Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1443 svör fundust

Hvað er kossageit og hvernig smitast hún?

Kossageit (e. impetigo) er sýking í ystu lögum húðarinnar sem í flestum tilfellum orsakast af svokölluðum A-streptókokka-bakteríum (keðjukokkum). Í um þriðjungi tilfella má finna bakteríuna Staphylococcus aureus (klasakokka) ýmist eina sér eða með streptókokkunum. Stafýlókokkar og streptókokkar geta einnig verið í...

Nánar

Hvaðan er orðið skötuhjú komið?

Elsta dæmi um orðið skötuhjú í Ritmálsskrá Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum er frá árinu 1898. Dæmið er úr tímaritinu Fjallkonunni og þar segir: "karl og kerling, einhver ljótustu skötuhjú, sem ég hefi séð á ævi minni." Önnur dæmi í Ritmálsskránni benda til þess að skötuhjú hafi í fyrstu aðeins ver...

Nánar

Hvað eru til margar dýrategundir í heiminum?

Á jörðinni er afar fjölbreytt dýralíf og um þessar mundir eru þekktar um 1,5 milljónir dýrategunda. Innan dýraríkisins (Animalia) skiptast tegundirnar í mjög ólíka hópa dýra sem aðskildust tiltölulega snemma í þróunarsögunni. Dýr skiptast fyrst í fylkingar hryggleysingja (Protochordata) og seildýra (Chordata)m en ...

Nánar

Hver er tala Grahams?

Tala Grahams er efra mark á stærð lausnar á ákveðnu vandamáli í Ramsey-fræði. Sú fræði heitir eftir stofnanda sínum, Frank P. Ramsey (1903 - 1930), og leitast við að svara spurningum um hversu marga hluti við þurfum að hafa til að fá ákveðna reglu eða byggingu í heildarsafn þeirra. Sem einfalt dæmi um vandamál í R...

Nánar

Hvað gerir skeifugörnin í okkur?

Garnirnar eða þarmarnir eru sá hluti meltingarvegarins sem tekur við af maganum. Þeir eru meginhluti meltingarvegarins. Fyrst koma smáþarmarnir eða mjógirni og svo stórþarmur eða ristill. Fyrsti hluti smáþarmanna, sem tekur við fæðumaukinu úr maganum heitir skeifugörn. Eins og nafnið bendir til er skeifugörn ...

Nánar

Hvað éta froskar?

Froskdýr tilheyra einum af fimm flokkum hryggdýra. Flestir froskar eru kjötætur og éta allt sem hreyfist og er nógu lítið til að rúmast í munni þeirra, til dæmis alls konar flugur og skordýr. Stærstu gerðir froska éta jafnvel slöngur, mýs, litlar skjaldbökur og mögulega minni froska. Baulfroskur (Rana catesbe...

Nánar

Hvað er í gangi með síldina í Kolgrafafirði?

Síld er svokallaður torfufiskur. Í einum hópi eða flekk geta verið allt að nokkrar milljónir einstaklinga. Síldartorfur hreyfast líkt og um eina sjálfstæða lífveru væri að ræða. Um það má lesa meira í svari við spurningunni Getið þið sagt mér eitthvað um síld?. Spyrjandi er væntanlega að velta fyrir sér af hver...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um flæðigos eða hawaiísk eldgos?

Flæðigos, oft einfaldlega kölluð hraungos, eru einkum af tvennu tagi. Annars vegar gos á sprungum sem eru frá nokkrum upp í tugi kílómetra á lengd, og hins vegar dyngjugos þar sem kvikan kemur að miklu leyti upp um eitt gosop. Strókar af glóandi kvikuflikkjum rísa tugi eða hundruð metra upp af gosopunum, en gosmök...

Nánar

Hætta stúlkur að stækka einu ári eftir að tíðablæðingar hefjast?

Vaxtarhraði stelpna nær hámarki um það bil ári áður en þær byrja á blæðingum. Eftir að blæðingar hefjast dregur úr vaxtarhraðanum en vöxtur hættir þó ekki, stelpur geta hækkað um 5-6 cm eftir að blæðingar hefjast. Nákvæmlega hvenær vöxtur stöðvast er einstaklingsbundið en ekki er óalgengt að það sé einu til tveimu...

Nánar

Hverjir eru helstu hjartagallarnir sem börn greinast með?

Það eru margir hjartagallar sem börn greinast með en á Íslandi eru það þrír sem eru algengastir: Op á milli gátta (e. atrial septal defect, skammstafað ASD). Op milli slegla (e. ventricular septal defect, skammstafað VSD). Opin fósturæð (e. patent ductus arterio, skammstafað PDA). Op á milli gátta Stun...

Nánar

Gera „hitakrem“ eitthvað gagn við bólgum?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Gera „hitakrem“ eitthvað gagn við bólgum? Af hverju hitnar manni þegar kremið er borið á mann? Algengustu gerðir hitakrema (til dæmis Deep heat™) innihalda svokölluð húðroðavaldandi efni (e. rubefacients). Þau orsaka húðertingu sem hefur í för með sér roða vegna aukins blóð...

Nánar

Hvað getur þú sagt mér um afríska buffla?

Afríski buffallinn (Syncerus caffer) greinist í tvær deilitegundir, gresjubuffal (S. caffer caffer) og skógarbuffal (S. caffer nanus). Flokkunarfræðilega tilheyrir tegundin ættbálki klaufdýra (Artiodactyla), ættinni Bovidae og undirætt nautgripa (Bovinae). Heimkynni gresjubuffla. Gresjubuffallinn er nokkuð s...

Nánar

Hvað er mannkynið gamalt?

Hér er gengið út frá því að átt sé við hvenær Homo, ættkvísl manna, hafi komið fram. Í svari við spurningunni: Hvar í heiminum er talið að mannkynið sé upprunnið? eftir Haraldur Ólafsson kemur meðal annars fram að talið sé að fyrir fimm til sex milljónum ára hafi verið komin fram í Afríku tegund sem þróaðist t...

Nánar

Hvað er lungnaþemba og hverjar eru afleiðingar hennar?

Lungnaþemba er sjúkdómur sem lýsir sér með mæði og hósta. Hún kemur ekki skyndilega fram heldur þróast sjúkdómurinn í fjölda ára eða jafnvel áratugum saman. Yfir 80% lungnasjúkdóma stafa af reykingum og þar er lungnaþemba ekki undanskilin. Aðrar ástæður fyrir lungnaþembu eru loftmengun og ertandi lofttegundir eða ...

Nánar

Fleiri niðurstöður