Sólin Sólin Rís 03:36 • sest 23:29 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:09 • Sest 23:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:22 • Síðdegis: 23:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 17:27 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:36 • sest 23:29 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:09 • Sest 23:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:22 • Síðdegis: 23:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 17:27 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Þarf maður að vera snillingur til að verða vísindamaður eða -kona?

Einar Axel Helgason

Í stuttu máli er svarið nei. Skoðum augnablik forsendur þess svars:

Fyrst þarf að fallast á einhvers konar skilgreiningar á orðunum „snillingur“ og „vísindamaður“. Hvort manneskja telst vísindamaður eða ekki er misjafnt eftir því hver er spurður. Flestir teldu raunvísindamenn svo sem eðlisfræðinga, efnafræðinga eða líffræðinga til vísindamanna. Misjafnt er þó hvort fólk leggi þann skilning í orðið að það vísi almennt til annarra fræðimanna, svo sem félagsfræðinga, heimspekinga eða stærðfræðinga. Þá er ekki minnst á spurninguna um á hvaða stigi náms nemandinn gæti kallað sig vísindamann án þess að vekja forundran.

Þrír miklir vísindamenn. Frá vinstri: Félagsfræðingurinn Émile Durkheim (1858-1917), örverulíffræðingurinn Louis Pasteur (1822-1895) og eðlisfræðingurinn Stephen Hawking (f. 1942).

Við skulum þó hér sættast á að vísindamaður sé manneskja sem hefur (miðað við nútímanámsskipan hérlendis) um það bil lokið að minnsta kosti annarri námsgráðu sinni á háskólastigi og er í stakk búin til að rannsaka og skapa nýja þekkingu á sínu sviði.

Að skilgreina snilling er jafnvel enn frekar vandkvæðum háð. Það mætti jafnvel líta svo á að manneskja sem skapar nýja þekkingu sé fyrir það eitt snillingur; þá yrði vísindamaður eða -kona að vera snillingur skilgreiningu samkvæmt. Líklega er þó gagnlegra að skoða slíkar skilgreiningar á formlegri hátt.

Svokölluð greindarvísitala er próf á getu manna í tiltekinni hugsun og er hönnuð svo að hún segi til um hvernig geta einstaklings stendur miðað við meðaltöl einhvers hóps. Þannig er ætlast til að helmingur manna búi yfir getu sem er betri eða jafnast á við getu manns með greindarvísitölu 100. Sá sem hefur greindarvísitölu 120 er jafngreindur eða greindari en um 90% manna.

Súluritið sýnir hversu stór hluti heimsbyggðarinnar er reiknað með að mælist með tiltekna greindarvísitölu.

Jafnvel með þetta að leiðarljósi er alls ekki augljóst eða einhlítt hvar á þessum kvarða maður ætti að teljast snillingur. Það virðist þó ekki úr vegi að hugsa sér að sá sem mælist greindari en 99% mannkyns teldist snillingur á því sviði greindar sem skoðað er. Þetta telur þær manneskjur sem gætu mælst með greindarvísitölu um 135 eða hærri.

Samkvæmt grein sem birtist í The New York Times árið 2012 mælist meðalgreind þeirra er útskrifast með doktorspróf í Bandaríkjunum um 132. Sú tala er að vísu í hærri kantinum en rétt er að athuga að svo það meðaltal náist er óhugsandi annað en að fjöldi fólks í úrtakinu hafi mælst mun neðar á kvarðanum. Hvernig dreifingin liggur að öðru leyti er erfitt að segja til um með svo takmarkaðar upplýsingar.

Á vef nokkrum sem tengist greindarmælingum má finna umfjöllun um mælda greindarvísitölu sextíu og fjögurra af fremstu vísindamönnum Bandaríkjanna á miðri síðustu öld. Meðal þeirra mældist lægst greindarvísitala 124 en líkt og tekið er fram þar verður að taka tillit til svokallaðra Flynn-hrifa. Því nafni gegnir það fyrirbæri að mæld meðalgreind, það er meðalárangur á greindarprófum, virðist færast í aukana með tímanum. Þar sem greindarvísitölu er ætlað að vera afstæð út frá árangri annarra mundi því gefast lægri greindarvísitala en árið 1952 fyrir sama árangur á prófi.

