Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2875 svör fundust
Hvers vegna snýst jörðin um sjálfa sig?
Jörðin snýst einfaldlega vegna þess að hún hefur ekki stöðvast enn! Í svari Tryggva Þorgeirssonar við spurningunni 'Hvernig varð jörðin til?' segir meðal annars:Uppruna sólkerfis okkar má rekja til gríðarmikils gas- og rykskýs. Vegna ytri röskunar byrjaði þetta ský að falla saman fyrir um fimm milljörðum ár...
Geta einhver fyrirtæki selt mönnum landsvæði á tunglinu?
Fyrir um 1500 krónur getur hver sem er keypt sér landareign á tunglinu eða öðrum himinhnetti hjá netfyrirtækjum af ýmsu tagi. Hver vildi ekki eiga staðinn þar sem Neil Armstrong og Buzz Aldrin gengu um í fyrstu tungllendingunni árið 1969? Er slíkt gylliboð ekki of gott til að vera satt? Þegar grannt er skoðað, kem...
Hvað er „að vera ennþá blautur á bak við eyrun“?
Orðasamböndin vera blautur á bak við eyrun og vera ekki þurr á bak við eyrun eiga sér erlendar fyrirmyndir. Í þýsku er sagt noch nicht trocken hinter den Ohren og í ensku wet behind the ears um þann sem ekki er orðinn fullþroskaður, er ungur og skortir næga reynslu til að á honum sé fullt mark takandi. Yfirleitt e...
Af hverju eru til miklu, miklu fleiri tegundir af fiskum heldur en spendýrum?
Þetta er góð spurning og gæti vel verið að Darwin hafi velt henni fyrir sér þegar hann var að vinna að þróunarkenningunni á árunum 1830-1858. Það er rétt að fiskategundir eru miklu fleiri en tegundir spendýra. Meginskýringin á þessu er sú að fiskarnir hafa verið til miklu lengur en spendýrin og því hafa miklu f...
Hvernig er málfræðilega réttast að hlakka til?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hafa reglur um sögnina að hlakka til breyst í tímanna rás. Var t.d. einhvern tímann rétt að segja "mig hlakkar til"?Sögnin að hlakka hefur allt frá fornu máli verið notuð í fleiri en einni merkingu. Í fyrsta lagi um garg eða gjall í ránfugli, örninn hlakkar yfir bráðinni. Í ...
Af hverju fær maður krabbamein og hver eru einkennin?
Krabbamein eru illkynja æxli sem myndast þegar stökkbreytingar verða í erfðaefni frumna og þær fara að skipta sér á óeðlilegan hátt. Í svari Helgu Ögmundsdóttur við spurningunni Koma fram æxli í öllum tegundum krabbameins? segir:Öll krabbamein einkennast af afbrigðilegri frumufjölgun og því að frumurnar hegða sér ...
Hvar er Hrísey?
Hrísey liggur í utanverðum Eyjafirði á Norðurlandi. Eyjan er önnur stærsta eyjan við Ísland; 7,5 km að lengd og 2,5 km að breidd. Stærsta eyjan er aftur á móti Heimaey, og má lesa meira um hana í svari Emilíu Dagnýjar Sveinbjörnsdóttur við spurningunni Hver er stærsta eyjan við Ísland? Hrísey hefur verið ...
Hvort er réttara að skrifa 'oft og tíðum' eða 'oft á tíðum'?
Sambandið oft og tíðum er gamalt í málinu. Þótt ekki virðast dæmi um það í fornum textum íslenskum þekkist það í Norsku fornbréfasafni (sbr. fornmálsorðabók Johans Fritzners) sem bendir til það það geti vel hafa þekkst á Íslandi. Elstu dæmi Orðabókar Háskólans um oft og tíðum eru frá upphafi 17. aldar en dæmi frá ...
Af hverju lifa innikettir lengur en útikettir?
Það er rétt að lífslíkur innikatta eru hærri en hjá köttum sem geta valsað frjálsir um úti við. Þetta á sér mjög einfalda skýringu. Fleiri hættur steðja að köttum utandyra heldur en inni á heimilinu. Ein algengasta dánarorsök katta sem lifa innan bæjarmarka er til dæmis að verða fyrir bíl. Innikettir eru hins vega...
Af hverju labbar maður ekki á veggi þegar maður gengur í svefni?
Flestir gera sér ákveðna hugmynd um svefngengla. Við ímyndum okkar að þeir ráfi um með útréttar hendur og lokuð augu, svona rétt eins og maðurinn hér á myndinni. Líklegt er að flestar hugmyndir okkar um svefngengla komi úr bíómyndum. Raunveruleikinn er hins vegar annar: Svefngenglar ganga hvorki um með útréttar...
Hvar í heilanum eru minningar geymdar?
Um þetta er meðal annars fjallað í ýtarlegu svari Jörgens Pind við spurningunni Hvernig fer heilinn í okkur að því að muna? Mynd sem sýnir hvernig mismunandi svæði heilans virkjast eftir því hvort við notum sjón- eða heyrnarsvæði heilans. Þar kemur fram að svokallaður dreki (e. hippocampus) gegnir mikilvægu hlut...
Hvernig verða hafmeyjar til hver af annarri?
Um þetta er efni er einnig fjallað í ýtarlegu svari við spurningunni Hvernig búa hafmeyjar til aðrar hafmeyjar? Litla hafmeyjan í Kaupmannahöfn hefur mikið aðdráttarafl. Þar kemur meðal annars fram að hafmeyjar eru tilbúnar persónur en ekki raunverulegar. Þær þurfa þess vegna ekki á kynæxlun að halda til að viðh...
Getið þið sagt mér allt um ána Níl?
Áin Níl er talin lengsta á í heimi. Hún er 6.690 km á lengd. Áin er í raun tvær ár sem sameinast; Bláa Níl og Hvíta Níl. Hvíta Níl á upptök sín á vatnasvæðinu mikla fyrir vestan Kenía. Stærsta uppsprettan er í Rúanda. Bláa Níl á upptök sín í Tanavatni í Eþíópíu og sameinast Hvítu Níl rétt hjá Kartúm, höfuðborg Súd...
Af hverju var orðið skrælingi notað um inúíta og er það skylt orðinu skríll?
Orðið skrælingi merkir villimaður eða ruddi. Það var áður fyrr notað í niðrandi merkingu um frumbyggja Grænlands og meginlands Ameríku, til að mynda í Grænlendinga sögu og Eiríks sögu rauða. Í Íslenskri orðsifjabók er bent á tengsl orðsins skrælingi við karlkynsnafnorðið skrælingur sem er haft um 'rignd og skræ...
Segir maður stemming, stemning eða stemmning? Svarið fljótt því hér stefnir í hjónaskilnað!
Það fer líklega eftir stemningunni hverju sinni hvernig fólk vill bera orðið stemning fram. Í Íslenskri orðabók frá Eddu er tvenns konar ritháttur á orðinu tilgreindur. Annars vegar stemning með einu m-i og n-i og hins vegar stemming með tveimur m-um og án n. Stemning merkir skap, geðblær eða einhvers konar hug...