Sólin Sólin Rís 07:52 • sest 18:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:56 • Sest 17:43 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:59 • Síðdegis: 20:11 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:51 • Síðdegis: 14:13 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:52 • sest 18:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:56 • Sest 17:43 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:59 • Síðdegis: 20:11 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:51 • Síðdegis: 14:13 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Arna Hauksdóttir rannsakað?

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Arna Hauksdóttir er prófessor við læknadeild Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar beinast að áhrifum áfalla á heilsu og hefur hún unnið faraldsfræðilegar rannsóknir, til dæmis á áhrifum ástvinamissis, efnahagshruns og náttúruhamfara á líðan.

Rannsóknir hennar á líðan fyrir og eftir efnahagshrunið 2008 gáfu meðal annars til kynna að streita og þunglyndi hefði aukist eftir efnahagsþrengingarnar, aðallega meðal kvenna, en einnig að hamingja jókst á tímabilinu, sérstaklega meðal unglinga. Rannsókn á gögnum bráðamóttöku Landspítala-Háskólasjúkrahúss hefur einnig sýnt breytingar í komum vegna sjálfsskaðandi hegðunar, þannig að komur jukust meðal karla rétt fyrir efnahagsþrengingar en minnkuðu meðan á þeim stóð.

Rannsóknir Örnu beinast að áhrifum áfalla á heilsu fólks.

Frá 2010 hefur Arna einnig beint sjónum sínum að áhrifum náttúruhamfara á heilsu í þverfræðilegu samstarfi. Þetta samstarf leiddi til stofnunar norræna öndvegissetursins NORDRESS (Nordic Centre of Excelellence in Societal Security) um áhrif náttúru- og samfélagslegra áfalla. NORDRESS er víðtækt og þverfræðilegt samstarf, styrkt af samnorrænu rannsóknamiðstöðinni NordForsk, sem fjöldi vísindamanna og stofnana á Norðurlöndum kemur að, en stærstur hluti verkefnisins er unninn á Íslandi. Árið 2016 hlaut Arna verkefnisstyrk frá Rannsóknasjóði sem einnig hefur það markmið að rannsaka heilsufarsleg áhrif náttúruhamfara. Rannsóknirnar spanna ólíkar tegundir náttúruhamfara, eins og eldgos, snjóflóð, jarðskjálfta og flóðbylgjur. Gögnin byggja á spurningalistarannsóknum auk lýðgrundaðra gagnagrunna um sjúkdómsgreiningar og lyfjanotkun til að meta langtíma heilsufar, bæði meðal barna og fullorðinna.

Ásamt samstarfskonu sinni, Unni Valdimarsdóttur, er Arna í forsvari fyrir rannsóknina Áfallasaga kvenna – Vísindarannsókn Háskóla Íslands, sem hófst á vormánuðum 2018. Rannsóknin tekur til allra kvenna, 18 ára og eldri, sem boðið er að svara spurningalista á Netinu. Með rannsókninni verður leitast við að svara eftirfarandi spurningum: 1) Hver er tíðni áfalla og þungbærrar lífsreynslu meðal kvenna á Íslandi? 2) Hvaða áhrif hafa áföll á sálræna og líkamlega heilsu kvenna? 3) Hvaða erfða- og umhverfisþættir tengjast mismunandi heilsufari í kjölfar áfalla?

Áfallasaga kvenna er unnin í samstarfi við ýmsa vísindamenn innan lækna- og sálfræðideilda Háskóla Íslands, Íslenskrar erfðagreiningar og annarra innlendra og erlendra stofnana. Rannsóknin hefur fengið styrki frá Evrópska rannsóknarráðinu og Rannís. Væntingar standa til þess að rannsóknin muni skila aukinni þekkingu á algengi og vægi áfalla, þar á meðal ofbeldis, fyrir heilsufar kvenna. Slíkar niðurstöður verður síðar hægt að nýta til forvarna og meðferðar við alvarlegum heilsufarsáhrifum áfalla.

Arna lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1992 og BA-námi í sálfræði við Háskóla Íslands 1996. Eftir að hafa starfað hjá Rannsóknarstofnun uppeldis- og menntamála og hjá Gallup hélt Arna síðan til náms til Svíþjóðar og lauk doktorsprófi í faraldsfræði við Karolinska Institutet árið 2009. Doktorsverkefnið sneri að áhrifaþáttum kvíða og þunglyndis meðal ekkla 4-5 árum eftir missi. Eftir doktorsnám starfaði Arna við rannsóknir, bæði í Svíþjóð og á Íslandi, og varð lektor við Miðstöð í lýðheilsuvísindum árið 2011.

Mynd:
  • Úr safni AH.

