Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvers vegna er Wales skrifað með W á íslensku og hvers vegna er það borið fram veils þegar augljóst er að framburður ætti að vera vales?
Upprunaleg spurning Ragnars hljómaði svona: Sæl verið þið. Ég hef velt einu fyrir mér í lengri tíma en ég þori að hugsa um en er reyndar líka hissa á því að ekki skuli vera meira fjallað um þetta. Slíkt tel ég mikilvægi þess vera. En spurningin er: Hvers vegna er Wales skrifað með W á íslensku og hvers vegna er þa...
Hvað getur Internetið unnið hratt á sekúndu?
Eins og fram kemur í svari Eyju Margrétar Brynjarsdóttur við spurningunni 'Hvað þýðir www?', er Internetið tölvunet sem sett er saman úr minni einingum. Þessar einingar eru til dæmis nafnaþjónar, vefþjónar og almennar notendatölvur. Með þetta í huga má sjá að erfitt er að tala um vinnsluhraða Internetsins, á sa...
Eru fellibyljir alltaf skírðir kvenmannsnöfnum?
Fellibyljir eru bæði skírðir karl- og kvenmannsnöfnum, eins og sjá má með að rifja upp eyðilegginguna sem fellibyljirnir Mitch og Katrina ollu með nokkurra ára millibili í Bandaríkjunum. Reyndar er það rétt hjá spyrjandanum að þetta jafnrétti í nöfnum fellibylja hefur ekki alltaf ríkt, því á tímabili voru þeir aðe...
Getur rúmið sem við hrærumst í haft fleiri víddir en þær þrjár sem við eigum að venjast?
Upphaflega spurningin var sem hér segir:Kvarkakenning eðlisfræðinnar gengur út á að fjórar víddir nægi ekki til að útskýra innsta eðli allra hluta heldur þurfi a.m.k. 10 víddir. Þess vegna langar mig að vita hverjar víddirnar eru auk lengdar, breiddar, hæðar og tíma?Svarið við spurningunni um hugsanlegar fleiri v...
Mæla jarðskjálftamælar eitthvað annað en jarðskjálfta?
Ef titringur í jörðu er mældur samfellt í langan tíma með næmum mælitækjum, kemur ýmislegt fróðlegt í ljós. Í fyrsta lagi má sjá, að lágtíðnibylgjuhreyfingar (tíðni minni en eitt Hertz (rið)) eru meiri á haustin og yfir vetrarmánuðina heldur en að vori og sumri. Þetta skýrist af því að veðurlag er kröftugra og sjó...
Hvenær tengdist Ísland við Internetið?
Ísland tengdist hinu eiginlega Interneti þann 21. júlí árið 1989. Þann dag urðu fyrstu IP-samskiptin yfir tengingu ISnet frá Tæknigarði Háskóla Íslands til tengistöðvar NORDUnet í Danmörku. Internetvæðing landsins hófst þó nokkrum árum fyrr. Árið 1986 tengdist Hafrannsóknastofnunin EUnet, en það var eitt þeirr...
Hvað er jökulhlaup?
Jökulhlaup eru snögg vatnsflóð frá lónum við jökuljaðar eða jökulbotn sem bræðsluvatn og regn safnast í. Jaðarlónin myndast þar sem jökull stíflar þverdal eða gil. Vatn rís uns það nær að þrengja sér undir ísstífluna og opna rásir. Í fyrstu eru þær örsmáar en víkka síðan við ísbráðnun vegna núningsvarma því að ísf...
Vaxa fílabein (skögultennur) á öllum fílum, bæði karlkyns og kvenkyns?
Til eru þrjár tegundir fíla í heiminum í dag og lifa tvær þeirra í Afríku en ein í Asíu. Afríkufíllinn eða afríski gresjufíllinn (Loxodonto africana) er stærsti núlifandi fíllinn og líka stærsta landspendýrið. Hann er 3-4 metrar upp á herðakamb og vegur 4-7 tonn, en þó er algengasta þyngdin 5,5 tonn. Í Afríku lifi...
Hvernig eru lyklaborðin á tölvunum í Kína, Japan og þeim löndum sem hafa aðra leturgerð en við?
Kínverjar, Japanar, Kóreubúar og fleiri þjóðir nota aðra leturgerð en við. Í staðinn fyrir bókstafi nota þeir ýmist myndletur eða atkvæðaskrift. Í þessum málum geta verið mörg þúsund tákn. Í kínversku eru til dæmis um 30.000 tákn, og veldur það augljóslega vandræðum við hönnun lyklaborða fyrir þessi mál. Að hanna ...
Eru skoffín og skuggabaldrar til í alvörunni?
Upphaflega spurningin hljóðaði svona: Eru dæmi um að refir og kettir eignist afkvæmi saman? Ef svo er hvað heita þau þá?Samkvæmt þjóðtrú eru skoffín afkvæmi refs og kattar, þar sem kötturinn er móðirin. Orðið er einnig notað í merkingunni 'fífl', 'kjáni', 'stelputrippi' og stundum sem gæluorð um börn. Skuggabaldur...
Hvernig er fjölskyldulífið hjá skjaldbökum?
Ekki er um “fjölskyldulíf” að ræða hjá skjaldbökum heldur mætti segja að fálæti foreldranna gagnvart afkvæmum sínum sé nær algert. Sem dæmi má taka hina stórvöxnu leðurskjaldböku, Dermochelys coriacea, sem eyðir mest öllum tíma sínum í sjónum. Karldýrið, pabbinn, hefur það eina hlutverk að sæða kvendýrið. Þega...
Hvað getið þið sagt okkur um risasjónaukana í Atacama-eyðimörkinni í Síle?
Very Large Telescope (VLT) eru fjórir 8,2 metra breiðir stjörnusjónaukar í Paranal-stjörnustöðinni, starfræktir af ESO (European Southern Observatory, ísl. Stjörnustöð Evrópulanda á suðurhveli). Paranal-stjörnustöðin er í 2.635 metra hæð yfir sjávarmáli í Atacama-eyðimörkinni í Síle, um 120 km suður af Antofagasta...
Hvernig má réttlæta það að gefa sér frumsendur í stærðfræði, án þess að sanna þær?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvernig má réttlæta það að gefa sér frumreglur í stærðfræði, án þess að sanna þær? Sem fræðigrein er stærðfræði byggð upp þannig að nýjar niðurstöður eru leiddar út (sannaðar) á grundvelli þeirra niðurstaðna sem þegar eru komnar. Í upphafi byrjar maður því með tvær hen...
Hvað er kviksandur og hvernig verkar hann?
Kviksandur, kviksyndi eða sandbleyta er blanda af sandi og vatni. Hann getur hvorki myndast í kyrrstæðu vatni né haldist þar til lengdar því að þá fellur sandurinn til botns eins og við vitum, og við göngum á botninum eins og ekkert sé. Hins vegar getur kviksyndi myndast þar sem vatn sprettur upp undir sandi og ha...
Hvað er bók og til hvers skrifum við bækur?
Orðið bók barst í íslenskt tungumál með kristilegum lærdómi, líklegast úr fornensku þótt til séu lík orð í öðrum skyldum tungumálum frá sama tíma. Það er að minnsta kosti viðeigandi að ætla að fyrirbærið bók hafi fundið sér leið til Íslands með Biblíunni og öllum „bókum“ hennar, en gríska orðið biblos þýðir einmit...