Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1763 svör fundust

category-iconStjórnmálafræði

Er það satt að Kóreustríðið sé enn í gangi?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Er það satt að Kóreustríðið (1950-1953) sé í raun ennþá í gangi? Stutta svarið við spurningunni er „já“. Þegar þetta er skrifað, í mars 2022, nærri 70 árum eftir að átökum lauk, er enn formlega stríð í gangi milli Alþýðulýðveldisins Kóreu (almennt vísað til sem Norður-...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Að hvaða leyti var íslenski rostungastofninn frábrugðinn öðrum rostungastofnum?

Greining á breytileika í hvatberaerfðaefni rostungstanna frá Íslandi hefur leitt í ljós að hér á landi hafi verið sérstakur stofn rostunga fyrir landnám og á fyrstu öldum byggðar í landinu (Keighley o.fl. 2019). Með aldursgreiningu á 34 tönnum, út frá samsetningu ísótópa, kom í ljós í sömu rannsókn að þrjár yngstu...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hverjar eru ástæður stríðsins í Úkraínu?

Upphaf núverandi stríðs í Úkraínu má rekja til atvika í nóvember 2013. Úkraínsk stjórnvöld höfðu þá gengið frá viðskiptasamningi við Evrópusambandið sem beið undirritunar Viktors Janúkovitsj, forseta Úkraínu. En hann skipti skyndilega um skoðun, ákvað að falla frá samningnum en þiggja í hans stað stór lán frá Rúss...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers konar dýr var beljaki og hvenær var hann uppi?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Í svari Vísindavefs um dýrin með stærstu tungurnar er sagt að beljakinn hafi mögulega verið með langa tungu. Hvernig dýr var beljakinn? Beljakar (Paracheratherium, hafa líka verið nefndir Indricotherium) voru risavaxin spendýr af ættbálki Perissodactyla, eins og meðal annar...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er orðið innviðir gamalt og hvernig hefur merking þess breyst í málinu?

Orðið innviðir heyrist og sést mjög oft um þessar mundir. Þetta er ekki nýtt orð – það kemur fyrir þegar í fornu máli og er þá eingöngu notað í bókstaflegri merkingu um tréverk í skipi, annað en ytra byrði. Síðar er einnig farið að nota orðið um hús – „Kirkjan að ytri súð og innviðum mjög lasleg og ágengileg“ segi...

category-iconJarðvísindi

Er vitað hversu mörg eldgos urðu á Reykjanesskaganum á síðasta eldgosatímabili?

Síðasta eldgosatímabil hófst um 800 e.Kr., eða litlu fyrr, og lauk árið 1240. Stóð það því yfir í um 450 ár. Engar samtímaheimildir eru til sem lýsa eldgosunum svo að gagni sé og því erfitt um vik að áætla fjölda gosanna. Það sem helst má nota í því sambandi er að telja hraunin eða hraunflekkina og reyna að tengja...

category-iconHeimspeki

Er siðferðilega rétt að sádi-arabísk knattspyrnulið sanki að sér bestu knattspyrnumönnum í heimi?

Þessi spurning vísar til nokkurs sem hefur verið mikið í umræðunni á síðastliðnum árum. „Íþróttaþvottur“ (e. sportwashing) er hluti af siðferðilegum þvottabrögðum (grænþvottur (e. greenwashing) er mögulega þekktasta útgáfan) þar sem aðilar reyna að losna undan gagnrýni á siðferðilegt inntak starfsemi eða stjórnarh...

category-iconEfnafræði

Varð allt efnið í alheiminum til samstundis í Miklahvelli?

Efnisheimurinn á því formi sem hann er í dag varð ekki allur til í Miklahvelli (e. Big Bang). Hins vegar mynduðust grunneindir efnisins sem lágu til grundvallar myndun efnisheimsins, eins og við þekkjum hann í dag, á fyrstu sekúndubrotum eftir Miklahvell. Þessar grunneindir kallast öreindir. Hér á eftir verður þet...

category-iconTrúarbrögð

Hvert er almennt talið líklegasta banamein þeirra sem voru krossfestir?

Einnig var spurt:Hvernig fara krossfestingar fram? Er hægt að deyja af henni og hvernig gerist það þá? Hvernig var Jesús krossfestur? Í stuttu máli er banamein þeirra sem voru krossfestir ekki þekkt. Hafa verður í huga að heimildir okkar um krossfestingar – bæði fornleifar og ritaðar heimildir – eru fáar og rýr...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvernig myndast kynfrumur?

Upphaflega spurningin var eftirfarandi:Hvernig skapar líkami okkar sáðfrumur? Kynfrumur þroskast í kynkirtlum frá upphafi kynþroska og halda áfram að þroskast fram að tíðahvörfum hjá konum en nokkurn veginn út ævina hjá körlum. Tilurð kynfruma má þó rekja allt til fyrstu vikna fósturþroska rétt eftir hreiðrun f...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvað getið þið sagt mér um fall Berlínarmúrsins?

Berlínarmúrinn var reistur af kommúnistastjórninni í Þýska alþýðulýðveldinu (Austur-Þýskalandi) í ágúst 1961 sem „varnarveggur gegn fasisma“. Hann féll nóttina 9. til 10. nóvember 1989 eftir að hafa skilið að fjölskyldur, vini og nágranna í Austur- og Vestur-Berlín í 28 ár. Á meðan múrinn stóð kostaði það að minns...

category-iconUmhverfismál

Er eitthvað nýtt að frétta af hlýnun jarðar?

Í heild var spurningin á þessa leið: Hvað er hlýnun jarðar? Getið þið sagt eitthvað nýtt um það? Af hverju er þetta að gerast? Og hverjar eru afleiðingarnar? Hlýnun jarðar er óumdeilanleg og mælingar benda til þess að síðustu áratugi hafi hlýnun numið um 0,17-0,19°C á áratug. Í svari við spurningunni Hvers veg...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvers vegna var list svona mikilvæg hjá Forngrikkjum?

List er að finna í öllum mannlegum samfélögum og alls staðar er listsköpun mikilvæg, ekki síður hjá Forngrikkjum en í nútímanum. En list er flókið hugtak og raunar er ef til vill ekki um eitt hugtak að ræða heldur mörg skyld hugtök. Hugum aðeins að því áður en lengra er haldið. Hvernig svo sem listin er skilgre...

category-iconEfnafræði

Er rétt að gróðurhúsaáhrif koltvíoxíðs hafi náð hámarki og valdi þess vegna ekki meiri hitaaukningu á jörðinni?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Er rétt að gróðurhúsaáhrif koltvíoxíðs hafi náð hámarki þannig að frekari viðbót í andrúmsloftinu valdi ekki meiri hitaaukningu á jörðinni? Stutta svarið er nei. Þetta er hins vegar afar áhugaverð spurning sem kallar á smá sögulegan inngang auk skýringar sem á rætur...

category-iconLæknisfræði

Er kransæðasjúkdómur arfgengur?

Það hefur lengi verið þekkt að kransæðasjúkdómur er ættlægur sjúkdómur[1] og hefur ættlægnin verið metin allt að 50%.[2] Arfgeng kólesterólhækkun er dæmi um vel skilgreindan erfðasjúkdóm sem veldur snemmkomnum kransæðasjúkdómi vegna mikillar hækkunar í blóði á eðlisléttu fituprótíni (e. low density lipoprotein, LD...

Fleiri niðurstöður