Höfundar

Útgáfudagur

22.4.2018

Síðast uppfært

30.4.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

. „Hvað hefur vísindamaðurinn Arna Hauksdóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn, 22. apríl 2018, sótt 6. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=75717.

. (2018, 22. apríl). Hvað hefur vísindamaðurinn Arna Hauksdóttir rannsakað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=75717

. „Hvað hefur vísindamaðurinn Arna Hauksdóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn. 22. apr. 2018. Vefsíða. 6. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=75717>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Arna Hauksdóttir rannsakað?
Arna Hauksdóttir er prófessor við læknadeild Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar beinast að áhrifum áfalla á heilsu og hefur hún unnið faraldsfræðilegar rannsóknir, til dæmis á áhrifum ástvinamissis, efnahagshruns og náttúruhamfara á líðan.

Rannsóknir hennar á líðan fyrir og eftir efnahagshrunið 2008 gáfu meðal annars til kynna að streita og þunglyndi hefði aukist eftir efnahagsþrengingarnar, aðallega meðal kvenna, en einnig að hamingja jókst á tímabilinu, sérstaklega meðal unglinga. Rannsókn á gögnum bráðamóttöku Landspítala-Háskólasjúkrahúss hefur einnig sýnt breytingar í komum vegna sjálfsskaðandi hegðunar, þannig að komur jukust meðal karla rétt fyrir efnahagsþrengingar en minnkuðu meðan á þeim stóð.

Rannsóknir Örnu beinast að áhrifum áfalla á heilsu fólks.

Frá 2010 hefur Arna einnig beint sjónum sínum að áhrifum náttúruhamfara á heilsu í þverfræðilegu samstarfi. Þetta samstarf leiddi til stofnunar norræna öndvegissetursins NORDRESS (Nordic Centre of Excelellence in Societal Security) um áhrif náttúru- og samfélagslegra áfalla. NORDRESS er víðtækt og þverfræðilegt samstarf, styrkt af samnorrænu rannsóknamiðstöðinni NordForsk, sem fjöldi vísindamanna og stofnana á Norðurlöndum kemur að, en stærstur hluti verkefnisins er unninn á Íslandi. Árið 2016 hlaut Arna verkefnisstyrk frá Rannsóknasjóði sem einnig hefur það markmið að rannsaka heilsufarsleg áhrif náttúruhamfara. Rannsóknirnar spanna ólíkar tegundir náttúruhamfara, eins og eldgos, snjóflóð, jarðskjálfta og flóðbylgjur. Gögnin byggja á spurningalistarannsóknum auk lýðgrundaðra gagnagrunna um sjúkdómsgreiningar og lyfjanotkun til að meta langtíma heilsufar, bæði meðal barna og fullorðinna.

Ásamt samstarfskonu sinni, Unni Valdimarsdóttur, er Arna í forsvari fyrir rannsóknina Áfallasaga kvenna – Vísindarannsókn Háskóla Íslands, sem hófst á vormánuðum 2018. Rannsóknin tekur til allra kvenna, 18 ára og eldri, sem boðið er að svara spurningalista á Netinu. Með rannsókninni verður leitast við að svara eftirfarandi spurningum: 1) Hver er tíðni áfalla og þungbærrar lífsreynslu meðal kvenna á Íslandi? 2) Hvaða áhrif hafa áföll á sálræna og líkamlega heilsu kvenna? 3) Hvaða erfða- og umhverfisþættir tengjast mismunandi heilsufari í kjölfar áfalla?

Áfallasaga kvenna er unnin í samstarfi við ýmsa vísindamenn innan lækna- og sálfræðideilda Háskóla Íslands, Íslenskrar erfðagreiningar og annarra innlendra og erlendra stofnana. Rannsóknin hefur fengið styrki frá Evrópska rannsóknarráðinu og Rannís. Væntingar standa til þess að rannsóknin muni skila aukinni þekkingu á algengi og vægi áfalla, þar á meðal ofbeldis, fyrir heilsufar kvenna. Slíkar niðurstöður verður síðar hægt að nýta til forvarna og meðferðar við alvarlegum heilsufarsáhrifum áfalla.

Arna lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1992 og BA-námi í sálfræði við Háskóla Íslands 1996. Eftir að hafa starfað hjá Rannsóknarstofnun uppeldis- og menntamála og hjá Gallup hélt Arna síðan til náms til Svíþjóðar og lauk doktorsprófi í faraldsfræði við Karolinska Institutet árið 2009. Doktorsverkefnið sneri að áhrifaþáttum kvíða og þunglyndis meðal ekkla 4-5 árum eftir missi. Eftir doktorsnám starfaði Arna við rannsóknir, bæði í Svíþjóð og á Íslandi, og varð lektor við Miðstöð í lýðheilsuvísindum árið 2011.

Mynd:
  • Úr safni AH.

...