Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Af hverju skerðir ríkið réttindi fólks vegna COVID-19?
Til þess að fólk geti lifað mannsæmandi lífi þarf að tryggja því ákveðin réttindi sem stuðla að velferð þess og frelsi. Margir telja það vera hlutverk ríkisins að tryggja þessar forsendur mannsæmandi lífs. Í COVID-19-heimsfaraldrinum hefur frelsi fólks víða um heim verið skert. Á Íslandi var snemma gripið til s...
Hvað getur þú sagt mér um dýralífið í Katar?
Katar (e. Qatar) er ríki á Katarskaga við suðvestanverðan Persaflóa en skagi þessi gengur norður úr austurströnd Arabíuskaga. Landið er rúmlega 11,5 þúsund ferkílómetrar að stærð eða um 1/9 af flatarmáli Íslands og að stórum hluta eyðimörk. Yfir sumartímann getur hitinn þar farið allt upp í 50ºC yfir heitasta tíma...
Er ókei að nota orðið ókei í íslensku?
Örugglega hefur ekkert íslenskt orð verið hrakyrt jafnmikið og ókei. Það hefur verið kallað „orðskrípi“, „átakanlegt dæmi um orðfátækt“, „óyrði“, „„graftrarkýli“ á fögrum líkama máls okkar“, o.s.frv. Orðið er yfirleitt rakið til ol korrekt, framburðarstafsetningar á all correct, í bandarísku slangri kringum 1840, ...
Hver fann upp kokteilsósuna?
Vísindavefnum hafa borist allnokkrar spurningar um kokteilsósu og er eftirfarandi spurningum svarað hér: Oft er haldið því fram að gamla góða kokteilsósan sé íslensk „uppfinning“, en er það rétt? Hvað geturðu sagt mér um kokteilsósu? Hvaðan er hún upprunalega og hvaðan kemur nafnið o.s.frv.? Hvað er kokteilsósa...
Hvaðan kemur sú trú að við sjáum betur í myrkri ef við borðum gulrætur?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Um „bábiljur eða blákaldar staðreyndir“ - er það rétt að borða gulrætur getur læknað mann af náttblindu? Það er vel þekkt mýta að gulrótarát geti bætt nætursjón fólks. Að hluta til er þetta rétt, skortur á A-vítamíni getur leitt til náttblindu og með því að neyta gulróta se...
Hverju hvíslaði Óðinn í eyra Baldurs?
Vel er spurt og af miklum fróðskap. En þeim sem ætlað er að svara hlýtur að verða ónotalega við. Spurningin er ættuð frá Óðni sjálfum og boðar mönnum feigð. Henni er varpað fram í fornum ritum þegar Óðinn keppir í visku við Vafþrúðni og Heiðrek konung. Í Vafþrúðnismálum dylst Óðinn sem Gagnráður og undir nafni Ges...
Af hverju eruð þið svona lengi að svara spurningum sem koma til ykkar? Svarið þið þeim ekki í réttri röð?
Kjarni málsins varðandi fyrri spurninguna er einfaldur: Spurningarnar eru bæði svo margar og svo góðar! Við höfum tvisvar áður svarað spurningum áþekkum þessari. Annars vegar var spurt Hvers vegna eruð þið svona lengi að svara sumum spurningum? og hins vegar Hafa svarendur Háskóla Íslands á þessum vef ekki sett...
Er mögulegt að töfrabrögð séu upphaf trúarbragða (samanber aldur listarinnar og tilgang hennar)?
J.G. Frazer, þekktur brautryðjandi í trúarbragðafræðum, kom um 1890 fram með þá kenningu að trúabrögð hefðu upphaflega sprottið úr töfrum eða göldrum. Fyrstu viðbrögð manna gagnvart máttarvöldum tilverunnar hefðu verið þau að reyna að finna ráð til þess að þvinga máttarvöldin til þess að láta að vilja mannanna. Þa...
Hvað er hugmyndafræði?
Hugtakið hugmyndafræði er frá því um 1800 og merkti upphaflega heildstæða lýsingu á samfélaginu ásamt hugmyndum um hvernig skyldi breyta því til hins betra. Merking orðsins hefur víkkað síðan og það færst nær því að merkja hvern þann hugsunarhátt sem einkennir einhvern hóp eða menningarsamfélag. Enn er orðið þó sé...
Hvers vegna er andefni lýst sem svo góðu eldsneyti í vísindaskáldskap?
Upphafleg spurning var sem hér segir:Ég horfi mikið á Star Trek en eins og við vitum eru þessir þættir byggðir meira og minna á kenningum. Ég var því að velta því fyrir mér hvers vegna andefni er svona gott eldsneyti og hvort það hafi verið búið til. Ennfremur var ég að spá hvað þessi "vörpun" sem mikið er talað u...
Hver eru inntökuskilyrðin í Himnaríki?
Handan heimsins, rúms og tíma, er til Guð og ímyndað aðsetur hans má kalla himna. En þegar spurt er hvort Himnaríki sé til og hverjir komist þangað er sennilega einnig verið að spyrja um staðinn sem börnum er kennt að afi þeirra og amma fari til eftir dauðann, og dveljist þar með Guði. Þessi heimur er sá sem Jesús...
Hefur ljóseind massa og þyngd?
Ljóseindir eru massalausar. Það er líka eins gott því að annars gætu þær ekki ferðast á ljóshraða! Hins vegar má segja að ljóseindir hafi þyngd því að ljósgeisli sveigir í þyngdarsviði.Fyrst er rétt að átta sig á muninum á massa og þyngd með því að lesa svar Tryggva Þorgeirssonar og Þorsteins Vilhjálmssonar við sp...
Hvernig verður plast til?
Í sem stystu máli má svara spurningunni sem svo að plast verði til af manna völdum því plast fyrirfinnst hvergi í náttúrunni. Þegar jarðolía er hreinsuð og unnin myndast ýmsar smáar og hvarfgjarnar gassameindir, en hvarfgjarnar kallast þær sameindir sem hvarfast tiltölulega auðveldlega við aðrar og mynda nýjar ...
Hvernig verkar strokleður?
Sá eiginleiki strokleðurs að fjarlægja blýantsför af pappír er oftast tekinn sem sjálfsagður þó að margir kannist eflaust við að hafa einhvern tímann velt honum fyrir sér. Skýringin á verkun strokleðursins felst í gerð og eðli "blýsins" í blýantinum. Það er nefnilega ekkert blý í blýanti! Það sem við köllum í ...
Hvað er inni í Kaaba í Mekka?
Kaaba eða Ka'bah er steinkassi eða steinhús í miðri al-Haram-moskunni í Mekka. Ka'bah gegnir heilögu hlutverki hjá múslimum, enda telja þeir að Abraham hafi byggt það. Svarti steinninn í Mekka, sem einnig er heilagur, er greyptur í austurhorn Ka'bah. Þegar farið er í pílagrímsferð (hajj) til Mekka er nauðsynlegt ...