Hvenær eru næstu fullu tungl?Tunglið er að jafnaði fullt einu sinni í hverjum almanaksmánuði í tímatali okkar. Upplýsingar um tímasetningu á fullu tungli má finna víða á netinu, til dæmis á síðunni Time and Date. Umferðartími tunglsins um jörðina miðað við sólina, það er tíminn sem líður til dæmis frá því tunglið er fullt þar til það verður það aftur, kallast tunglmánuður (e. lunar month). Hann er um það bil 29,53 sólarhringar, eða 29 dagar, 12 klukkustundir, 44 mínútur og 2,9 sekúndur, að lengd. Af þessu sést að í mánuði sem er 30 eða 31 dagar gæti tvisvar verið fullt tungl, einu sinni í upphafi mánaðarins og aftur við lok hans. Eins getur það komið fyrir að tunglið nái ekki að verða alveg fullt í febrúar, sem er aðeins 28 eða 29 dagar að lengd, eftir því hvort hlaupár er. Oftast er þó fullt tungl einu sinni í mánuði.
Tunglið er fullt um það bil einu sinni í hverjum almanaksmánuði.
- Af hverju eru bara tólf mánuðir í árinu? eftir Þorstein Vilhjálmsson.
- Stjörnufræðivefurinn - tunglið.
- Stjörnufræðivefurinn - jörðin.
- Er fullt tungl á sama tíma um allan heim? eftir Þorstein Vilhjálmsson og Ögmund Jónsson.
- wikipedia.org. Sótt 15. 6. 2012.
Þetta svar er að hluta til eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2012.