Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvenær var nafni Arnarfellsjökuls breytt og heitið Hofsjökull tekið upp?
Hofsjökull er heitið sem flestir nota í dag um jökulinn sem er á milli Langjökuls og Vatnajökuls. Nafnið er dregið af jörðinni Hofi í Vesturdal í Skagafirði en hún er fyrir norðan jökulinn. Annað heiti jökulsins er Arnarfellsjökull. Það hefur bæði verið notað um jökulinn allan og einnig syðri hluta hans. Nafnið...
Hversu oft er fullt tungl í mánuði?
Hér er einnig svarað spurningunni:Hvenær eru næstu fullu tungl? Tunglið er að jafnaði fullt einu sinni í hverjum almanaksmánuði í tímatali okkar. Upplýsingar um tímasetningu á fullu tungli má finna víða á netinu, til dæmis á síðunni Time and Date. Umferðartími tunglsins um jörðina miðað við sólina, það er t...
Hvers vegna freyða gosdrykkir meira í plastglösum heldur en glerglösum?
Einnig var spurt: Af hverju freyða gosdrykkir meira í bollum en glerglösum? Það sem við köllum kolsýru er einfaldlega lofttegundin koltvíoxíð (einnig nefnd koltvíildi) sem hefur bundist vatni samkvæmt eftirfarandi efnahvarfi: CO2 + H2O ⇌ H2CO3 Þar sem CO2 er koltvíoxíð, H2O er vatn og H2CO3 er k...
Heldur fyrirtækið De Beers verði demanta langt yfir raunvirði þeirra?
Það er rétt að suður-afríska fyrirtækið De Beers hefur um langt skeið haft mikil áhrif á markaðinn fyrir demanta og náð verulegum árangri í að halda verði þeirra háu og stöðugu. Þetta hefur bæði verið gert með því að reyna að stilla framboði í hóf og með því að ýta undir eftirspurn með beinum og óbeinum auglýsingu...
Hvað eru til margar tegundir af fuglahreiðrum?
Hreiðurgerð þekkist ekki bara meðal fugla heldur hjá öllum hópum hryggdýra. Tilgangur hennar er að útbúa skjól fyrir egg eða unga á viðkvæmasta tímabili ævinnar og skapa þeim ákveðið öryggi til að vaxa og dafna þar til þeir verða nokkurn veginn sjálfbjarga. Sem dæmi um hreiðurgerð annarra hópa en fugla má nefn...
Hver var Francis Galton?
Ekkert virtist vera óviðkomandi hinum breska landkönnuði og fjölfræðingi Frances Galton (1822-1911). Hann fékkst við ótal ólík fræðasvið, þar á meðal tölfræði, aðferðafræði, sálfræði, mannfræði, læknisfræði, veðurfræði, erfðarannsóknir og jafnvel kynbótafræði manna. Frances Galton (1822-1911). Galton var sonur ...
Hvað er berkjubólga?
Berkjubólga eða bronkítis er sýking í lungum sem veldur lömun í bifhárum í berkjunum. Þessi bifhár sjá um að hreinsa loftið sem við öndum að okkur. Berkjubólgu er skipt í bráða berkjubólgu (e. acute bronchitis) og langvinna berkjubólgu (e. chronic bronchitis). Hin síðarnefnda er algengt vandamál hjá reykingafól...
Hvað eru ragnarök? Hvernig verða þau og af hverju?
Ragnarök, eða ragnarökkur, er hugtak sem notað er um heimsendi eins og honum er lýst í Konungsbókar- og Hauksbókargerðum Völuspár og Snorra Eddu. Þá munu takast á hin skapandi öfl í mynd goðanna og tortímingaröflin í líki jötna og óvætta. Völuspá er grundvallarkvæði í Konungsbók þar sem kvæðið er sett fram sem ...
Hver var Francis Crick og hvert var framlag hans til erfðafræðinnar?
Francis Harry Compton Crick var fæddur í Northampton í Englandi árið 1916. Hann lauk B.Sc.-prófi í eðlisfræði frá University College í London árið 1937 og hóf doktorsnám í eðlisfræði við sama skóla. Þegar síðari heimsstyrjöldin hófst árið 1939 varð hann að hætta námi. Á stríðsárunum starfaði hann hjá breska flotam...
Hversu oft hefur Krafla gosið síðan land byggðist og hvenær varð stærsta gosið í henni?
Virku gosbeltin, sem liggja yfir Ísland, eru samsett af eldstöðvakerfum, það er löngum sprungusveimum með stóru eldfjalli nálægt miðju. Eldfjöll þessi eru misjöfn að útliti og gerð en hafa þó ýmis sameiginleg einkenni. Um 1970 var farið að kalla þau megineldstöðvar með hliðsjón af því að þar er eldvirknin mest og ...
Hvað er Tay-Sachs sjúkdómur og hvernig erfist hann?
Tay-Sachs-sjúkdómur er víkjandi erfðasjúkdómur. Hann orsakast af galla sem veldur skorti á ensími sem kallast β-hexoaminídasi A. Þetta ensím finnst í leysikornum (e. lysosomes) en leysikorn eru frumulíffæri sem gegna því hlutverki að brjóta niður sameindir til endurvinnslu fyrir frumuna. Venjulega stuðlar ens...
Hvað er gagnrýnin hugsun?
Samkvæmt íslenskri orðabók merkir lýsingarorðið „gagnrýninn“ annaðhvort „skarpur í gagnrýni sinni, athugull á allar hliðar máls“ eða „aðfinnslusamur“. Sú merking sem er mest viðeigandi í orðasambandinu „gagnrýnin hugsun“ er að vera „athugull á allar hliðar máls“. Ekkert bendir til að þegar hugsun einhvers er lýst...
Hvað er gáttatif?
Gáttatif (e. atrial fibrillation) er rafleiðnitruflun í leiðslukerfi hjartans. Hjartað hefur innra leiðslukerfi sem stjórnar hjartsláttartíðni og takti. Í hverjum hjartslætti færist boðspenna frá toppi til botns hjartans og veldur því að það dregst saman og dælir blóði. Undir eðlilegum kringumstæðum er hjartsl...
Hvenær var uppþvottavélin fundin upp?
Upprunalega hljóðaði spurningin svonaHvenær kom fyrsta uppþvottarvélin til Íslands og hvenær urðu þær algengar á íslenskum heimilum? Fyrstu uppþvottavélarnar voru gerðar í Bandaríkjunum um miðja 19. öld. Leirtaui og borðbúnaði var snúið í þessum vélum með handafli á meðan vatn sprautaðist yfir. Þessar fyrstu vé...
Hvers vegna styrkist krónan við innflæði gjaldeyris og aukningu gjaldeyrisforða Seðlabankans?
Spurningi í fullri lengd hljóðar svona: Hvers vegna styrkist gengi íslensku krónunnar við aukið innflæði gjaldeyris og aukningu gjaldeyrisforða Seðlabanka Íslands? Gjaldeyrir kemur inn í landið þegar erlendir aðilar kaupa vöru eða þjónustu af innlendum aðilum. Hinir erlendu aðilar greiða með gjaldeyri. Ísle...