Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3458 svör fundust

category-iconSálfræði

Eru til dæmi um samkynhneigð þroskaheftra? Gera þeir sér þá grein fyrir því sjálfir?

Fræðileg umfjöllun um fötlun og samkynhneigð hefur verið fremur lítil þar til á allra síðustu árum. Í rannsóknum á kynhegðun fatlaðra almennt hefur þó komið í ljós að þroskaheftir karlmenn hafa átt kynferðislegt samneyti við aðra karlmenn en færri konur við konur. Misjafnt er hvort þroskaheftur einstaklingur er fæ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers vegna tölum við um 21 barn í eintölu en 22 börn í fleirtölu?

Í íslensku er vaninn að láta nafnorð (og sögn) standa í eintölu með tölunni 21, 31, 41 og svo framvegis. Er þá talan einn í samsetta töluorðinu, í þessu dæmi tuttugu og einn, látinn ráða ferðinni, það er tuttugu að viðbættum einum. Hugsunin er því tuttugu börn og eitt barn sem rennur saman í tuttugu og eitt ba...

category-iconHugvísindi

Hvernig brjóta menn odd af oflæti sínu?

Orðasambandið að brjóta odd af oflæti sínu er notað um þann sem lendir í þannig aðstæðum að hann verður að vinna bug á stórlæti sínu, láta af stolti sínu. Spjótið verður heldur bitlaust ef oddurinn hefur verið brotinn af. Það er gamalt og þekkist þegar í fornu máli. Orðið oflæti merkir ‛dramb, hroki’....

category-iconHugvísindi

Börðust indjánar í Þrælastríðinu?

Já, þótt merkilegt megi teljast þá gerðu þeir það. Margar orsakir lágu þar að baki. Sumir þjóðflokkar, svo sem frumbyggjar á indjánasvæðunum í Oklahoma (e. the Indian territories), lentu bókstaflega á milli tveggja elda þegar Norður- og Suðurríkin vígbjuggust í kringum þá. Margir töldu að „stríð hvítu mannanna”...

category-iconHugvísindi

Hver var Napóleon Bónaparte og hvað gerði hann svona merkan?

Napóleon Bónaparte var keisari Frakklands milli 1804 og 1815. Þá tign hlaut hann ekki vegna þess að hann væri konungborinn heldur fyrir hæfileika sína á sviði hernaðar. Napóleon er af mörgum talinn einn besti hershöfðingi sem fram hefur komið á sjónarsvið mannkynssögunnar. Metnaður hans var takmarkalaus og varð þa...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða leiðir eru færar til að tala betri íslensku?

Önnur spurning sem brennur á Andrési er hvort það jafngildi því að tala góða íslensku að tala fornt mál. Spurning hans í heild sinni hljóðaði svona: Kæri vísindavefur. Ég hef mikinn áhuga á að vita hvaða leiðir eru færar til að tala betri íslensku. Klassískt svar er við þessari spurningu er að maður eigi að "le...

category-iconHugvísindi

Hvernig breiddist íslam út?

Sú skoðun að íslam hafi breiðst út með „eldi og sverði“ er bæði útbreidd og á sér rætur langt aftur í aldir. Kannski er hún á vissan hátt forsenda þess að svo auðvelt sé að sannfæra fjölda fólks um heim allan um að múslimar séu að eðlisfari ofbeldisfullir og herskáir; að bæði liggi það einhvern veginn í trúnni sjá...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er virkilega hægt að poppa maísbaun með því að láta farsíma hringja umhverfis baunina, eins og sýnt er á myndböndum á Netinu?

Stutta svarið við spurningunni er nei. Myndböndin eru falsanir sem ýmist eru gerðar með klippingu og límingu eða að kröftugum örbylgjusendi er komið fyrir undir borðplötunni fyrir neðan baunina. Við vekjum athygli þeirra sem horfa á þessi myndbönd á gólfsíða borðdúknum sem einkennir flest þeirra. Í öllum þes...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Ef skjaldbaka byrjar kapphlaup við hest með 100 m forskoti, getur hann einhvern tímann náð henni?

Spurningunni hér að ofan hafa menn velt fyrir sér frá því um 450 f. Kr. en þá setti Zenón, grískur heimspekingur sem bjó í borginni Elea á suður Ítalíu, fram eftirfarandi þverstæðu (og kallaði til leiks Akkilles þann er var mestur kappi í liði Grikkja við Trjóuborg): Akkilles þreytir kapphlaup við skjaldböku en ...

category-iconHeimspeki

Hvenær er orðið svo mikið drasl í herbergi að maður er í rauninni að taka til þegar maður sparkar í hluti?

Þessi spurning er ekki öll þar sem hún er séð, heldur má heimfæra hana upp á merkilegar og erfiðar ráðgátur í mannlegri hugsun. Undir býr í raun og veru önnur spurning, hvort við getum flokkað eða metið ástandið í herberginu og þannig sagt til um að eitt ástand feli í sér meiri „reglu“ eða „reiðu“ en annað. Samkvæ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað er litblinda?

Vísindavefnum hafa borist nokkrar spurningar um litblindu. Hér er einnig svarað spurningunum:Hvernig erfist litblinda? Af hverju er sagt að litblinda sé ríkjandi eiginleiki hjá körlum en ekki konum? Er hægt að lækna litblindu? Er litblinda algeng? Hverjar eru líkurnar að einstaklingur fæðist litblindur á öðru ...

category-iconMannfræði

Hver er uppruni og merking þess að 'gefa einhverjum fingurinn'?

Sperrt langatöng og krepptur hnefi mynda saman eitt kunnasta móðgunartákn sem til er nú á dögum. Þótt fingurinn sé augljóst reðurtákn ætti skírskotunin í hulinn líkamspart út af fyrir sig ekki að móðga neinn eða reita til reiði; tilhugsunin um að önnur hver manneskja sé með typpi kemur fólki ekki úr jafnvægi á okk...

category-iconHeimspeki

Hvernig verður framtíðin?

Þessa spurningu má skilja á að minnsta kosti tvo vegu: (i) Hvað mun gerast í framtíðinni? (ii) Með hvaða hætti verður framtíðin að veruleika? Spurningu (i) er lauflétt að svara. Ég einfaldlega veit ekki hvað mun gerast í framtíðinni og ef einhver þykist vita það þá hlýtur hann að segja ósatt. Hins vegar má vel...

category-iconBókmenntir og listir

Hver er sagan á bak við Leníngradsinfóníuna og flutning hennar í umsátri Þjóðverja um borgina?

Þjóðverjar réðust inn í Sovétríkin hinn 22. júní 1941 og þremur mánuðum síðar var Leníngrad umkringd á alla vegu. Umsátur Þjóðverja um borgina varði í 900 daga og afleiðingarnar voru hörmulegar. Alls er talið að um milljón manns – þriðjungur borgarbúa – hafi látið lífið í sprengjuárásum, eldsvoðum, úr hungri, smit...

category-iconEfnafræði

Hvað leysir upp gull og platínu?

Upphafleg spurning var sem hér segir:Eins og margir vita eru gull og platína þolgóð efni og fá leysiefni leysa þau upp, en hvaða leysiefni geta það?Gull og platína eru bæði verðmætir málmar og sterkir og leysast ekki auðveldlega upp. Þó er eitt leysiefni sem leysir þá báða upp, kóngavatn. Kóngavatn (lat. aqua r...

Fleiri niðurstöður