Mæld greindarvísitala 1952:1

Lággildi

Miðgildi

Hágildi

málgreind

121

166

177

rúmgreind

123

137

164

stærðfræði

128

154

194

Meðaltal

124

152

178

Hvort mark er takandi á þeirri leiðréttingu sem sýnd er á fyrrgreindri vefsíðu er ekki á færi höfundar að dæma um en henni er sjálfsagt að taka með fyrirvara. Ljóst er þó að upphaflegu gögnin komu fram í bók Anne Roe árið 1953 og að svo bera megi þessar mælingar saman við mælda greindarvísitölu nú á dögum þarf að draga svolítið úr þeim tölum sem hér eru gefnar. Í öllu falli má ekki annað sjá en að nóg sé um vísindamenn sem seint teldust ofurgreindir á hinn tæknilega kvarða greindarvísitölunnar.

Ljóst er að fjölmargir þættir koma að velgengni í hverju sem einstaklingur tekur sér fyrir hendur. Þar má nefna heilsufar, þrautseigju, iðjusemi, félagsfærni og útsjónarsemi svo ekki sé minnst á ófyrirsjáanleg og óviðráðanleg atvik af því tagi sem helst yrðu kennd við heppni eða óheppni.

Að lokum ber að geta þess að efni þessa svars er fyrst og fremst til gamans gert. Greindarvísitala er umdeilt hugtak hvað varðar þýðingu, áreiðanleika og sveigjanleika. Að líkindum er greindarvísitala manns ekki meitluð í stein en að hversu miklu leyti henni má hnika er ekki fullljóst.

Hyggilegt væri trúlega að gefa ekki of mikinn gaum hugtökum eins og „snillingur“ þegar lagt er á ráðin um framtíðina; enga óbrigðula tryggingu er að fá fyrir því að atrennur í skóla eða öðrum störfum geti afrek en þeir fiska þó einir sem róa.

Heimildir:

Myndir:

Höfundur

B.S. í stærðfræði

Útgáfudagur

5.3.2013

Spyrjandi

Þórdís Björnsdóttir

Tilvísun

Einar Axel Helgason. „Þarf maður að vera snillingur til að verða vísindamaður eða -kona?“ Vísindavefurinn, 5. mars 2013, sótt 13. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=22495.

Einar Axel Helgason. (2013, 5. mars). Þarf maður að vera snillingur til að verða vísindamaður eða -kona? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=22495

Einar Axel Helgason. „Þarf maður að vera snillingur til að verða vísindamaður eða -kona?“ Vísindavefurinn. 5. mar. 2013. Vefsíða. 13. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=22495>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Þarf maður að vera snillingur til að verða vísindamaður eða -kona?
Í stuttu máli er svarið nei. Skoðum augnablik forsendur þess svars:

Fyrst þarf að fallast á einhvers konar skilgreiningar á orðunum „snillingur“ og „vísindamaður“. Hvort manneskja telst vísindamaður eða ekki er misjafnt eftir því hver er spurður. Flestir teldu raunvísindamenn svo sem eðlisfræðinga, efnafræðinga eða líffræðinga til vísindamanna. Misjafnt er þó hvort fólk leggi þann skilning í orðið að það vísi almennt til annarra fræðimanna, svo sem félagsfræðinga, heimspekinga eða stærðfræðinga. Þá er ekki minnst á spurninguna um á hvaða stigi náms nemandinn gæti kallað sig vísindamann án þess að vekja forundran.

Þrír miklir vísindamenn. Frá vinstri: Félagsfræðingurinn Émile Durkheim (1858-1917), örverulíffræðingurinn Louis Pasteur (1822-1895) og eðlisfræðingurinn Stephen Hawking (f. 1942).

Við skulum þó hér sættast á að vísindamaður sé manneskja sem hefur (miðað við nútímanámsskipan hérlendis) um það bil lokið að minnsta kosti annarri námsgráðu sinni á háskólastigi og er í stakk búin til að rannsaka og skapa nýja þekkingu á sínu sviði.

Að skilgreina snilling er jafnvel enn frekar vandkvæðum háð. Það mætti jafnvel líta svo á að manneskja sem skapar nýja þekkingu sé fyrir það eitt snillingur; þá yrði vísindamaður eða -kona að vera snillingur skilgreiningu samkvæmt. Líklega er þó gagnlegra að skoða slíkar skilgreiningar á formlegri hátt.

