Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1911 svör fundust

category-iconVísindi almennt

Hvað eru um það bil margir vísindamenn á Íslandi?

Til að geta fundið eitthvert svar við spurningunni þarf að kunna skil á því hvað séu vísindi. Hugtakið 'vísindi' þýðir 'þekking' eða 'kunnátta'. Webster's New Collegiate Dictionary skilgreinir vísindi að sama skapi sem „þekkingu sem aflað er með rannsóknum eða reynslu [e. study or practice]“. Því má gera ráð fyrir...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver var Bjarni Sæmundsson og hvert var hans framlag til náttúrufræða á Íslandi?

Bjarni Sæmundsson (1867 - 1940) var brautryðjandi í rannsóknum á lífríki Íslands. Hann fæddist á Járngerðarstöðum í Grindavík þann 15. apríl 1867 og voru foreldrar hans Sæmundur Jónsson útvegsbóndi og Sigríður Bjarnadóttir. Snemma kom í ljós að Bjarni var gæddur miklum gáfum og var hann einnig mjög hagur. Það lá ...

category-iconHeimspeki

Ættu framhaldsnemar að læra siðfræði vísinda og rannsókna?

Hvers vegna ættu framhaldsnemar við Háskóla Íslands að læra undirstöðuatriði í siðfræði vísinda og rannsókna?[1] Þegar leitað er svara við þessari spurningu tel ég rétt að minna á meginmarkmið háskólamenntunar. Það er hlutverk menntunar að gera nemendum kleift að öðlast þekkingu í þeirri fræðigrein sem þeir hafa v...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvað getið þið sagt mér um Cassini-Huygens-leiðangurinn til Satúrnusar?

Cassini-Huygens er ómannað geimfar sem rannsakar Satúrnus, hringa hans og fylgitungl. Því var skotið á loft þann 15. október 1997 og komst á braut um Satúrnus þann 1. júlí 2004. Geimfarið skiptist í Cassini-brautarfarið, sem hringsólar um Satúrnus, og Huygens-kannann sem lenti á Títan þann 14. janúar 2005. Geimför...

category-iconLæknisfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Arna Hauksdóttir rannsakað?

Arna Hauksdóttir er prófessor við læknadeild Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar beinast að áhrifum áfalla á heilsu og hefur hún unnið faraldsfræðilegar rannsóknir, til dæmis á áhrifum ástvinamissis, efnahagshruns og náttúruhamfara á líðan. Rannsóknir hennar á líðan fyrir og eftir efnahagshrunið 2008 gáfu meðal...

category-iconVísindi almennt

Hvað eru vísindagarðar?

Hugtakið vísindagarðar vísar til þyrpingar þekkingarfyrirtækja sem staðsett eru í eða við háskólaumhverfi. Markmið slíkra garða er að tryggja öflugt nýsköpunar- og viðskiptaumhverfi og ná þannig að skapa fyrirtækjum og viðkomandi háskólum samlegðaráhrif, báðum til hagsbóta. Elsta dæmið um orðið 'vísindagarðar' ...

category-iconLæknisfræði

Benda nýjustu rannsóknir til þess að ivermectin gagnist sem meðferð við COVID-19?

Í núverandi heimsfaraldri COVID-19 (sem orsakast af kórónuveirunni SARS-CoV-2) hefur, þrátt fyrir fjölda lyfjarannsókna, verið skortur á góðum meðferðarúrræðum. Til þessa hafa rannsóknir aðeins sýnt ávinning af örfáum lyfjum - þau helstu eru sykursterar (e. glucocorticoids, þá aðallega dexametasón), einstofna móte...

category-iconJarðvísindi

Af hverju var Surtsey friðlýst?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Surtsey er mikil náttúruperla. Af hverju er nauðsynlegt að vernda eyna gegn ágangi manns? Surtsey myndaðist í eldgosi sem hófst á sjávarbotni 1963 og stóð yfir með hléum til 1967. Á þeim tíma byggðist eyjan upp en jafnframt mynduðust þrjár smærri eyjar, Surtla, Syrtlingur o...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvaða rannsóknir hafa verið stundaðar á lífríki Surtseyjar?

Surtsey myndaðist í eldgosi sem hófst á sjávarbotni 1963 og stóð yfir með hléum til 1967. Vísindamönnum varð snemma ljóst að myndun eyjunnar gaf ekki aðeins einstakt tækifæri til að rannsaka virka jarðfræðilega ferla heldur einnig landnám lífríkis á nýju landi. Grannt hefur verið fylgst með landnámi tegunda all...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað eru stofnfrumur og hvert er hlutverk þeirra?

Hér er einnig svar við spurningunni Hvaða eiginleika hafa stofnfumur sem nýtast við lækningar? Stofnfrumur eru ósérhæfðar, frumstæðar frumur sem geta bæði fjölgað sér og sérhæfst í sérstakar frumugerðir. Í 3-5 daga fósturvísi, svokallaðri kímblöðru, mynda um 30 frumur innri frumumassa sem þroskast síðan og brey...

category-iconLífvísindi: almennt

Hve langt eru rannsóknir með stofnfrumur komnar?

Upprunalega spurningin frá Sif hljóðaði svo:Hve langt eru rannsóknir með stofnfrumur komnar og er möguleiki að þær komi til með að leysa líffæra- og vefjaígræðslu af hólmi í framtíðinni? Hér er einnig svarað spurningu Rúnars Arnar:Hvernig miðar stofnfrumurannsóknum um heim allan? Rannsóknum á stofnfrumum hef...

category-iconMenntunarfræði

Hvaða rannsóknir hefur Berglind Rós Magnúsdóttir stundað?

Berglind er dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og formaður námsbrautarinnar Menntunarfræði og margbreytileiki. Fyrstu rannsóknir Berglindar vörðuðu kynjafræði menntunar, svo sem kynjafræðilegar greiningar á námsefni, athugun á kynjuðum valdatengslum í unglingahópum og afbyggingu á meintri kvenlægni skóla...

category-iconStjórnmálafræði

Hvaða rannsóknir hefur Eiríkur Bergmann Einarsson stundað?

Eiríkur Bergmann Einarsson er prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst og forstöðumaður Evrópufræðasetursins við sama skóla. Eiríkur hefur stundað rannsóknir á sviði þjóðernishyggju, popúlisma, Evrópumála og þátttökulýðræðis. Hann hefur skrifað fjölda fræðirita – bækur, bókarkafla og vísindagreinar ...

category-iconTrúarbrögð

Hvaða rannsóknir hefur Magnús Þorkell Bernharðsson stundað?

Magnús Þorkell Bernharðsson er Brown-prófessor í sögu Mið-Austurlanda við Williams-háskólann í Bandaríkjunum og gistikennari við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands. Magnús Þorkell lauk BA-prófi í stjórnmálafræði og guðfræði frá HÍ 1990, MA í trúarbragðafræði frá Yale-háskólanum 1992, stundaði nám í...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvaða rannsóknir hefur Erla Hulda Halldórsdóttir stundað?

Erla Hulda Halldórsdóttir er lektor í sagnfræði við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands, sérsvið hennar er kvenna- og kynjasaga. Hún hefur stundað rannsóknir á sögu kvenna á 19. og 20. öld með það að markmiði að gera sögu kvenna og kynja sýnilega og að sjálfsögðum hluta Íslandssögunnar. Erla Hulda hefur ...

Fleiri niðurstöður