Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hafa skordýr lungu?

Skordýr líkt og öll önnur dýr þurfa á súrefni (O2) að halda til þess að bruni sem myndar orku geti átt sér stað í frumum þeirra. Dýr (og þar með talið við mennirnir) ná sér í súrefni með öndun en hafa þróað með sér ólíkar leiðir til þess að anda. Það fer mikið eftir stærð dýra hvort þau hafa sérstök líffæri til þess að fanga súrefni úr umhverfinu eða beita ósérhæfðum aðferðum eins og öndun gegnum húð.

Spendýr, fuglar og skriðdýr eru með lungu og þar fara loftskipti fram, súrefni miðlast í innra kerfi líkama dýranna í gegnum lungnablöðrur og þaðan til frumna með blóðinu og koltvíildi (CO2) fer út með útöndun dýrsins.

Skordýr hafa ekki lungu heldur anda í gegnum loftop.

Skordýr hafa annan hátt á þar sem þau eru ekki með lungu heldur berst súrefni inn í líkama þeirra í gegnum fjölda andopa eða loftopa. Andopin tengjast sérstökum loftæðum sem kvíslast um líkama skordýranna. Loftæðarnar greinast svo niður í smærri einingar, loftæðlinga, sem ganga í gegnum öll líffæri og vefi líkamans. Eftir þessu kerfi streymir loftið, súrefni berast inn í frumurnar og koltvíildi sem verður til við bruna í frumum þeirra berst út í loftæðarnar og út úr líkamanum með öndun.

Mynd:

Útgáfudagur

5.9.2019

Spyrjandi

Freyja Rún Geirsdóttir

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hafa skordýr lungu?“ Vísindavefurinn, 5. september 2019. Sótt 26. janúar 2020. http://visindavefur.is/svar.php?id=77732.

Jón Már Halldórsson. (2019, 5. september). Hafa skordýr lungu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=77732

Jón Már Halldórsson. „Hafa skordýr lungu?“ Vísindavefurinn. 5. sep. 2019. Vefsíða. 26. jan. 2020. <http://visindavefur.is/svar.php?id=77732>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Guðrún Kvaran

1943

Guðrún Kvaran er málfræðingur og prófessor emeritus. Hún starfaði um áratuga skeið við Orðabók Háskólans og varð forstöðumaður hennar árið 2000. Guðrún hefur skrifað fjölda greina sem birst hafa innanlands og erlendis og flutt fjölmarga fyrirlestra um fræðasvið sín, en viðfangsefnin eru einkum íslenskur orðaforði í sögulegu ljósi, nafnfræði og orðabókafræði.