Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig myndast fjallseggjar?

Elsta berg á Íslandi er um 16 milljón ára, og þar til ísöld hófst fyrir um 3 milljónum ára má segja að uppbyggingaröflin hafi verið ráðandi. Víðáttumikil blágrýtishraun dreifðust frá gossprungum rekbeltanna yfir fremur flatt og hallalítið land sem litið hefur út líkt og risavaxinn skjöldur, hæstur um miðbik landsins.

Upp úr hraunsléttunni hafa staðið megineldstöðvar, hugsanlega jökulkrýndar líkt og Snæfellsjökull og Öræfajökull. Frá þessu jarðsöguskeiði er blágrýtismyndunin á Austfjörðum og á norðvestanverðu landinu, frá Akrafjalli norður og austur að Bárðardal.

1. mynd. Niður í órofna blágrýtishellu (A) byrja skriðjöklar að sverfa dali (B) sem að lokum mætast í hvössum fjallseggjum (C). (Teikning. SSt).

Með ísöldinni breyttist allt, landið huldist jökli og skriðjöklar surfu dali og firði niður í blágrýtishelluna. Þessi þróun er sýnd á einfaldasta hátt í rissinu á 1. mynd, en á 2. mynd er fullkomnari teikning af jökulsorfnu landslagi, sennilega úr Ölpunum. Eggjarnar myndast þegar hæstu brúnir tveggja dala mætast, eins og sýnt er á mynd 1C.

2. mynd. Jökulsorfið landslag. Í hlíðum U-laga megindals eru „hangandi“ hliðardalir sem skerast í fjallseggjum.

Myndir:
  • Fyrri mynd: Teikning S.St.
  • Seinni mynd: Arthur Holmes: Principles of Physical Geology. Nelson, Edinburgh, 1965. Bls. 647.

Útgáfudagur

9.6.2016

Spyrjandi

Tristan Alex Jónsson

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Hvernig myndast fjallseggjar?“ Vísindavefurinn, 9. júní 2016. Sótt 17. september 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=69261.

Sigurður Steinþórsson. (2016, 9. júní). Hvernig myndast fjallseggjar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=69261

Sigurður Steinþórsson. „Hvernig myndast fjallseggjar?“ Vísindavefurinn. 9. jún. 2016. Vefsíða. 17. sep. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=69261>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Guðbjörg Rannveig Jóhannesdóttir

1980

Guðbjörg Rannveig Jóhannesdóttir er nýdoktor við Heimspekistofnun HÍ og lektor við Listaháskóla Íslands. Samband manns og náttúru/umhverfis hefur verið helsta viðfangsefni hennar innan heimspekinnar.