Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 351 svör fundust
Er til lítil pöndutegund sem hægt er að flytja til Íslands?
Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:Er möguleiki að flytja til Íslands pandahún sem verður alltaf lítill, sem sagt verður ekkert allt of stór? Er til pöndutegund sem verður alla sína ævi lítil? Tvær dýrategundir eru nefndar pöndur í daglegu máli í íslensku og reyndar einnig á enskri tungu. Þetta er þó ekki fl...
Geta fíll og svín átt afkvæmi saman?
Einfalda svarið við þessari spurningu er nei. Það er þó vert að skoða aðeins nánar af hverju. Fíll og svín eru í fyrsta lagi ólíkar tegundir. Þrátt fyrir að teljast báðar til spendýra eru þetta afar fjarskyldar tegundir með ólíka líkamsbyggingu og innri starfsemi. Tegundir eru meðal annars skilgreindar sem hópur e...
Gerðu öll menningarsamfélög fornaldar ráð fyrir yfirburðum karlmanna?
Við þessu er eiginlega ekkert einfalt svar. Í fyrsta lagi er ekki auðvelt að afmarka við hvað er átt með því að tala um menningarsamfélög fornaldar. Mér finnst eðlilegast að þar séu talin þau samfélög sem áttu sér ritmál. Einungis í þeim ríkjum og samfélögum þar sem varðveist hafa ritaðar heimildir um hvaðeina, er...
Af hverju varð Reykjavík höfuðstaður Íslands?
Sjá má merki þess strax á miðöldum að svæðið við Faxaflóa sunnanverðan þótti vel til þess fallið að vera aðsetur umboðsstjórnar konungs á Íslandi. Líklega hefur það einkum stafað af því að þar voru góð fiskimið nærri landi og góðir lendingarstaðir skipa, í Hafnarfirði og víðar. Útlendir kaupmenn hafa því verið fús...
Hafa skordýr lungu?
Skordýr líkt og öll önnur dýr þurfa á súrefni (O2) að halda til þess að bruni sem myndar orku geti átt sér stað í frumum þeirra. Dýr (og þar með talið við mennirnir) ná sér í súrefni með öndun en hafa þróað með sér ólíkar leiðir til þess að anda. Það fer mikið eftir stærð dýra hvort þau hafa sérstök líffæri til þe...
Hver er meðgöngutími svartadauða?
Svartidauði er sjúkdómur sem orsakast af bakteríunni Yersinia pestis. Bakterían þrífst í ýmsum tegundum spendýra, meðal annars í villtum nagdýrum. Hún berst helst á milli dýranna með smituðum flóm og þannig getur hún einnig borist til manna. Sjúkdómurinn hefur gengið í þremur heimsfaröldrum. Fyrst á 6. öld í kring...
Eru til græn spendýr?
Í dýraríkinu finnast margar grænar tegundir, hvort sem litið er til fugla, fiska, skriðdýra eða skordýra. Til dæmis þekkjast margar grænar tegundir páfagauka, smávaxinna eðla og fiðrilda. Um spendýr gegnir hins vegar öðru máli Strangt til tekið fyrirfinnst engin græn spendýrategund, það er að segja engin tegund...
Hvenær er þingrof réttlætanlegt?
Erfitt er að segja með tæmandi hætti við hvaða aðstæður sé réttlætanlegt að rjúfa þing. Fræðimenn hafa til að mynda bent á að ef fyrirséð er að vantrauststillaga á ríkisstjórnina verði samþykkt, ef ríkisstjórnin hefur ekki nægjanlegan þingmeirihluta til að koma áfram brýnum málum á þingi eða ef upp er kominn ágrei...
Hverjir eru þjóðhátíðardagar Norðurlandanna?
Þjóðhátíðardagar Norðurlandanna Land Dagur Skýring Álandseyjar9. júníFyrsta þing Álandseyinga kemur saman 1923. Danmörk16. apríl eða 5. júní16. apríl er afmælisdagur Margrétar II. (f. 1940), en yfirleitt er litið á 5. júní sem þjóðhátíðardag, þá var stjórnarskráin staðfest árið 1849. Finnla...
Hverjir voru rómversku guðirnir Janus og Quirinus?
Janus er guð upphafs og einn af elstu rómversku guðunum en hann á sér ekki hliðstæðu í grískri goðafræði. Hann hafði tvö andlit og leit eitt áfram en hitt aftur. Sagan segir að fljótguðinn Tíber hafi verið sonur Janusar. Rómverjar töldu að Janus hafi ríkt sem konungur í Latíum aftur í grárri forneskju og hafi bygg...
Hvað var Sturlungaöld?
Sturlungaöldin var í raun einungis 42-44 ára tímabil á miðri 13. öld. Hún er einn ofbeldisfyllsti tími Íslandssögunnar. Sturlungaöldin einkenndist af liðssafnaði valdamikilla höfðingja sem herjuðu hverjir á aðra með vígaferlum og gripdeildum. Sturlungaöldin dregur nafn sitt af Sturlungunum sem voru valdamesta ætti...
Hvers vegna var lýðveldi ekki stofnað fyrr á Íslandi?
Ísland varð lýðveldi 17. júní 1944. Lýðveldi þýðir að þjóðhöfðingi ríkisins er kjörinn en fær ekki embættið í arf líkt og tíðkast í konungsríkjum. Það að Ísland varð lýðveldi þýddi með öðrum orðum að kjörinn forseti varð þjóðhöfðingi Íslands í stað konungs. Stofnun lýðveldisins markaði mikil tímamót í sögu Ísla...
Hvert fara langreyðar sem eru við Ísland á sumrin á veturna?
Langreyður (Balaenoptera physalus) telst vera algengust stórhvela hér við land. Hún heldur sig á djúpslóð eins og aðrir risavaxnir reyðahvalir og kann best við sig í kaldtempruðum sjó á sumrin. Langreyðurin er fardýr líkt og flestir aðrir hvalir hér við land. Hún kemur hingað snemma á vorin og fer seint á haus...
Af hverju kallast hrossafluga þessu nafni?
Ýmsar ástæður geta legið að baki nafngiftum dýra hvort sem er á íslensku eða í erlendum málum. Sum dýrsheiti eru forn og hafa borist hingað í gegnum fjölmörg tungumál. Dæmi um það er heitið ljón sem hljómar nokkuð líkt á flestum indóevrópskum tungum. Á latínu er það leo. Á ensku og frönsku kallast dýrið 'lion'...
Hvers vegna eru leðurblökur svona miklir smitberar?
Nýjir smitsjúkdómar sem reglulega koma fram í mönnum orsakast flestir af veirum sem berast úr dýrum í menn. Slíkar veirur hafa sérstakt fræðiheiti og kallast súnuveirur (e. zoonotic viruses). Mesta hættan á súnuveirusmiti er talin vera frá leðurblökum, þar á eftir koma prímatar, hófdýr og síðan nagdýr.[1] Nokkr...