Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 543 svör fundust

Hver er besta leiðin til að fá „six pack“?

Margir lesendur Vísindavefsins hafa spurt um kviðvöðvann, sem oft er vísað til með ensku orðunum „six pack“ en kallast á íslensku kviðbeinn. Hér er öllum þessum spurningum svarað lið fyrir lið. Félagi minn er ekki með six pack, hann er með eight pack. Er það eðlilegt? Já, það er eðlilegt. Enska orðið „six pa...

Nánar

Hvaða meðferð er hægt að beita við hæðarveiki?

Þegar komið er yfir 2500 m hæð yfir sjávarmáli geta einkenni hæðarveiki (e. high altitude illness) gert vart við sig innan nokkurra daga. Orsök hæðarveiki er súrefnisskortur og ófullnægjandi hæðaraðlögun. Háfjallaveiki (acute mountain sickness, AMS) er langalgengasta birtingarmynd hæðarveiki en lífshættulegur hæð...

Nánar

Hver var Pierre Bourdieu og hvert var framlag hans til félagsvísinda?

Pierre Bourdieu (1930-2002) er einn áhrifamesti félagsvísindamaður síðustu áratuga. Hann var af alþýðufólki kominn en lauk heimspekinámi frá elítuháskóla í París og hóf síðan að vinna að félagsfræðilegum rannsóknum. Hann fékkst frá upphafi við viðamiklar empírískar rannsóknir, bæði eigindlegar og megindlegar, en þ...

Nánar

Þarf maður að vera snillingur til að verða vísindamaður eða -kona?

Í stuttu máli er svarið nei. Skoðum augnablik forsendur þess svars: Fyrst þarf að fallast á einhvers konar skilgreiningar á orðunum „snillingur“ og „vísindamaður“. Hvort manneskja telst vísindamaður eða ekki er misjafnt eftir því hver er spurður. Flestir teldu raunvísindamenn svo sem eðlisfræðinga, efnafræðinga...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um heimspekinginn Peter Singer?

Heimspekingar skiptast í grófum dráttum í tvo hópa. Annars vegar eru þeir sem skoða heimspekina fyrst og fremst út frá sögu hennar. Ástundun heimspekinnar verður þannig nokkurs konar ritskýring á verkum og hugmyndum annarra heimspekinga. Þegar best lætur minnir hún nokkuð á samræðu þar sem hugmyndir þróast í skoða...

Nánar

Hversu algeng eru ristilkrabbamein?

Krabbamein í ristli eru um 7% illkynja æxla á Íslandi. Þau eru meðal tíðustu krabbameina sem greinast hjá vestrænum þjóðum og eru þriðja algengasta dánarorsök hjá krabbameinssjúklingum á Íslandi. Þessi krabbamein eru heldur algengara hjá körlum en konum. Á árunum 2006-2010 var aldursstaðlað nýgengi hér á landi 23,...

Nánar

Hvaða leiðir eru færar til að tala betri íslensku?

Önnur spurning sem brennur á Andrési er hvort það jafngildi því að tala góða íslensku að tala fornt mál. Spurning hans í heild sinni hljóðaði svona: Kæri vísindavefur. Ég hef mikinn áhuga á að vita hvaða leiðir eru færar til að tala betri íslensku. Klassískt svar er við þessari spurningu er að maður eigi að "le...

Nánar

Er hægt að endurlífga útdauð dýr?

Í sögu lífs á jörðinni eru þekktar fimm stórar útdauðahrinur þar sem margar tegundir og fjölskyldur lífvera dóu út. Ein slík hrina varð til dæmis við lok permtímabilsins og önnur í lok krítartímans þegar risaeðlurnar dóu út (endanlega, nema fuglarnir sem eru af þeim komnir). Sjötta útdauðahrinan er hafin. Ólíkt þe...

Nánar

Hvenær varð íslenskt rapp til og hver er saga þess?

Rapptónlist barst afar seint til Íslands, ólíkt til að mynda íslensku dauðarokki, sem skaut rótum nánast samhliða viðlíka hræringum erlendis. Það er velþekkt staðreynd að pönkið kom seint til Íslands; hér sprakk það út 1981 en hafði þá verið í fullum gangi í Bretlandi og Bandaríkjunum fjórum árum fyrr. Íslenska ra...

Nánar

Hvaðan berast nýir smitsjúkdómar í menn?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvaðan berast nýir smitsjúkdómar í menn og hvaðan komu heimsfaraldrar frá upphafi 20. aldar? Reglulega koma fram nýir smitsjúkdómar (e. emerging infectious diseases (EIDs)) sem menn hafa ekki áður þurft að kljást við. Um 75% af nýjum smitsjúkdómum eru svonefndar súnur (e. zoon...

Nánar

Hvaða merkingu hefur hugtakið tegund í líffræði?

Hugtakið tegund vísar til efnis, hlutar eða lífveru sem býr yfir ákveðnum eiginleikum. Í líffræði er tegundahugtakið gagnlegt til að hjálpa okkur að ráða í og fjalla um hinn mikla breytileika meðal lífvera sem við sjáum í lífríkinu. Fjöldi tegunda er gríðarlegur, vísindamenn hafa lýst yfir 1,7 milljónum tegunda og...

Nánar

Hvenær var þjóðsöngur fyrst fluttur við íþróttaleik?

Þjóðsöngvar eru skilgreindir sem söngvar sem tjá tilfinningar í garð föðurlands, einkum í þeim tilgangi að sameina tilheyrandi þjóð. Þeir hafa táknrænt gildi fyrir viðkomandi þjóð og eru af ýmsum toga, allt frá bænum til hermarsa. Þjóðsöngvar voru í auknum mæli teknir í notkun á 19. öld undir áhrifum þjóðernisróma...

Nánar

Fleiri niðurstöður