Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 127 svör fundust

Hvernig varð Guð til?

Hér er einnig svarað spurningum Ásláks Ingvarssonar, Lindu Guðjónsdóttur, Stefáns Freys Stefánssonar, Lilju Guðmundsdóttur, Dags Torfasonar, Ingu Jónu Kristjánsdóttur og Jóhönnu Kristínar Gísladóttur sama efnis. Guð væri ekki Guð ef hann hefði einhvern tímann orðið til líkt og ég eða þú. Þá væri hann maður, dýr...

Nánar

Er hægt að kljúfa vatn með öðrum hætti en rafmagni?

Já, vatn má til dæmis kljúfa í jónir með öflugu oxunar/andoxunarhvarfi. Dæmi um slíkt er hvarf natrínmálms við vatn, en natrín er líkt og aðrir alkalímálmar afar öflugt andoxunarefni og hvarfast mjög hratt komist það í snertingu við vatn, samkvæmt eftirfarandi hvarfi: 2Na + 2H2O → 2Na+ + 2OH- + H2 Hér ...

Nánar

Er hægt að deyja úr leiðindum í dönskutíma?

Vísindavefurinn veit ekki til þess að neinn hafi gefið upp öndina í dönskutíma, alla vega ekki úr eintómum leiðindum. Hins vegar þorum við ekki að fullyrða neitt um það mál, það gæti vel verið að mörg slík tilfelli hafi átt sér stað en þau hafi ekki verið skjalfærð. Nánar er fjallað um dönsku, leiðinlega kenna...

Nánar

Af hverju er ekki veður á tunglinu eins og á jörðinni?

Hér er einnig að finna svar við spurningunni "Hvers vegna er ekkert loft á tunglinu?" frá Sölva Hrafni.Nokkur atriði falla undir það sem við köllum "veður". Þar á meðal eru vindur, hiti, raki og loftþrýstingur. Vindurinn er ekkert annað en loft á hreyfingu. Þegar við segjum að nú sé heitt í veðri erum við að vísa ...

Nánar

Hver er talinn vera mesti frumkvöðull hagfræðinnar fyrr og síðar?

Það er ekki til neitt eitt rétt svar við þessari spurningu því að það er ekki til neinn algildur mælikvarði á gæði hagfræðinga eða hve miklir frumkvöðlar þeir eru. Væntanlega mundu flestir þó svara að Adam Smith (1723-1790) sé helsti brautryðjandi hagfræðinnar og hann er oft nefndur faðir fræðigreinarinnar. Sm...

Nánar

Hver er sjálfum sér næstur?

Við höfum eftir áreiðanlegum heimildum að niðurstöður nýjustu rannsókna með fullkomnustu mælitækjum gefi til kynna að svarið við þessari spurningu sé hver og einn en hvor mun vera um 2 mm frá sjálfum sér. Einnig höfum við af því spurnir að fáeinir, sumir, ýmsir og jafnvel allir hafi náð allgóðum árangri, eða innan...

Nánar

Hver er munurinn á fléttum og skófum? Eru skófir fléttur?

Orðin fléttur og skófir eru að vissu marki mismunandi nöfn yfir sama fyrirbærið, sambýli svepps og þörunga. Þó er viss merkingarmunur á orðunum eins og skýrt verður hér á eftir. Orðið fléttur í þessari merkingu kemur fyrst fyrir í bók Helga Jónssonar, Bygging og líf plantna - Grasafræði, sem út kom árið 1906. ...

Nánar

Hvert er sjaldgæfasta spendýr í heimi?

Svarið við þessari spurningu er ekki auðfundið því að í fyrsta lagi greinir menn á hvort sumar tegundir séu útdauðar eða ekki. Í öðru lagi eru stofnstærðir margra sjaldgæfra tegunda sem lifa í regnskógum og á öðrum torfærum svæðum afar illa þekktar. Þó er vitað um nokkrar tegundir sem hafa stofnstærð sem telur vel...

Nánar

Hvernig æxlast fléttur?

Fléttur eru sambýli sveppa og ljóstillífandi lífveru, ýmist blábaktería (Cyanobacteria) eða grænþörungs. Sveppurinn fjölgar sér oft með kynæxlun og myndar þá gró í svokölluðum öskum en langflestir fléttumyndandi sveppir tilheyra ætt asksveppa (Euascomycetidae). Spírandi sveppagróið verður að finna hentugan samb...

Nánar

Hver er munurinn á falli og vörpun í stærðfræði?

Oftast er ekki gerður neinn greinarmunur á skilgreiningunni á vörpun og falli. Hins vegar er stundum munur á því hvernig orðin eru notuð. Vörpun eða fall, F, er skilgreint sem ákveðin „aðgerð“ sem úthlutar sérhverju staki úr tilteknu mengi, köllum það A, staki í öðru mengi sem kalla má B (sjá dæmi á mynd). Stakið ...

Nánar

Átti Skafti heima í Skaftafelli?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Nú er ég úr Vestur-Skaftafellssýslu og hef stundum velt fyrir mér öllum þessum heitum tengdum við "Skafta" (t.d. Skaftá) og að þetta gríðarlega landflæmi sem Vestur og Austur-Skaftafellssýsla tilheyrir. Var Skafti maður sem átti heima í Skaftafelli? Eða er átt við eitthvað landfræ...

Nánar

Hvað eru harðsperrur? Hvað veldur þeim og hvernig má draga úr þeim?

Harðsperrur eru afleiðing skemmda sem verða í vöðvum þegar þeir framkvæma vinnu. Harðsperrur koma helst þegar vöðvi myndar kraft um leið og hann lengist en það kallast eftirgefandi vöðvastarf eða bremsukraftur. Krafturinn sem einstakar vöðvafrumur geta myndað er mestur undir slíkum kringumstæðum. Vöðvasýni ú...

Nánar

Fleiri niðurstöður