Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Hvers konar dýr eru sævespur, eru þær mjög eitraðar?

Jón Már Halldórsson

Sævespur (Cubozoa) tilheyra fylkingu hveldýra eða holdýra (Cnidaria) líkt og kóraldýr (Anthozoa) og marglyttur (Scyphoza). Á ensku er þessi hópur hveldýra kallaðar 'box jellyfish' vegna teningslaga forms möttulsins.

Sævespa (Chironex sp.)

Nokkrar tegundir sævespa framleiða afar öflugt eitur. Þekktust þessara tegunda er Chironex fleckeri, sem gjarnan kallast 'sea wasp' á ensku og mætti nefna sævespu á íslensku. Hún er venjulega talin banvænasta hveldýrið. Á tímabilinu frá 1884 til 1996 er hægt að rekja 64 dauðsföll í Ástralíu til hennar. Þessi tegund finnst í strandsjónum frá norðurhluta Ástralíu og Nýju-Gíneu norður til Filippseyja og Víetnam.

Armar sævespunnar eru allt að 3 metrar á lengd og þaktir milljónum stingfrumna (e. cnidocytes) sem dýrið notar til að veiða og verja sig. Inni í stingfrumunum er svokallað stinghylki. Þegar fruman er látin óáreitt er hylkið samanvafið inni í frumunni. Ef stingfruman verður hins vegar fyrir áreiti, það er að segja ef eitthvert utanaðkomandi fyrirbæri rekst í gikkinn sem liggur utan á frumunni, þá umskautast fruman, stinghylkið skýst út og í bráðina eða það sem áreitti dýrið. Það er talið að eitur úr einni sævespu sé nægjanlegt til að bana 60 manns. Flestir sem verða fyrir stungum af völdum sævespu sleppa þó við þau örlög en finna brunatilfinningu og önnur vægari eitureinkenni.

Skilti sem varar við stingandi sjávardýrum, þar með talið sævespum, á strönd í Queensland í Ástralíu.

Tegundin Chironex fleckeri er nefnd eftir ástralska eiturefnafræðingnum dr. Hugo Flecker (1884–1957). Árið 1955 varð hann vitni að sorglegum atburði þegar fimm ára gamall drengur lést vegna eiturs frá hveldýri undan ströndum Cardwell í Norður-Queenslandi í Ástralíu. Hann fann þrjár tegundir hveldýra í sjónum, þar af eina sem hann þekkti ekki. Hann sendi dýrið til dýrafræðingsins dr. Ronald Southcott í Adelaide sem síðan birti grein þar sem hann kynnti ekki bara nýja tegund heldur einnig nýja ættkvísl. Southcott nefndi ættkvíslina Chironex og er heitið dregið af gríska orðinu cheiro sem þýðir hönd og nex sem mætti útleggjast sem morðingi. Tegundaheitið fleckeri er svo til heiðurs Hugo Flecker sem fann dýrið.

Myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

19.6.2015

Spyrjandi

Auður Björgvinsdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvers konar dýr eru sævespur, eru þær mjög eitraðar?“ Vísindavefurinn, 19. júní 2015. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=69176.

Jón Már Halldórsson. (2015, 19. júní). Hvers konar dýr eru sævespur, eru þær mjög eitraðar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=69176

Jón Már Halldórsson. „Hvers konar dýr eru sævespur, eru þær mjög eitraðar?“ Vísindavefurinn. 19. jún. 2015. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=69176>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers konar dýr eru sævespur, eru þær mjög eitraðar?
Sævespur (Cubozoa) tilheyra fylkingu hveldýra eða holdýra (Cnidaria) líkt og kóraldýr (Anthozoa) og marglyttur (Scyphoza). Á ensku er þessi hópur hveldýra kallaðar 'box jellyfish' vegna teningslaga forms möttulsins.

Sævespa (Chironex sp.)

Nokkrar tegundir sævespa framleiða afar öflugt eitur. Þekktust þessara tegunda er Chironex fleckeri, sem gjarnan kallast 'sea wasp' á ensku og mætti nefna sævespu á íslensku. Hún er venjulega talin banvænasta hveldýrið. Á tímabilinu frá 1884 til 1996 er hægt að rekja 64 dauðsföll í Ástralíu til hennar. Þessi tegund finnst í strandsjónum frá norðurhluta Ástralíu og Nýju-Gíneu norður til Filippseyja og Víetnam.

Armar sævespunnar eru allt að 3 metrar á lengd og þaktir milljónum stingfrumna (e. cnidocytes) sem dýrið notar til að veiða og verja sig. Inni í stingfrumunum er svokallað stinghylki. Þegar fruman er látin óáreitt er hylkið samanvafið inni í frumunni. Ef stingfruman verður hins vegar fyrir áreiti, það er að segja ef eitthvert utanaðkomandi fyrirbæri rekst í gikkinn sem liggur utan á frumunni, þá umskautast fruman, stinghylkið skýst út og í bráðina eða það sem áreitti dýrið. Það er talið að eitur úr einni sævespu sé nægjanlegt til að bana 60 manns. Flestir sem verða fyrir stungum af völdum sævespu sleppa þó við þau örlög en finna brunatilfinningu og önnur vægari eitureinkenni.

Skilti sem varar við stingandi sjávardýrum, þar með talið sævespum, á strönd í Queensland í Ástralíu.

Tegundin Chironex fleckeri er nefnd eftir ástralska eiturefnafræðingnum dr. Hugo Flecker (1884–1957). Árið 1955 varð hann vitni að sorglegum atburði þegar fimm ára gamall drengur lést vegna eiturs frá hveldýri undan ströndum Cardwell í Norður-Queenslandi í Ástralíu. Hann fann þrjár tegundir hveldýra í sjónum, þar af eina sem hann þekkti ekki. Hann sendi dýrið til dýrafræðingsins dr. Ronald Southcott í Adelaide sem síðan birti grein þar sem hann kynnti ekki bara nýja tegund heldur einnig nýja ættkvísl. Southcott nefndi ættkvíslina Chironex og er heitið dregið af gríska orðinu cheiro sem þýðir hönd og nex sem mætti útleggjast sem morðingi. Tegundaheitið fleckeri er svo til heiðurs Hugo Flecker sem fann dýrið.

Myndir:

...