Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvað éta froskar?

Steinunn Björg Böðvarsdóttir, Esther Helga Klemenzardóttir og Rakel Ósk Sigurðardóttir

Froskdýr tilheyra einum af fimm flokkum hryggdýra. Flestir froskar eru kjötætur og éta allt sem hreyfist og er nógu lítið til að rúmast í munni þeirra, til dæmis alls konar flugur og skordýr. Stærstu gerðir froska éta jafnvel slöngur, mýs, litlar skjaldbökur og mögulega minni froska.

Baulfroskur (Rana catesbeiana, e. bullfrog) er mikill tækifærissinni þegar kemur að mat. Hér gæðir hann sér á fiski.

Froskar nota yfirleitt tunguna sem veiðitæki. Hún er fest fremst í munni þeirra og vísar aftur, öfugt við það sem gerist hjá okkur. Þegar bráð er í nánd skjóta þeir út klístraðri tungunni, grípa fæðuna og rúlla svo tungunni með fæðunni inn aftur og gleypa í sig matinn. Til eru froskategundir sem hafa enga tungu en þeir troða fæðunni þá bara upp í kjaftinn með framlöppunum og gleypa hana.

Sumir froskar eru eitraðir. Eitrið er ekki til þess að veiða bráð heldur einungis til varnar gegn öðrum dýrum. Það eru nefnilega ýmsar tegundir dýra sem éta froska, til dæmis fiskar, slöngur, fuglar, aðrir froskar, sléttuúlfar, krókódílar, refir, leðurblökur og mörg fleiri.

Heimildir og mynd:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2013.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

19.6.2013

Spyrjandi

Alexander Örn Kristjánsson

Tilvísun

Steinunn Björg Böðvarsdóttir, Esther Helga Klemenzardóttir og Rakel Ósk Sigurðardóttir. „Hvað éta froskar?“ Vísindavefurinn, 19. júní 2013. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=49445.

Steinunn Björg Böðvarsdóttir, Esther Helga Klemenzardóttir og Rakel Ósk Sigurðardóttir. (2013, 19. júní). Hvað éta froskar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=49445

Steinunn Björg Böðvarsdóttir, Esther Helga Klemenzardóttir og Rakel Ósk Sigurðardóttir. „Hvað éta froskar?“ Vísindavefurinn. 19. jún. 2013. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=49445>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað éta froskar?
Froskdýr tilheyra einum af fimm flokkum hryggdýra. Flestir froskar eru kjötætur og éta allt sem hreyfist og er nógu lítið til að rúmast í munni þeirra, til dæmis alls konar flugur og skordýr. Stærstu gerðir froska éta jafnvel slöngur, mýs, litlar skjaldbökur og mögulega minni froska.

Baulfroskur (Rana catesbeiana, e. bullfrog) er mikill tækifærissinni þegar kemur að mat. Hér gæðir hann sér á fiski.

Froskar nota yfirleitt tunguna sem veiðitæki. Hún er fest fremst í munni þeirra og vísar aftur, öfugt við það sem gerist hjá okkur. Þegar bráð er í nánd skjóta þeir út klístraðri tungunni, grípa fæðuna og rúlla svo tungunni með fæðunni inn aftur og gleypa í sig matinn. Til eru froskategundir sem hafa enga tungu en þeir troða fæðunni þá bara upp í kjaftinn með framlöppunum og gleypa hana.

Sumir froskar eru eitraðir. Eitrið er ekki til þess að veiða bráð heldur einungis til varnar gegn öðrum dýrum. Það eru nefnilega ýmsar tegundir dýra sem éta froska, til dæmis fiskar, slöngur, fuglar, aðrir froskar, sléttuúlfar, krókódílar, refir, leðurblökur og mörg fleiri.

Heimildir og mynd:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2013.

...