Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2607 svör fundust
Hvers vegna á að lengja skólaárið?
Skólaárið í íslenskum grunnskólum og framhaldsskólum hefur verið allmiklu styttra en í nágrannalöndum okkar. Þetta er ein ástæðan til þess að nemendur hér á landi eru „á eftir” jafngömlum nemendum erlendis samkvæmt alþjóðlegum könnunum, til dæmis á sviðum eins og stærðfræði og raungreinum þar sem auðvelt er að ger...
Hvers vegna fær maður hiksta?
Hiksti er krampi í þindinni sem veldur snöggri innöndun sem stöðvast síðan jafn snögglega við það að bilið á milli raddbandanna lokast, en það veldur einmitt hljóðinu sem fylgir þessum kvilla. Algengasta orsök hiksta er sú að fólk kann sér ekki magamál, hvort heldur í mat eða drykk. Þegar fólk borðar eða drekkur o...
Ef Vatnajökull myndi hverfa á morgun hvað mundi land undir honum rísa mikið og á hvað löngum tíma?
Þyngd Vatnajökuls er um 3.000 milljarðar tonna og þessi þungi er slíkur að jarðskorpan hefur gefið eftir og sigið. Ef jökullinn bráðnar og hverfur þá rís landið. Slík svörun jarðskorpunnar er vel þekkt meðal annars út frá rannsóknum á áhrifum ísaldarjökla á landhæð. Fornar strandlínur sem finnast víða á láglend...
Hvernig verka stöðvar til endurvinnslu á kjarnorkuúrgangi og hvaða áhrif hafa þær á umhverfið? Er hægt að hafa slíka stöð á Íslandi?
Þegar úranstangir, sem stundum eru íbættar plútoni, hafa verið í ofnum kjarnorkuvera í 2-3 ár verður að skipta á þeim og nýjum stöngum því að þá er mjög gengið á kjarnkleyfa efnið, samsætuna úran-235, og kjarnabrotin sem myndast við klofnun úrankjarnanna eru farin að verka hemlandi á orkuvinnslu. Stangirnar er...
Hvernig verka leitarvélar?
Leitarvélar á vefnum eru samsettar úr tveimur aðskildum einingum. Annars vegar er hópur tölva, svokallaðar köngulær, sem rekja sig í sífellu í gegnum vefinn og geyma allar síður sem þær finna í risastórum gagnagrunni, og hins vegar eru vefþjónar sem fólk um allan heim getur notað til að leita í gagnagrunninum. ...
Er til flautumál á Kanaríeyjum?
Á eyjunni La Gomera, sem er ein af þeim sjö eyjum sem mynda Kanaríeyjar, er til einstakt mál þar sem flaut er notað í stað orða. Flautið heitir á mannamáli el silbo og var áður fyrr notað af bændum og fjárhirðum til að ræða saman þrátt fyrir að miklar vegalengdir skildu menn að. Með ‘el silbo’ er hægt að f...
Hver er munurinn á B.A.- og B.S.-gráðu og hvað táknar skammstöfunin?
Skammstafanirnar B.A. og B.S. eru latneskar að uppruna og standa fyrir baccalaureus artium og baccalaureus scientiarum. Orðið 'baccalaureus' er myndað eftir latnesku orðunum bacca lauri, það er 'ber lárviðarins', en það var siður Grikkja og Rómverja að heiðra menn með lárviðarsveig, sérstaklega skáld. Frá síðari h...
Er hið örugga tímabil kvenna til?
Spurningin í heild sinni hjóðar svona: Er hið „örugga“ tímabil kvenna til? Það tímabil sem öruggara er að stunda kynlíf án getnaðarvarna en annarr. Svokallaðir „öruggir dagar“ (e. rhythm method eða fertility awareness method) eru meðal margra aðferða sem notaðar hafa verið til að koma í veg fyrir getnað. Slíkar a...
Hvað éta fiðrildi?
Hér er einnig svar við spurningunni:Hvernig er lífhringur fiðrilda yfir árið? Fiðrildi eru ættbálkur skordýra sem heitir á latínu Lepidoptera. Lepidoptera þýðir hreisturvængjur, sem vísar til þess að hár á vængjum hafa umbreyst í hreistur. Þetta verða allir varir við sem snerta fiðrildi. Skipta má fiðrildum í ...
Hver er elsta lífvera á jörðinni?
Hægt er að skilja spurninguna á að minnsta kosti tvennan máta, hvaða einstaka lífvera hefur náð hæstum aldri, eða hvaða lífverur komu fyrst fram á jörðinni. Í svari Guðmundar Eggertssonar hér á Vísindavefnum við spurningunni Hvenær kviknaði líf á jörðinni og hvers vegna? kemur fram hverjar hafi sennilega verið fy...
Hvernig finnur maður út hversu marga möguleika talnaruna (t.d. leyninúmer) getur haft á uppröðun?
Fjöldi uppraðana í talnarunu í tugakerfinu er alltaf talan 10 í veldinu n, þar sem n táknar fjölda tölustafa í talnarununni. Leyninúmer (PIN-númer) sem notuð eru í bankaviðskiptum hér á landi eru fjórir tölustafir sem hver getur verið frá 0-9. Fjöldi mismunandi leyninúmera er því:104 = 10 ∙ 10 ∙ 10...
Hvers vegna hefur skúmur tvö latnesk heiti (Catharacta skua og Stercorarius skua) í íslenskum fuglabókum?
Skúmur á flugi. Það er algengt í flokkunarfræði dýralíffræðinnar að fræðimenn endurskoði fræðiheiti tegunda og þá oftast þannig að þær eru fluttar á milli ættkvísla eftir því sem þekkingu á innbyrðisskyldleika tegunda innan viðkomandi ættar fleygir fram. Menn hafa mjög deilt um skyldleika milli tegunda inna...
Af hverju kemur blóð þegar við dettum?
Til þess að það komi blóð þegar við dettum, rekum okkur í eða meiðum okkur á annan hátt þarf húðin að skerast í sundur. Í húðinni og mjúku vefjunum undir henni eru æðar og ef þær skerast í sundur og „gat“ er á húðinni berst blóð úr þeim út á yfirborð líkamans. Þá er sagt að það blæði. Ef litlar bláæðar og háræðar ...
Snýst sólin um sjálfa sig?
Ljóst er að margir hafa velt þessu fyrir sér og hér er því einnig svarað eftirfarandi spurningum:Snýst sólin um sjálfa sig eins og jörðin? Hvort snýst hún þá rangsælis eða réttsælis? (Þorgils)Hvað tekur það sólin langan tíma að snúast einn hring í kringum sjálfa sig? (Guðni)Snýst sólin kringum sjálfa sig, ef svo e...
Hvernig verkar hettan sem getnaðarvörn? Er hún jafnörugg og aðrar getnaðarvarnir?
Fáar konur nota hettuna þar sem hún hefur alveg fallið í skuggann af getnaðarvarnapillum og lykkjunni. Hettan er samt sem áður virk og skaðlaus getnaðarvörn og á að endast í mörg ár ef vel er farið með hana. Alltaf þarf á þó að gæta þess að nota sæðisdrepandi krem með henni. Kona sem aðeins sefur hjá stöku sinn...