Sólin Sólin Rís 03:58 • sest 22:53 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:24 • Sest 03:47 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:47 • Síðdegis: 16:21 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:07 • Síðdegis: 22:30 í Reykjavík

Er eitthvað nýtt að frétta af hlýnun jarðar?

GrH

Í heild var spurningin á þessa leið:

Hvað er hlýnun jarðar? Getið þið sagt eitthvað nýtt um það? Af hverju er þetta að gerast? Og hverjar eru afleiðingarnar?

Hlýnun jarðar er óumdeilanleg og mælingar benda til þess að síðustu áratugi hafi hlýnun numið um 0,17-0,19°C á áratug. Í svari við spurningunni Hvers vegna hlýnar nú á jörðinni? útskýrir Helgi Björnsson þessa þróun svo:

Loftslag hlýnar vegna þess að lofthjúpur jarðar gleypir stöðugt meiri varmageislun frá jörðu. Svokallaðar gróðurhúsalofttegundir gleypa geislunina svo hitinn sleppur ekki út úr lofthjúpnum. Mælingar sýna að síðastliðin 150 ár hefur andrúmsloftið orðið stöðugt þéttari sæng utan um jörðina.

Það er einkum bruni jarðefnaeldsneytis, svo sem olíu og bensíns, sem hefur aukið styrk gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpnum. Parísarsamkomulagið, sem aðildarþjóðir Sameinuðu þjóðanna gerðu með sér árið 2015, miðar við að þjóðirnar vinni að því að hægja á hnattrænni hlýnun jarðar með því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Verði losun þeirra mikil gæti hlýnun í kringum Ísland numið meira en 4°C við lok þessarar aldar, sem er upp undir tvöfalt hærra en markmið Parísarsamkomulagsins.

Í skýrslu vísindanefndar um loftslagsbreytingar (2018) kemur ýmislegt fram um þróun loftslagsmála og hvaða áhrif sú þróun geti haft á og umhverfis Ísland. Hér verður farið yfir nokkur atriði skýrslunnar en við bendum áhugasömum lesendum einnig á að lesa skýrsluna í heild sinni.

Íslenskir jöklar hafa dregist saman um nálægt 2000 km2 síðan í lok 19. aldar, þegar þeir náðu flestir mestri útbreiðslu. Á þessari öld hefur samdrátturinn numið rúmlega 500 km2 eða um 0.35% á ári. Dæmi um slíkt er Okjökull í samnefndu fjalli í Borgarfirði, sem fyrir rúmri öld var um 15 ferkílómetrar og meira en 50 metra þykkur. Árið 2014 var hann afskráður sem jökull þar sem ekki var annað eftir en þunnir, sundurlausir ísflákar.

Mynd tekin árið 2003. Okjökull, sem um aldamótin 1900 var um 15 ferkílómetrar, hafði þá rýrnað niður í um 4 ferkílómetra og árið 2012 mældist hann ekki nema 0,7 ferkílómetrar.

Þegar jöklar bráðna verður breyting á þyngdarsviði næst jöklunum sem dregur úr hækkun sjávar þar en aftur á móti hækkar sjávarstaðan fjær íshvelinu. Þannig dregur bráðnun Grænlandsjökuls úr hækkun sjávar hér við land en bráðnun á Suðurskautslandinu hækkar í staðinn sjávarstöðu við Ísland. Á jöklum Suðurskautslandsins kann óafturkræft hrun að vera hafið, sem getur valdið margra metra hækkun á sjávarborði heimshafanna á einungis nokkrum öldum.

Súrnun sjávar verður þegar styrkur koltvíildis (líka þekkt sem koltvísýringur eða koldíoxíð) í hafi eykst. Greinilegt samband er milli losunar gróðurhúsalofttegunda og súrnunar hafsins, sem staðfest er með beinum mælingum og fræðilegum reikningum. Kalkmyndandi lífverur, svo sem skelfiskur og kórallar, eru sérstaklega viðkvæmar fyrir áhrifum súrnunar. Norður-Atlantshaf er frábrugðið öðrum hafsvæðum að því leyti að á hverju ári tekur það til sín miklu meira koltvíildi en það lætur frá sér og því er súrnun sjávar mun örari hér um slóðir en að jafnaði í heimshöfunum. Áhrif á lífríki hafsins kunna því að koma fyrr fram á íslensku hafsvæði en annars staðar.

Skelfiskur og aðrar kalkmyndandi lífverur eru sérlega viðkvæmar fyrir súrnun hafsins.