Svokölluð greindarvísitala er próf á getu manna í tiltekinni hugsun og er hönnuð svo að hún segi til um hvernig geta einstaklings stendur miðað við meðaltöl einhvers hóps. Þannig er ætlast til að helmingur manna búi yfir getu sem er betri eða jafnast á við getu manns með greindarvísitölu 100. Sá sem hefur greindarvísitölu 120 er jafngreindur eða greindari en um 90% manna.

Súluritið sýnir hversu stór hluti heimsbyggðarinnar er reiknað með að mælist með tiltekna greindarvísitölu.

Jafnvel með þetta að leiðarljósi er alls ekki augljóst eða einhlítt hvar á þessum kvarða maður ætti að teljast snillingur. Það virðist þó ekki úr vegi að hugsa sér að sá sem mælist greindari en 99% mannkyns teldist snillingur á því sviði greindar sem skoðað er. Þetta telur þær manneskjur sem gætu mælst með greindarvísitölu um 135 eða hærri.

Samkvæmt grein sem birtist í The New York Times árið 2012 mælist meðalgreind þeirra er útskrifast með doktorspróf í Bandaríkjunum um 132. Sú tala er að vísu í hærri kantinum en rétt er að athuga að svo það meðaltal náist er óhugsandi annað en að fjöldi fólks í úrtakinu hafi mælst mun neðar á kvarðanum. Hvernig dreifingin liggur að öðru leyti er erfitt að segja til um með svo takmarkaðar upplýsingar.

Á vef nokkrum sem tengist greindarmælingum má finna umfjöllun um mælda greindarvísitölu sextíu og fjögurra af fremstu vísindamönnum Bandaríkjanna á miðri síðustu öld. Meðal þeirra mældist lægst greindarvísitala 124 en líkt og tekið er fram þar verður að taka tillit til svokallaðra Flynn-hrifa. Því nafni gegnir það fyrirbæri að mæld meðalgreind, það er meðalárangur á greindarprófum, virðist færast í aukana með tímanum. Þar sem greindarvísitölu er ætlað að vera afstæð út frá árangri annarra mundi því gefast lægri greindarvísitala en árið 1952 fyrir sama árangur á prófi.

Mæld greindarvísitala 1952:1

Lággildi

Miðgildi

Hágildi

málgreind

121

166

177

rúmgreind

123

137

164

stærðfræði

128

154

194

Meðaltal

124

152

178

Hvort mark er takandi á þeirri leiðréttingu sem sýnd er á fyrrgreindri vefsíðu er ekki á færi höfundar að dæma um en henni er sjálfsagt að taka með fyrirvara. Ljóst er þó að upphaflegu gögnin komu fram í bók Anne Roe árið 1953 og að svo bera megi þessar mælingar saman við mælda greindarvísitölu nú á dögum þarf að draga svolítið úr þeim tölum sem hér eru gefnar. Í öllu falli má ekki annað sjá en að nóg sé um vísindamenn sem seint teldust ofurgreindir á hinn tæknilega kvarða greindarvísitölunnar.

Ljóst er að fjölmargir þættir koma að velgengni í hverju sem einstaklingur tekur sér fyrir hendur. Þar má nefna heilsufar, þrautseigju, iðjusemi, félagsfærni og útsjónarsemi svo ekki sé minnst á ófyrirsjáanleg og óviðráðanleg atvik af því tagi sem helst yrðu kennd við heppni eða óheppni.

Að lokum ber að geta þess að efni þessa svars er fyrst og fremst til gamans gert. Greindarvísitala er umdeilt hugtak hvað varðar þýðingu, áreiðanleika og sveigjanleika. Að líkindum er greindarvísitala manns ekki meitluð í stein en að hversu miklu leyti henni má hnika er ekki fullljóst.

Hyggilegt væri trúlega að gefa ekki of mikinn gaum hugtökum eins og „snillingur“ þegar lagt er á ráðin um framtíðina; enga óbrigðula tryggingu er að fá fyrir því að atrennur í skóla eða öðrum störfum geti afrek en þeir fiska þó einir sem róa.

Heimildir:

Myndir:

...