Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 805 svör fundust

Ef maður þýðir enska bók yfir á íslensku og þýðir þýðinguna svo yfir á ensku, er maður þá ekki að afþýða hana?

Hér er skemmtilegur orðaleikur á ferð og vissulega mætti svara spurningunni játandi, að minnsta kosti í nafni hans. Við nánari athugun kemur þó strax í ljós að bókin verður ekki afþýdd nema hún verði þýdd að nýju. Ferli af þeim toga býður upp á ýmsar pælingar um þýðingar almennt, hvað þær feli í sér og í hverju ga...

Nánar

Hver var fyrst sendur í trúboðserindum til Íslands?

Fyrir skömmu barst Vísindavefnum spurningin: Hver var fyrsti íslenski trúboðinn? Leitaðist undirritaður við að svara þeirri spurningu með hliðsjón af þeim skilgreiningum og meginviðhorfum sem almennt hefur verið gengið út frá í rannsóknum á trúboði meðal germanskra þjóða á miðöldum. Í rannsóknum hefur almennt v...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um andaglas?

Vísindavefnum berast reglulega spurningar um ýmiss konar yfirnáttúrlega hluti, svo sem stjörnuspeki, galdra og drauga. Þessum spurningum er sjaldan svarað, þar sem yfirnáttúruleg fyrirbæri eru samkvæmt skilgreiningu ekki viðfang vísindanna. Þótt hér verði fjallað um slíkt er það því ekki til marks um að þessi þuma...

Nánar

Geta veirur verið óvinir manna?

Öll spurningin var: Hvað hefur heimspekin að segja um hugtakið óvinur? Geta veirur verið óvinir manna? Innan heimspeki er að finna aldalanga hefð fyrir umfjöllun um vináttu, til að mynda hafa meira en tveggja árþúsunda gamlar hugmyndir Aristótelesar (384–322 f.Kr.) um vináttu orðið mörgum að viðfangsefni. M...

Nánar

Skapa peningar hamingju?

Svarið við þessari spurningu er í stuttu máli: Já, en að takmörkuðu leyti í þróuðum löndum eins og Íslandi. Fræðimenn hafa sýnt fram á að fjölskyldulíf, vinátta og hjónabönd hafa mun meiri áhrif á hamingju fólks á Vesturlöndum heldur en tekjur og eignir. Engu að síður er sú trú útbreidd að peningar og efnislega...

Nánar

Hvað er loftslag og hvernig getur það breyst með tímanum?

Með orðinu ‚loftslag‘ er átt við heildarmynd veðurs á tilteknum stað eða svæði, þegar veðrið er skoðað yfir lengri tíma, þannig að skammvinnar sveiflur veðursins jafnast út. Þegar við segjum til dæmis að loftslag í Kaupmannahöfn sé hlýrra en í Reykjavík, þá meinum við ekki að hitamælirinn þar standi hærra en hér a...

Nánar

Hvar og hvenær var COVID-19-veiran fyrst raðgreind?

Veiran SARS-CoV-2 veldur sjúkdómnum COVID-19 og heimsfaraldri. Erfðaefni veirunnar er einsþátta RNA-strengur. Með því að nota aðferðir sameindalíffræði er hægt að raðgreina erfðaefni veirunnar. Það þýðir að röð basa í erfðaefni hennar er lesin, allir um það bil 29.900 basarnir.[1] Miðað við opinberlega aðgengil...

Nánar

Hvernig verkar sundmaginn í fiskum?

Fyrst er þess að geta að hlutur í vatni leitar niður á við ef hann er þyngri en vatnið sem hann ryður frá sér en hlutur sem er léttari en vatnið leitar upp á við. Hlutur sem hefur jafnmikinn massa og vatnið sem hann ryður frá sér er hins vegar í jafnvægi. Þetta byggist á lögmáli Arkímedesar og á einnig við um loft...

Nánar

Hvaða munur er á eddukvæðum og dróttkvæðum?

Elstu varðveittu eddukvæði eru væntanlega frá sama tíma og elstu varðveittu dróttkvæðin þar sem segir frá bardögum konunga sem seðja hræfuglana með bardagafýsn sinni og hugdirfsku. Eins og eddukvæðin eru dróttkvæðin einungis varðveitt í ungum handritum, þeim elstu frá 13. öld, en fræðimenn hafa talið að þau séu mö...

Nánar

Hvað forðar geimferju frá loftsteinum á leið inn í gufuhvolf jarðar?

Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum:Hvers vegna rekast geimför aldrei á aðskotahluti út í geimnum? Er hægt að forðast það? (Þorvaldur Hermannsson)Stafar jörðinni hætta af svokölluðu geimrusli, og ef svo er, er hægt að eyða því? (Trausti Salvar)Er það rétt að á sporbaug um jörðu þjóti skrúfur og annað dras...

Nánar

Fleiri niðurstöður