Aukin sjávarhiti hefur haft þau áhrif á vistkerfi sjávar að loðnan, sem er kaldsjávartegund, hefur hopað og haldið sig lengra norður í höfum og stofninn dregist saman. Eins má rekja mikinn samdrátt í íslenska bleikjustofninum til hlýnunar. Magn og útbreiðsla makríls, sem löngum hefur verið talið flækingur á Íslandsmiðum, hefur hinsvegar aukist til muna. Svipaða sögu er að segja um skötuselinn, og þó veiðistofninn hafi minnkað á allra síðustu árum er útbreiðslusvæði hans mun víðáttumeira en það var fyrir rúmum tuttugu árum. Stofnar þorskfiskategunda svo sem þorsks, ýsu, spærlings og lýsu hafa stækkað og útbreiðslusvæði þeirra hliðrast til norðurs.

Breytt fæðuskilyrði á landgrunninu við Ísland eru talin líklegasta orsök breytinga á útbreiðslu og aukins fjölda nokkurra hvalategunda í hafinu hér um kring, svo sem hnúfubaks og langreyðar. Hinsvegar hefur fækkað umtalsvert í hrefnustofninum á íslenska landgrunninu. Eins fækkar landsel og útsel stöðugt. Fækkun hefur orðið í flestum sjófuglastofnum og líklega stafar hún af breytingum í þeim fiskistofnum sem þeir leggja sér til munns, og dýrasvifs. Fækkun í sjófuglastofnum hefur svo aftur áhrif á afkomu refa, sér í lagi á svæðum þar sem sjófuglar eru stór hluti fæðunnar. Þess má geta að tíðni landnáms nýrra fuglategunda hér á landi jókst þegar leið á 20. öldina, en haftyrðillinn er aftur á móti hættur að verpa á landinu. Ástæður eru ekki með fullu kunnar, en kenningar eru þess efnis að hlýnun andrúmsloftsins hafi neytt þennan hánorræna sjófugl til að færa sig norður á bóginn með varp sitt.

Fjöldi hnúfubaka hefur aukist hér við land og útbreiðsla þeirra breyst.

Hlýnandi loftslag mun auðvelda ýmsum tegundum dýra og plantna, þar með töldum sníkjudýrum og örverum sem skaðleg eru trjárækt, að nema hér land og tíðni nýrra meindýra hefur aukist í hlýindum síðustu áratuga. Vaxtaraukning skóga á sama tíma hefur þó séð til þess að skemmdir af völdum þessara skaðvalda eru enn litlar á landsvísu. Hlýrri sumur hafa góð áhrif á vaxtartíma úthaga. Það þýðir að uppskera af hverri einingu ræktarlands mun væntanlega aukast og rannsóknir á árunum 1987-2014 sýna að kornuppskera í hlýjustu árunum var 134% meiri á hvern hektara miðað við þau köldustu.

Sumareinærar tegundir, svo sem bygg, hafrar, einær repja, einær nepja og sumarhveiti munu geta haslað sér völl hér á næstu áratugum ef spár ganga eftir, en vetrarhlýindi takmarka aftur á móti möguleikana á að rækta hér vetrareinærar fóður- og nytjajurtir. Aukin útbreiðsla framandi ágengra gróðurtegunda, sem fyrir eru í landinu, hefur aftur á móti haft skaðleg áhrif. Hlýnunin hefur einnig ýtt undir aukna tíðni skordýraplága, breytingar á fartíma og beitarhegðun gæsa og álfta, og vegna meiri þurrka hafa komið upp óvenjustórir gróðureldar.

Býflugnarækt hefur verið að koma undir sig fótunum síðustu tvo áratugi.

Umhirðuþörf í skrúðgarðayrkju hefur aukist til muna, og þar spilar meðal annars inn í lenging vaxtartíma grass og illgresis. Einnig þarf nú að endurnýja sumarblóm í skrautbeðum einu sinni til tvisvar, en áður dugði að gróðursetja þau einu sinni yfir sumartímann. Aukinn fjöldi meindýra og plöntusjúkdóma hefur líka gert vart við sig og allt þetta hefur styrkt rekstrargrunn fyrirtækja á þessu sviði. Býflugnarækt hefur litið dagsins ljós eftir að tók að hlýna, og þar með hunangsgerð, með nokkuð góðum árangri. Nokkrar tilraunir með býflugnarækt hafa verið gerðar hérlendis frá 1936, en áður lifðu búin aldrei af veturna.

Heimildir:

Myndir

Höfundur

Útgáfudagur

13.6.2018

Spyrjandi

Kolbrún Sara

Tilvísun

GrH. „Er eitthvað nýtt að frétta af hlýnun jarðar? “ Vísindavefurinn, 13. júní 2018. Sótt 19. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=75882.

