Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 598 svör fundust

Hvaða land eða lönd eiga Suðurskautslandið?

Suðurskautslandið er í raun heimsálfa án eiganda því það tilheyrir engu ríki. Það þýðir þó ekki að enginn vilji eiga það. Sjö þjóðir hafa gert tilkall til yfirráða yfir ákveðnum landsvæðum Suðurskautslandsins, það eru Argentína, Ástralía, Bretland, Síle, Frakkland, Nýja-Sjáland og Noregur. Sjö ríki hafa gert t...

Nánar

Hefur einhver breyting verið gerð á stjórnarskránni frá hruni?

Já, ein breyting hefur verið gerð en hún var tímabundin og er nú fallin úr gildi. Vorið 2013 – eftir að þáverandi stjórnarmeirihluti féll frá því að láta reyna á að koma stjórnarskrárfrumvarpi byggðu á frumvarpi Stjórnlagaráðs í gegnum þingið – náðist samkomulag um þá breytingu á stjórnarskránni að næsta kjörtímab...

Nánar

Hvað hefur vísindamaðurinn Sigrún Gunnarsdóttir rannsakað?

Rannsóknarsvið Sigrúnar Gunnarsdóttur snýr að velferð starfsfólks með áherslu á starfsumhverfi, samskipti, stjórnun og forystu. Sigrún er hjúkrunarfræðingur og starfaði fyrst í heilsugæslu og síðar hjá heilbrigðisráðuneyti og landlæknisembætti sem verkefnisstjóri heilsueflingar. Í framhaldi af starfi á vettvangi h...

Nánar

Hversu miklu eyðir dæmigerður Íslendingur á mánuði?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hversu miklum pening eyðir persóna á mánuði að meðaltali? Þá fyrir mat, reikninga, föt o.s.frv Breytist það með aldri? Hagstofa Íslands heldur utan um ýmislegt talnaefni, meðal annars tölur um neysluútgjöld Íslendinga. Því miður er eitthvað síðan tölurnar undir þessum lið voru upp...

Nánar

Hvaða dýr dóu út við veðurfarsbreytingar í lok ísaldar?

Samkvæmt tímatali jarðfræðinnar hófst ísöld um allan heim fyrir um 2,6 milljónum ára og henni lauk fyrir um tíu þúsund árum. Ísöld er einnig nefnd pleistósen af jarðfræðingum. Að ísöld lokinni hlýnaði í veðri og úrkoma minnkaði, loftslag varð þá þurrara og í kjölfarið fylgdu breytingar á gróðurfari. Samhliða breyt...

Nánar

Hver voru tíu vinsælustu svörin á Vísindavefnum í desember 2013?

Samkvæmt vefmælingu Modernusar voru tíu vinsælustu svör desembermánaðar á Vísindavefnum árið 2013 þessi hér: Hvenær var byrjað að setja skóinn út í glugga og hvaðan kemur sá siður? Hvernig kæsir maður skötu? Hvaða rólum gafst hún Grýla upp á? Er til eitthvað sem heitir leiðrétt siðblinda? Í jólalaginu 'Jóla...

Nánar

Hver voru tíu vinsælustu svörin á Vísindavefnum í nóvember 2013?

Samkvæmt vefmælingu Modernusar voru tíu vinsælustu svör nóvembermánaðar á Vísindavefnum árið 2013 þessi hér: Hvað er það sem hundar mega ekki éta og af hverju? Af hverju finnst ekki gull í jörðu á Íslandi, er landið of ungt? Hver er vaxtarhraði líkamans og hvernig breytist hann eftir aldri? Hvað er langt síð...

Nánar

Hvort er stærra, Hálslón eða Blöndulón?

Samkvæmt upplýsingum á vef Landsvirkjunar eru Hálslón og Blöndulón mjög svipuð að flatarmáli þegar þau eru full, bæði um 57 km2. Svonefnt miðlunarrými þessara lóna er hins vegar langt frá því að vera það sama. Miðlunarrými Blöndulóns er 400 Gl (gígalítrar) en Hálslóns 2.100 Gl. Hálslón er þess vegna tæplega fimm s...

Nánar

Hversu mörg kjarnorkuvopn hafa verið búin til?

Upphafleg spurning hljóðaði svona: Hversu margar kjarnorkusprengjur hafa verið búnar til? Ómögulegt er að gefa upp nákvæma tölu yfir þær kjarnorkusprengjur sem búnar hafa verið til. Töluverð leyndarhyggja hefur ríkt um kjarnorkubirgðir ríkja en þó hafa Bandaríkin, Rússland, Bretland og Frakkland, að hluta til ...

Nánar

Af hverju er skurnin á sumum soðnum eggjum föst á en ekki á öðrum?

Flestir sem tekið hafa utan af soðnum eggjum kannast við að miserfitt getur verið að ná skurninni af. Stundum nánast flettist skurnin af með örfáum handtökum en í öðrum tilfellum er hún nánast föst við hvítuna þannig að það þarf að kroppa hana af í litlum bitum og oft fylgir hluti af hvítunni með. Á egginu til...

Nánar

Ætti ég að hafa áhyggjur af tilviljanakenndri hrörnun Higgs-sviðsins?

Upprunalega spurningin var: Það er ný kenning sem hræðir mig um false vacuum, er það satt eða ósatt? Hrörnun svonefnds Higgs-sviðs einhvers staðar í alheiminum hefði í för með sér að örsmátt, nærri kúlulaga svæði myndi stækka á ljóshraða í allar áttir. Þessi kúla myndi taka yfir sólkerfi okkar á nokkrum klu...

Nánar

Hvernig verða jarðskjálftar til?

Jarðskorpan er ysta lag jarðarinnar. Margir flekar mynda hana og þeir hreyfast hver miðað við annan. Flekarnir geta nuddast saman á hliðunum, þeir geta ýst hvor frá öðrum og þeir geta líka farið hver undir annan. Allar þessar hreyfingar flekanna byggja upp spennu sem síðan losnar og þá verða jarðskjálftar. ...

Nánar

Hvað búa margir á Íslandi núna og hvað verða það margir eftir fimm ár?

Orðið núna í spurningunni gerir það að verkum að svarið er síbreytilegt. Sá fjöldi sem býr á Íslandi þegar þetta svar er skrifað, í júlí árið 2013, verður eflaust ekki sá sami og þegar svarið er lesið árið 2015 eða 2018. Í stað þess að gefa hér upp ákveðna tölu um fjölda þeirra sem búa á Íslandi, tölu sem verður ú...

Nánar

Fleiri niðurstöður