Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 359 svör fundust

Hvers vegna er hægt að kæsa brjóskfiska en ekki beinfiska?

Upphaflega spurningin var þessi:Hvers vegna er hægt að kæsa brjóskfiska, svo sem skötu og hákarl, en ekki beinfiska, sem úldna við sömu meðferð?Brjóskfiskar, svo sem háfiskar, innihalda háan styrk þvagefnis (urea) í holdi sínu, sem hefur það meginhlutverk að viðhalda réttum osmótískum þrýstingi í vefjum þeirra. Ve...

Nánar

Stinga strútar höfðinu í sand þegar þeir eru hræddir?

Þessi spurning fjallar um atriði sem er á mörkum þjóðfræði og náttúrufræði, og verður að skoða svarið í því ljósi. Í heimildum er uppruni þeirrar sagnar, að strútar stingi höfðinu í sandinn, rakinn til Jobsbókar Biblíunnar og Náttúrusögu (Historia naturalis) Pliníusar eldri (23-79 e.Kr.). Strútar voru algengir í ...

Nánar

Hvers vegna er eldur heitur og ís kaldur?

Eldur kviknar þegar súrefni (ildi) kemst að eldfimu efni og hiti er nógu hár til að koma eldinum af stað. Þá losnar svokölluð efnaorka úr læðingi, sameindir efnisins fara að hreyfast með miklum hraða og sleppa sem gas frá efninu sem er að brenna. Þessi hreyfing sameindanna er einmitt til marks um það sem við köllu...

Nánar

Af hverju fær fólk bólur?

Margir hafa sent inn spurningu um bólur. Aðrir spyrjendur eru Sigrún Óskarsdóttir, Berglind Ýr Jónasdóttir, Anna Hjörleifsdóttir, Trausti Salvar Kristjánsson og Margrét Friðriksdóttir, auk fleiri spyrjenda. Ein tegund kirtla í húðinni eru fitukirtlar. Í langflestum tilvikum er hver þeirra tengdur einum hársekk. Þ...

Nánar

Hver fann upp Barbie-dúkkuna og hvað er hún gömul?

Það er Bandaríkjakonan Ruth Handler sem á heiðurinn af Barbie, einni mest seldu dúkku heims. Fyrsta eintak dúkkunnar kom á markaðinn þann 9. mars árið 1959 á hinni bandarísku árlegu “Toy Fair” vörusýningu. Barbie er því farin að nálgast fimmtugt. Ruth hafði tekið eftir því að Barbara dóttir hennar vildi heldur ...

Nánar

Hvað eru freknur?

Freknur eru litlar skellur af litarefninu melaníni í húðinni. Þær eru mjög mismunandi á stærð, oftast álíka stórar og títuprjónshaus en geta runnið saman og þá orðið stærri. Freknur myndast við sams konar ferli og þegar við verðum sólbrún (sjá svar sama höfundar við spurningunni Hvers vegna verðum við brún af því ...

Nánar

Af hverju nýtum við ekki vindorku í öllu þessu brjálaða roki á Íslandi?

Helsta ástæða þess að vindorka hefur lítið verið nýtt hérlendis er sú að kostnaður við að framleiða rafmagn með henni hefur verið mun meiri en fyrir vatnsafls- og jarðhitavirkjanir. Með hærra raforkuverði, þróun aðferða og bættri tækni, meðal annars betri nýtni vindmylla, verður vindorka sífellt raunhæfari valkost...

Nánar

Af hverju er sagt „ég stökk hátt" en ekki „ég stökk háa"?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Af hverju segir maður "ég synti langt" og "ég stökk hátt", en "ég söng illa" og "ég keyrði glannalega"? Ætti maður þá ekki að segja "ég söng illt" og "ég keyrði glannalegt"? Eða "ég synti langa" og "ég stökk háa" Hvaða lógík er á bakvið þetta? Í spurningunni er um að...

Nánar

Er vitað hvernig Skessugarður myndaðist?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Er vitað hvernig Skessugarður inn við Sænautafell/Grjótháls myndaðist og er fleiri slíkar myndanir að finna víðar á landinu? Skessugarður er mikill ruðningshryggur gerður úr ferlegu, dílóttu stórgrýti og liggur þvert yfir Grjótgarðsháls frá vestri til austurs, vestan við Grjótg...

Nánar

Af hverju haldast hlutir eins og atóm og sameindir saman í heilu lagi?

Í þessu samhengi ber fyrst að nefna rafstöðukrafta. Flestir hafa séð hvað gerist ef blöðru er nuddað upp við hár manns. Þá er hægt að festa blöðruna upp í loft og hárin sem blöðrunni var nuddað upp að standa upp í loft og hvert út frá öðru. Núningurinn hefur þá framkallað krafta sem láta hárin fjarlægjast hvert an...

Nánar

Hvaða áhrif hefur kólera á líkamann?

Kólera er bráð þarmasýking sem orsakast af staflaga bakteríunni Vibrio cholerae. Tíminn sem líður frá smitun þar til einkenni kóleru koma fram, svokallaður meðgöngutími (e. incubatory period) sjúkdómsins, er stuttur eða frá innan við einum degi til fimm daga. Bakterían myndar iðraeitur (e. enterotoxin) sem verk...

Nánar

Hvaða örverur eru í bjór?

Bjórbruggun felur í sér nokkur skref og örverur koma að flestum þeirra, ef ekki öllum, allt frá hráefnisframleiðslu til geymslu fullbúinnar vöru. Örveran sem mest er nýtt til bjórframleiðslu er einfruma sveppur, svokallaður gersveppur (e. yeast), af ættkvísl Saccharomyces (Bokulich & Bamforth, 2013). Sveppurinn ge...

Nánar

Fleiri niðurstöður