GrH. (2018, 13. júní). Er eitthvað nýtt að frétta af hlýnun jarðar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=75882

GrH. „Er eitthvað nýtt að frétta af hlýnun jarðar? “ Vísindavefurinn. 13. jún. 2018. Vefsíða. 19. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=75882>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er eitthvað nýtt að frétta af hlýnun jarðar?
Í heild var spurningin á þessa leið:

Hvað er hlýnun jarðar? Getið þið sagt eitthvað nýtt um það? Af hverju er þetta að gerast? Og hverjar eru afleiðingarnar?

Hlýnun jarðar er óumdeilanleg og mælingar benda til þess að síðustu áratugi hafi hlýnun numið um 0,17-0,19°C á áratug. Í svari við spurningunni Hvers vegna hlýnar nú á jörðinni? útskýrir Helgi Björnsson þessa þróun svo:

Loftslag hlýnar vegna þess að lofthjúpur jarðar gleypir stöðugt meiri varmageislun frá jörðu. Svokallaðar gróðurhúsalofttegundir gleypa geislunina svo hitinn sleppur ekki út úr lofthjúpnum. Mælingar sýna að síðastliðin 150 ár hefur andrúmsloftið orðið stöðugt þéttari sæng utan um jörðina.

Það er einkum bruni jarðefnaeldsneytis, svo sem olíu og bensíns, sem hefur aukið styrk gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpnum. Parísarsamkomulagið, sem aðildarþjóðir Sameinuðu þjóðanna gerðu með sér árið 2015, miðar við að þjóðirnar vinni að því að hægja á hnattrænni hlýnun jarðar með því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Verði losun þeirra mikil gæti hlýnun í kringum Ísland numið meira en 4°C við lok þessarar aldar, sem er upp undir tvöfalt hærra en markmið Parísarsamkomulagsins.

Í skýrslu vísindanefndar um loftslagsbreytingar (2018) kemur ýmislegt fram um þróun loftslagsmála og hvaða áhrif sú þróun geti haft á og umhverfis Ísland. Hér verður farið yfir nokkur atriði skýrslunnar en við bendum áhugasömum lesendum einnig á að lesa skýrsluna í heild sinni.

Íslenskir jöklar hafa dregist saman um nálægt 2000 km2 síðan í lok 19. aldar, þegar þeir náðu flestir mestri útbreiðslu. Á þessari öld hefur samdrátturinn numið rúmlega 500 km2 eða um 0.35% á ári. Dæmi um slíkt er Okjökull í samnefndu fjalli í Borgarfirði, sem fyrir rúmri öld var um 15 ferkílómetrar og meira en 50 metra þykkur. Árið 2014 var hann afskráður sem jökull þar sem ekki var annað eftir en þunnir, sundurlausir ísflákar.

Mynd tekin árið 2003. Okjökull, sem um aldamótin 1900 var um 15 ferkílómetrar, hafði þá rýrnað niður í um 4 ferkílómetra og árið 2012 mældist hann ekki nema 0,7 ferkílómetrar.

Þegar jöklar bráðna verður breyting á þyngdarsviði næst jöklunum sem dregur úr hækkun sjávar þar en aftur á móti hækkar sjávarstaðan fjær íshvelinu. Þannig dregur bráðnun Grænlandsjökuls úr hækkun sjávar hér við land en bráðnun á Suðurskautslandinu hækkar í staðinn sjávarstöðu við Ísland. Á jöklum Suðurskautslandsins kann óafturkræft hrun að vera hafið, sem getur valdið margra metra hækkun á sjávarborði heimshafanna á einungis nokkrum öldum.

Súrnun sjávar verður þegar styrkur koltvíildis (líka þekkt sem koltvísýringur eða koldíoxíð) í hafi eykst. Greinilegt samband er milli losunar gróðurhúsalofttegunda og súrnunar hafsins, sem staðfest er með beinum mælingum og fræðilegum reikningum. Kalkmyndandi lífverur, svo sem skelfiskur og kórallar, eru sérstaklega viðkvæmar fyrir áhrifum súrnunar. Norður-Atlantshaf er frábrugðið öðrum hafsvæðum að því leyti að á hverju ári tekur það til sín miklu meira koltvíildi en það lætur frá sér og því er súrnun sjávar mun örari hér um slóðir en að jafnaði í heimshöfunum. Áhrif á lífríki hafsins kunna því að koma fyrr fram á íslensku hafsvæði en annars staðar.

