Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3425 svör fundust

Hafið þið svör við öllum spurningum?

Já, satt að segja er ég farinn að halda að við eigum "svör" við öllum spurningum ef tíminn væri nægur. Þá á ég við að það sé sama hvað þú spyrð okkur, um sveppasósu eða blaðgrænu, himinblámann eða um eðli spurninga, til dæmis hvaða spurning sé erfiðust, þá eiga vísindi og fræði alltaf eitthvað í handraðanum um mál...

Nánar

Hvaða áhrif hafa hálfnaktar poppstjörnur á 8-12 ára stelpur?

Niðurstöður nýlegrar rannsóknar sem gerð var í Evrópu gáfu til kynna að 20% þeirra 12 ára barna, sem tóku þátt í rannsókninni, tækju poppstjörnur sér til fyrirmyndar. Það er því ljóst að poppstjörnur eru fyrirmyndir barna og það setur þær í einstaka aðstöðu til að geta haft bæði slæm og góð áhrif á börn og ungling...

Nánar

Hversu gamlar eru pýþagórískar þrenndir?

Saga pýþagórískra þrennda er mun eldri en saga Pýþagórasar. Á leirtöflu frá Babýlon sem talin er vera frá um 1700 f. Kr. og er nefnd Plimpton 322 hafa fundist skýr merki um áhuga og þekkingu á pýþagórískum þrenndum. Plimpton 322 leirtaflan. Fyrstu línur töflunnar líta þannig út, aðlagaðar að nútímarithætti me...

Nánar

Af hverju varpast skuggar ekki í lit?

Flestir hlutir kringum okkur lýsa ekki af eigin rammleik og eru einungis sýnilegir af því að ljós frá lýsandi hlutum skín á þá og þeir endurkasta því. Það er þetta endurkastaða ljós sem við sjáum síðan frá þessum hlutum. Venjulegt ljós sem lýsir upp umhverfi okkar, til dæmis sólarljós eða ljós frá venjulegum r...

Nánar

Skilja kindur hver aðra?

Margir lesendur Vísindavefsins hafa áhuga á gáfnafari sauðkinda. Við höfum meðal annars svarað spurningunni Eru kindur gáfaðar? Þar segir til dæmis: Við getum fullyrt að kindur eru frekar heimskar í samanburði við manninn, en ef við miðum við önnur jórturdýr er ekki gott að segja hvort kindurnar séu eftirbátar þe...

Nánar

Er Reykjanes það sama og Suðurnes?

Áður fyrr var skýr munur á Reykjanesi og Suðurnesjum. Árni Magnússon handritasafnari gerir grein fyrir þessu í riti sínu Chorographica Islandica. Hann segir um Reykjanes: Fyrir vestan Grindavík, milli hennar og Hafna, er Reykjanes, hraunvaxið land og brunnið og graslaust að fráteknu Grasfelli (so heitir eitt fell...

Nánar

Ógna tilraunir CERN með stóra sterkeindahraðlinum tilvist heimsins?

Svarið er einfalt nei. Á bak við það liggja margvísleg rök sem byggjast á þekkingu sem menn hafa aflað sér á náttúrunni á umliðnum öldum og árþúsundum. Auk þess má segja að náttúran svari þessu sjálf á einfaldan hátt því að í náttúrunni gerast svipaðar "tilraunir" ótt og títt, til dæmis þegar orkumiklir geimgeisla...

Nánar

Get ég notað vetni sem brennsluefni á útigrillið mitt?

Própangas er algengasta brennsluefni fyrir útigrill í heiminum en metangas (jarðgas) er lítillega notað. Ekki er hægt að nota vetni á útigrill sem gerð eru fyrir própangas (Agagas, Gasol, Kosanga, Primus) eða metangas. Ástæðan er sú að í grillum og eldavélum eru brennarar sem eru hannaðir með tilliti til þess efni...

Nánar

Er hægt að kalla allar lífverur í sjónum fiska?

Í heild hljóðar spurningin svona:Er hægt að kalla allar lífverur í sjónum fiska, þ.e. er það samheitið. Er til dæmis hægt að segja að svif og áta séu líka fiskar? Stutta svarið við þessari spurningu er nei. Lífið í hafinu er margbreytilegt og svifið, það er dýrasvifið, inniheldur egg og seyði fiska ásamt krabba...

Nánar

Hversu lengi eru áldósir og plastflöskur að brotna niður í náttúrunni?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hversu lengi eru áldósir og plastflöskur að brotna niður í náttúrunni og hvaða skaðlegu efni geta losnað? Ál er mjög sterkt efni og er því mjög lengi að brotna niður í náttúrunni. Hversu fljótt það eyðist fer eftir því hversu mikil veðrunin er, það er vindur, úrkoma...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um rauða hunda?

Rauðir hundar eru veirusjúkdómur alveg eins og mislingar og hlaupabóla. Á þriggja til fjögurra ára fresti kemur upp faraldur en ekki stafar eins mikil smithætta af sjúkdómnum eins og af mislingum og hlaupabólu. Flestir fá mislinga snemma á lífsleiðinni en aftur á móti fá margir rauða hunda fram eftir öllum aldr...

Nánar

Gætu stjörnurnar verið frumagnir í risavaxinni veru sem við erum inni í?

Það samrýmist ekki heimsmynd nútíma vísinda að stjörnurnar og himingeimurinn séu byggingareiningar einhverrar lífveru. Vegna þess að hraði boðskipta takmarkast við ljóshraðann og geimurinn er firnastór mundu boðskipti innan slíkrar lífveru taka þvílíkan óratíma að fáir mundu vilja kenna slíkt við líf. Hins vegar k...

Nánar

Hver er stærsti harði diskur í heimi og hver á hann?

Ég tel að við þessari spurningu sé ekki til neitt eitt rétt svar og kemur þar aðallega þrennt til: Það er skilgreiningaratriði hvað er harður diskur. Í stórum tölvukerfum er notað kerfi sem kallast RAID en það stendur fyrir "Redundant Array of Independent Disks". Þar eru margir harðir diskar tengdir saman en f...

Nánar

Fleiri niðurstöður