Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 118 svör fundust

Hvaðan er nafnið á fjallinu Óþola í Dýrafirði komið?

Óþoli er mjög hátt fjall norðan til við dalsmynnið á Gerðhamradal við Dýrafjörð. Þórhallur Vilmundarson telur að merking nafnsins sé ‚hinn óþolinmóði, sá sem bíður ekki‘ og virðist höfða til snjóflóðahættu (Grímnir 2, 116-118). Undir fjallinu stendur bærinn Arnarnes, og segir í Jarðabók Árna Magnússonar og Pál...

Nánar

Hvaða dýr lifa í Kyrrahafinu?

Kyrrahafið er stærsta úthaf jarðar, alls 181 milljón ferkílómetrar, sem er stærra en yfirborð alls landmassa jarðarinnar. Meðaldýpt Kyrrahafsins er 3.940 metrar og þar er að finna dýpstu hafála jarðar, til að mynda Mariana-gjána sem nær 11.034 metra undir yfirborði sjávar. Þar er einnig að finna hæsta fjall jarðar...

Nánar

Hver er stærsti kaupstaður á landinu?

Orðið kaupstaður í íslensku er skilgreint með lögum. Til dæmis er oft talað um að tiltekinn þéttbýliskjarni hafi fengið kaupstaðarréttindi á tilteknum tíma. Þannig er hægt að telja upp kaupstaðina í landinu og líklegt að slíka upptalningu sé að finna á veraldarvefnum. Að þessu leyti er þetta orð miklu betur afmark...

Nánar

Er orðið Kjalarnes hugsanlega komið úr gelísku?

Enginn fótur er fyrir þeirri skýringu að nafnið sé komið úr gelísku. Orðið kjölur er víða í örnefnum og merkir kjalarlaga fell eða fjall eða annað sem líkist kili á skipi sem hvolfir. Sjá um þetta nánar grein eftir undirritaðan, ,,Kjalarnes och andra isländska kjölur-namn", í bókinni Nefningar (Rvk. 2009), bls. 29...

Nánar

Hvernig myndaðist fjallið Hvítserkur?

Spurningin hljóðaði svona í fullri lengd:Hvernig myndaðist hið sérstaka fjall Hvítserkur, sem stendur norðan við Loðmundarfjörð á Austfjörðum? Hvítserkur við Húsavík norðan Loðmundarfjarðar er án vafa eitt af sérstakari fjöllum Íslands. Í útliti er fjallið ólíkt öllum öðrum fjöllum landsins. Það er ljóst yfirli...

Nánar

Hvað þýða orðin "Mont Rass"?

Spyrjandi tilgreinir því miður ekki á hvaða tungumáli hann hefur rekist á þessi orð. Ef hann á við íslensku hefði hann varla þurft að spyrja því að þá er líklegast að hér sé á ferðinni afbökun á orðinu "montrass". Á hinn bóginn þarf þá að gera að minnsta kosti þrjár stafsetningarvillur til að út komi það sem spurt...

Nánar

Hvað er Harðskafi?

Nýjasta bók Arnaldar Indriðasonar ber þetta nafn og sagt er í fréttum af útkomu hennar að hún heiti eftir fjalli fyrir austan. Örnefnið er að minnsta kosti til á fimm stöðum sem hér skulu nefndir: Fjall upp af Eskifirði (Múlasýslur, bls. 370; Eskja I, bls. 74; Árbók 2005:42, 119). Bratt og hátt hamrafjall með...

Nánar

Hversu gamall er Þríhyrningur í Fljótshlíð og hvernig myndaðist hann?

Hér er einnig svarað spurningunni:Hversu gamall er Þríhyrningur í Fljótshlíð og hvernig myndaðist hann? Ef þetta er eldfjall, hvenær gaus það síðast? Þríhyrningur er ofurlítill fjallshryggur úr móbergi með stefnu SV-NA, sem er sprungustefna á Suðurlandi. Þannig hefur fjallið myndast á stuttri gossprungu við eld...

Nánar

Hvar er dýpsta haf jarðar?

Að meðaltali er hafið 5 sinnum dýpra en meðalhæð lands. Samkvæmt National Geographic Atlas er mesta sjávardýpið 10.924 metrar í Marianas djúpsjávarrennunni sem er nálægt eyjunni Guam á Kyrrahafi. Ef hæsta fjall í heimi, Mount Everest (8.882 metrar), væri sett ofan í þessa djúpsjávarrennu þá væri ennþá 2.042 me...

Nánar

Hvort býr steinn yfir meiri orku uppi á fjalli eða niðri í fjöru?

Í svari Stefáns Inga Valdimarssonar við spurningunni Er kraftur sama og orka? segir meðal annars:Orka er eiginleiki sem hlutir búa yfir. Hún kemur fyrir í ýmsum myndum eða orkuformum. Þar á meðal má nefna stöðuorku, hreyfiorku, raforku, spennuorku, varmaorku, efnaorku og kjarnorku. Sambandið á milli krafts og orku...

Nánar

Hvers konar fjall er Akrafjall og hvað er það gamalt?

Akrafjall rís á nesi milli Hvalfjarðar og Leirárvogs. Fjallið er byggt úr stafla af blágrýtislögum sem hallar til suð-austurs, í átt til Vestur-gosbeltisins þar sem hraunin áttu uppruna sinn. Þangað eru nú er um 45 km frá Akrafjalli. Akrafjall. Bergsegulmælingar benda til þess að mót segulskeiðanna Gilbert („...

Nánar

Hvernig myndast fjallseggjar?

Elsta berg á Íslandi er um 16 milljón ára, og þar til ísöld hófst fyrir um 3 milljónum ára má segja að uppbyggingaröflin hafi verið ráðandi. Víðáttumikil blágrýtishraun dreifðust frá gossprungum rekbeltanna yfir fremur flatt og hallalítið land sem litið hefur út líkt og risavaxinn skjöldur, hæstur um miðbik landsi...

Nánar

Hvernig verða fjöllin til?

Það eru til margar gerðir af fjöllum; há og lág, brött og aflíðandi, hvöss og slétt að ofan, dökk fjöll og ljós, stök og í fjallgörðum og svona mætti lengi telja. Ástæðan fyrir þessum fjölbreytileika er sú að fjöllin hafa myndast við mismunandi aðstæður, úr mismunandi kviku og síðan er mismunandi hvernig náttúruöf...

Nánar

Hvers konar fjall er Búrfell í Grímsnesi? Er það hefðbundið móbergsfjall?

Búrfell í Grímsnesi er „hefðbundið móbergsfjall”, sennilega frá næstsíðasta jökulskeiði, það er um 120 þúsund ára gamalt. Fjallið er ekki krýnt hrauni og telst því ekki til stapa. Ef kenningar manna um byggingu móbergsfjalla eru réttar, má vænta þess að í kjarna Búrfells sé bólstraberg, sem myndaðist meðan þrýstin...

Nánar

Hvað er Grikkland stórt og hvað búa margir þar?

Grikkland nær yfir syðsta hluta Balkanskaga og á landamæri í norðri að Albaníu, Makedóníu, Búlgaríu og Tyrklandi. Eitt af einkennum Grikklands er nálægð við sjóinn, en haf umlykur landið á þrjá vegu. Í austri liggur Grikkland að Eyjahafi, að Miðjarðarhafi í suðri og Jónahafi í vestri. Hvergi á Grikklandi eru meir...

Nánar

Fleiri niðurstöður