Dölum árið 1663 og ólst upp í Hvammi hjá móðurforeldrum sínum. Hann var af prestaættum og gekk í skóla í Skálholti, en hélt til frekara náms í Kaupmannahöfn haustið 1683. Þar var hann svo lánsamur að komast í vinnu hjá fornfræðingi konungs, sem vann að bók um trúarsiði á No...