Skelfiskur og aðrar kalkmyndandi lífverur eru sérlega viðkvæmar fyrir súrnun hafsins.

Aukin sjávarhiti hefur haft þau áhrif á vistkerfi sjávar að loðnan, sem er kaldsjávartegund, hefur hopað og haldið sig lengra norður í höfum og stofninn dregist saman. Eins má rekja mikinn samdrátt í íslenska bleikjustofninum til hlýnunar. Magn og útbreiðsla makríls, sem löngum hefur verið talið flækingur á Íslandsmiðum, hefur hinsvegar aukist til muna. Svipaða sögu er að segja um skötuselinn, og þó veiðistofninn hafi minnkað á allra síðustu árum er útbreiðslusvæði hans mun víðáttumeira en það var fyrir rúmum tuttugu árum. Stofnar þorskfiskategunda svo sem þorsks, ýsu, spærlings og lýsu hafa stækkað og útbreiðslusvæði þeirra hliðrast til norðurs.

Breytt fæðuskilyrði á landgrunninu við Ísland eru talin líklegasta orsök breytinga á útbreiðslu og aukins fjölda nokkurra hvalategunda í hafinu hér um kring, svo sem hnúfubaks og langreyðar. Hinsvegar hefur fækkað umtalsvert í hrefnustofninum á íslenska landgrunninu. Eins fækkar landsel og útsel stöðugt. Fækkun hefur orðið í flestum sjófuglastofnum og líklega stafar hún af breytingum í þeim fiskistofnum sem þeir leggja sér til munns, og dýrasvifs. Fækkun í sjófuglastofnum hefur svo aftur áhrif á afkomu refa, sér í lagi á svæðum þar sem sjófuglar eru stór hluti fæðunnar. Þess má geta að tíðni landnáms nýrra fuglategunda hér á landi jókst þegar leið á 20. öldina, en haftyrðillinn er aftur á móti hættur að verpa á landinu. Ástæður eru ekki með fullu kunnar, en kenningar eru þess efnis að hlýnun andrúmsloftsins hafi neytt þennan hánorræna sjófugl til að færa sig norður á bóginn með varp sitt.

Fjöldi hnúfubaka hefur aukist hér við land og útbreiðsla þeirra breyst.

Hlýnandi loftslag mun auðvelda ýmsum tegundum dýra og plantna, þar með töldum sníkjudýrum og örverum sem skaðleg eru trjárækt, að nema hér land og tíðni nýrra meindýra hefur aukist í hlýindum síðustu áratuga. Vaxtaraukning skóga á sama tíma hefur þó séð til þess að skemmdir af völdum þessara skaðvalda eru enn litlar á landsvísu. Hlýrri sumur hafa góð áhrif á vaxtartíma úthaga. Það þýðir að uppskera af hverri einingu ræktarlands mun væntanlega aukast og rannsóknir á árunum 1987-2014 sýna að kornuppskera í hlýjustu árunum var 134% meiri á hvern hektara miðað við þau köldustu.

Sumareinærar tegundir, svo sem bygg, hafrar, einær repja, einær nepja og sumarhveiti munu geta haslað sér völl hér á næstu áratugum ef spár ganga eftir, en vetrarhlýindi takmarka aftur á móti möguleikana á að rækta hér vetrareinærar fóður- og nytjajurtir. Aukin útbreiðsla framandi ágengra gróðurtegunda, sem fyrir eru í landinu, hefur aftur á móti haft skaðleg áhrif. Hlýnunin hefur einnig ýtt undir aukna tíðni skordýraplága, breytingar á fartíma og beitarhegðun gæsa og álfta, og vegna meiri þurrka hafa komið upp óvenjustórir gróðureldar.

Býflugnarækt hefur verið að koma undir sig fótunum síðustu tvo áratugi.

Umhirðuþörf í skrúðgarðayrkju hefur aukist til muna, og þar spilar meðal annars inn í lenging vaxtartíma grass og illgresis. Einnig þarf nú að endurnýja sumarblóm í skrautbeðum einu sinni til tvisvar, en áður dugði að gróðursetja þau einu sinni yfir sumartímann. Aukinn fjöldi meindýra og plöntusjúkdóma hefur líka gert vart við sig og allt þetta hefur styrkt rekstrargrunn fyrirtækja á þessu sviði. Býflugnarækt hefur litið dagsins ljós eftir að tók að hlýna, og þar með hunangsgerð, með nokkuð góðum árangri. Nokkrar tilraunir með býflugnarækt hafa verið gerðar hérlendis frá 1936, en áður lifðu búin aldrei af veturna.

Heimildir:

Myndir

...