Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 42 svör fundust

Er orðið strákar tengt skandinavíska orðinu kar sem merkir drengur?

Spurning í heild hljóðaði svona: Góðan dag. Hver er uppruni orðsins strákur (et.), strákar (ft.)? Er orðið á einhvern tengt skandinavíska (norska bm/nn) orðinu kar sem í nútímamerkingu þýðir drengur eða unglingspiltur? Er orðið kar t.d. komið frá fornnorrænu af orðinu karl? Nánara væri áhugavert að heyra hvaða...

Nánar

Hvers vegna myndast dökk rönd á maganum á óléttum konum?

Margar konur fá dökka rönd á kviðinn þegar þær eru barnshafandi. Röndin getur orðið næstum einn cm á breidd og nær frá lífbeininu upp að nafla og jafnvel yfir naflann, alla leið að bringspölum (neðsta hluta bringubeins). Rönd þessi kallast linea nigra á latínu, sem þýðir svört rönd. Í raun eru allir með rönd á þ...

Nánar

Bera allir Sikhar sama eftirnafn?

Ég hef heyrt að trúflokkur manna á Indlands/Pakistan-svæðinu sem kallast Sikhar hafi allir sama eftirnafn. Hvers vegna? Sikha-trú er eingyðistrú og skyld bæði hindúatrú og íslam. Sikhar eru um 23 milljónir og langflestir búsettir í Indlandi. Samkvæmt trúarhefð Sikha bera allar konur millinafnið Kaur, sem...

Nánar

Hvers konar prik er kjánaprik?

Orðið kjánaprik er notað í fremur gælandi tóni við krakka. Elsta og í raun eina dæmið í ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr Fjallkirkjunni eftir Gunnar Gunnarsson í þýðingu Halldórs Laxness. Kjánaprik er samsett úr kjáni 'bjáni, einfeldningur' og prik. Margir myndu væntanlega segja að hinir frægu Steini og ...

Nánar

Er álft og svanur sami fuglinn?

Einfalda, stutta svarið er stutt og laggott: Já, oftast nær í íslensku. Latneska tegundarheitið á þessum hvíta og fallega fugli er Cygnus cygnus og er það nefnt til dæmis í Íslenskri orðabók, 3. útg., 2002. Mismunandi orð sem hafa sömu merkingu nefnast í málfræðinni samheiti (e. synonyms). Þótt eiginleg me...

Nánar

Hvernig stendur á því að vatn fossar stöðugt af efstu fjallsbrúnum?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvernig stendur á því að vatn fossar stöðugt af efstu fjallsbrúnum? Hvaðan kemur það og hvaða kraftar eru að verki?Í sjálfsævisögu sinni, Surely You're Joking, Mr. Feynman (Þér getur ekki verið alvara, hr. Feynman) segir hinn frægi eðlisfræðingur Richard Feynman eftirfarand...

Nánar

Hvað er baggalútur?

Baggalútar (hreðjasteinar) myndast í ríólíti (líparíti) við samsöfnun efnis meðan bergið er að storkna. Slík samsöfnun efnis (e. concretions) þekkist líka í seti; dæmi um slíkt eru sandkristallar – stórir, stakir kristallar til dæmis af kalsíti sem vaxa í vatnsósa seti. Baggalútar. Kúlurnar eru um 1,5 cm í þv...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um Fidel Castro?

Fidel Castro er pólitískur leiðtogi á Kúbu. Hann fæddist 13. ágúst árið 1926 og sem ungur drengur vann hann á sykurreyrsekrum og fór í skóla til jesúíta og síðan í Belénframhaldsskólann í Havana. Árið 1945 hóf Castro háskólanám og hann lauk laganámi árið 1950. Sem lögmaður í Havana gætti hann hagsmuna hinna fátæku...

Nánar

Er til orð um samband afa eða ömmu við barnabörn sín?

Spurningin í heild sinni hljóði svona: Hvar heitir samband afa og afabarns? (Á sama máta og feðgar eða mæðgur) Ekkert sambærilegt orð og feðgar, feðgin eða mæðgur, mæðgin er til um samband afa og afabarns eða ömmu og ömmubarns. Afinn og amman geta talað um barnabarn sitt og sagt: „þessi drengur/þessi stúlka er...

Nánar

Hver var gyðjan Ekkó?

Ekkó var fjalladís í grískum goðsögum. Samkvæmt einni sögu varð skógarguðinn Pan ástfanginn af henni en ástin var ekki endurgoldin. Pan tryllti þá fjárhirða nokkra og gengu þeir af Ekkó dauðri. Öllu þekktari er þó sagan af Ekkó og Narkissosi einkum í útgáfu rómverska skáldsins Publiusar Ovidiusar Naso (f. 43 f....

Nánar

Hver er dalai lama?

Dalai lama er heiti á andlegum leiðtoga tíbeskra búddista, svipað og 'páfi' er heiti á leiðtoga rómversk-katólskra manna. Meirihluti íbúa í Tíbet aðhyllist svokallaðan gelu- eða Dge-lugs-pa-búddisma. Í þessari útgáfu af búddisma kallast prestarnir lama. Álitið er að sumir þessara presta, svokallaðir „sprul-sku...

Nánar

Hvað er einræðisríki?

Í einræðisríki eru öll völd ríkisins í höndum eins manns eða lítils hóp manna, sem hafa fullt vald án þess að samfélagið sporni við. Einn af þekktustu einræðisherrum dagsins í dag er Fidel Castro. Castro fæddist 13. ágúst 1926 á sykurplantekru fjölskyldu sinnar í Mayarí í Orienthéraði. Hann vann á sykurreyrs...

Nánar

Á fólk heima á suðurpólnum eða norðurpólnum?

Þegar talað er um suðurpólinn er misjafnt hvort átt er við syðsta punkt jarðarinnar eða Suðurskautslandið allt. Suðurpóllinn sjálfur (í fyrri skilningi orðsins) er ekki mannlaus því frá árinu 1957 hafa Bandaríkjamenn starfrækt þar rannsóknarstöð, Amundsen-Scott South Pole Station. Stöðin er mönnuð allt árið um kr...

Nánar

Hvers konar dýr eru sævespur, eru þær mjög eitraðar?

Sævespur (Cubozoa) tilheyra fylkingu hveldýra eða holdýra (Cnidaria) líkt og kóraldýr (Anthozoa) og marglyttur (Scyphoza). Á ensku er þessi hópur hveldýra kallaðar 'box jellyfish' vegna teningslaga forms möttulsins. Sævespa (Chironex sp.) Nokkrar tegundir sævespa framleiða afar öflugt eitur. Þekktust þessara...

Nánar

Fleiri niðurstöður