Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvað myndi gerast ef við værum án heila?
Það liggur ekki beint fyrir hvernig eigi að svara þessari spurningu enda er hægt að skilja hana á ýmsa vegu. Það mætti til dæmis hugsa sér að spyrjandi eigi við hvað myndi gerast ef mannkynið allt myndi skyndilega verða heilalaust? Svarið við þeirri spurningu er alveg ljóst: Við myndum öll deyja, enda eru stjórnst...
Hversu mikið blóð er í okkur? Er meira blóð í 150 kg manni en í þeim sem er bara 50 kg?
Gjarnan er miðað við að í líkama meðalþungs fullorðins einstaklings séu eitthvað í kringum 5 lítrar af blóði. Þarna er venjulega átt við karlmann sem er um 70 kg að þyngd en það eru ýmsir þættir sem hafa áhrif á blóðmagnið svo sem kyn, heilsufar, líkamssamsetning og búseta. Sá þáttur sem oftast er nefndur sem á...
Hvað gerist ef maður er stunginn af geitungi?
Fyrir einstaklinga sem eru með ofnæmi fyrir eitri geitunga eða eru óvenjuhræddir við þá eru geitungar vágestir sem hafa óneitanlega áhrif á lífsgæði. Undanfarna tvo áratugi hefur geitungum fjölgað griðalega þökk sé hlýrri veðráttu og aukinni gróðurrækt. Flestir finna fyrir sviða strax eftir stungu geitunga og ...
Af hverju hleypur stundum í mig svefngalsi?
Þegar orðið er framorðið, fólk á erfitt með einbeitingu og er jafnvel farið að haga sér kjánalega er það gjarnan kallað að vera í svefngalsa. Svefn er ein af grunnþörfum líkamans. Meðalsvefnþörf fullorðinna er um sjö og hálf klukkustund á nóttu en getur þó munað um 1-2 klukkustundum til eða frá milli manneskja....
Hvert er hæsta fjall Vesturlands?
Eiríksjökull er hæsta fjall Vesturlands, 1675 m hátt. Eiríksjökull þykir með fallegri fjöllum á Íslandi. Fjallið er móbergsstapi sem þýðir að það hefur myndast við eldgos undir jökli sem náði að bræða sig í gegnum ísinn, þannig að hraun runnu og mynduðu dyngjuna sem jökullinn hylur. Hægt er að lesa meira um m...
Hvernig og hvenær urðu vísindi til?
Spurningin um það hvenær og hvernig vísindin urðu til er eitthvert forvitnilegasta umhugsunarefni vísindasögunnar og svör við henni eru vitanlega með ýmsu móti. Enda felst í henni spurningin Hvað eru vísindi? Ein kenning er sú að upphaf vísinda megi rekja til þess þegar maðurinn fór að búa til áhöld. Fyrstu áhö...
Er það satt að skipstjórar geti gefið saman brúðhjón ef skipið er nógu langt frá landi?
Margir hafa væntanlega heyrt rómantískar sögur um hjónaleysi um borð í farþegaskipi sem er við það að sökkva. Þau grípa tækifærið og láta skipstjórann gifta sig til að eiga von um að eyða eilífðinni saman ef svo óskemmtilega vildi til að þau lifi sjóferðina ekki af. Þessi rómantíska aðferð til að gefa saman hjó...
Hversu sterk er fullvaxin karlkyns silfurbaksgórilla?
Fullvaxin karldýr fjallagórilla (Gorilla beringei beringei), sem einnig kallast silfurbakar vegna þess að feldur á baki þeirra fær á sig silfraðan blæ, geta vegið yfir 200 kg. Þetta eru því mjög kraftmiklar skepnur. En líkt og með önnur dýr sem við höfum dáðst að vegna líkamlegs atgervis þá hefur styrkur þeirra e...
Hvaðan er heitið Kænugarður upprunnið?
Spurningin í fullri lengd var þessi: Er vitað hvaðan nafnið Kænugarður er upprunnið, mér finnst svolítið sérkennilegt að þetta nafn skuli ávallt vera notað af fjölmiðlafólki hérlendis, sérstaklega í seinni tíð, borgin heitir Kiev (eða Kyiv) og er að mér hefur skilist ævafornt nafn á höfuðborg Ukraínu. Orðið...
Hver voru vinsælustu svörin í 15. viku ársins 2016?
Hnífar, uppþvottavélar, stórfyrirtæki, skattsvik og búrkur komu við sögu á Vísindavefnum í 15. viku ársins 2016. Tíu vinsælustu svörin voru þessi: Af hverju má ekki setja góða hnífa í uppþvottavél, gerir vélin eitthvað annað en uppþvottabursti og sápa? Hvernig geta stórfyrirtæki komið sér undan því að borga ...
Hvar er hægt að finna hákarla?
Það er hægt að finna hákarla víða í heimshöfunum enda er útbreiðsla þeirra allt frá hlýjum sjónum við miðbaug, norður í heimskautshaf og suður í suðurhöf. Ennfremur eiga hákarlar það til að þvælast upp eftir stórfljótum víða um heim og sumar tegundir halda jafnvel til í ferskvötnum, svo sem nautháfurinn (Carcharhi...
Hvað er sorg?
Hugtakið sorg er skilgreint sem viðbrögð við missi. Venjulega er átt við missi ástvinar en annar missir getur einnig valdið sorg. Sorgin og sorgarferlið er tilfinningaleg tenging og úrvinnsla á því sem gerðist. Að syrgja tekur tíma og orku en hefur þann tilgang að viðurkenna missinn, aðlagast og endurskilgreina ti...
Hvað hafa margir geimfarar látist í tilraunum til að fara út í geim?
Alls hafa 18 manns farist í geimferðaslysum, annað hvort á leið út úr gufuhvolfi jarðar eða á leið til jarðar. Sá fyrsti sem lést í geimferð var hinn sovéski Vladimir Komarov. Hann var einn í áhöfn Soyuz 1 sem skotið var á loft þann 23. apríl 1967. Eftir 18 hringi umhverfis jörðu, þar sem í ljós komu ýmisar bi...
Hvað eru margar frumeindir í einni súrefnissameind?
Hvert frumefni hefur ákveðið efnatákn sem samanstendur af einum eða tveimur bókstöfum. Til dæmis hefur súrefni efnatáknið O, vetni H, kolefni C, helín He og svo mætti lengi telja. Uppbyggingu efna er hægt að lýsa með nokkrum efnaformúlum. Í svonefndri sameindaformúlu (e. molecular formula) kemur fram hvaða fru...
Hvað getið þið sagt mér um Helen Keller og framlag hennar til mannréttindamála?
Helen Keller er um margt merkileg kona. Hún fæddist 27. júní árið 1880 í Alabama-fylki í Bandaríkjunum. Þegar hún var einungis 19 mánaða gömul veiktist hún hastarlega og í kjölfarið varð hún daufblind, það er bæði blind og heyrnarlaus. Með aðstoð Alexanders Grahams Bells fékk Keller kennara árið 1887. Kona að n...