Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hvað er klóróform, hvaða áhrif hefur það á líkamann og hvað veldur sefandi áhrifum þess?

Þórdís Kristinsdóttir

Klóróform (e. chloroform) er lífrænt efnasamband með sameindaformúluna CHCl3. Við stofuhita er það litlaus vökvi með sæta lykt. Efnið er tríhalómetan, en halómetan eru efnasambönd þar sem einu fjögurra vetnisatóma í metani (CH4) hefur verið skipt út fyrir halógenatóm. Suðumark klóróforms er 61,2°C, bræðslumark er -63,5°C og eðlismassi þess er 1,48 g/cm3. Efnið er ekki eldfimt en er rokgjarnt og brennur ef því er blandað saman við eldfimari efni. Það er öflugur leysir fyrir ýmis lífræn efni sem notuð eru í rannsóknum og er til dæmis nytsamlegt til þess að vinna lýtinga (e. alkaloid), sem notaðir eru í lyfjaiðnaði, úr plöntum. Auk þess er klóróform notað við framleiðslu á litarefnum og meindýraeitri svo dæmi séu tekin.

Meginpartur alls klóróforms í heiminum er myndað af mönnum, afgangurinn myndast í náttúrunni og er talið að 90% af klóróformi í andrúmsloftinu sé af náttúrulegum uppruna. Náttúrulegt klóróform er helst myndað af brúnum, rauðum og grænum þara, en ákveðnar tegundir stórþörunga og brún- og grænþörunga mynda það einnig.

Klóróform var um tíma notað sem deyfilyf, til dæmis í aðgerðum, en notkun þess í þeim tilgangi var hætt þegar eituráhrif klóróforms komu í ljós.

Í iðnaði er klóróform myndað með því að blanda klór og ýmist klórómetani eða metani og er blandan hituð upp í 400-500°C. Helstu nyt klóróforms í dag eru til framleiðslu á tefloni. Á hverju ári eru mörg milljón tonn af klóróformi mynduð í iðnaði til framleiðslu á tefloni og kæliefnum. Notkun þess í kæliefnamyndun fer þó sífellt minnkandi vegna þess að mörg efni í flokknum tríhalómetan, líkt og klóróform, eru mengandi og talin krabbameinsvaldandi. Áður fyrr var klóróform einnig notað í tannkrem, hóstasaft, smyrsl og fleiri vörur.

Klóróform var fyrst framleitt í júlí 1831 af bandaríska lækninum Samuel Guthrie (1782-1848) þegar hann blandaði saman viskí og klórlegnu súraldini, en það var Jean-Baptiste Dumas (1800-1884) sem nefndi efnasambandið árið 1834. Fæðingarlæknirinn James Young Simpson (1811-1870) gerði tilraunir með deyfingaráhrif efnisins á sjálfum sér árið 1847 og hóf síðan að nota það sem deyfilyf fyrir konur í fæðingu. Eftir það breiddist notkun klóróforms í aðgerðum hratt út um Evrópu. Í Bandaríkjunum tók það að hluta við af eter sem deyfilyf í byrjun tuttugustu aldarinnar. Ekki leið þó á löngu þar til notkun klóróforms í þessum tilgangi var hætt eftir að eituráhrif þess komu í ljós.

Sé klóróform borið að vitum fólks getur það fallið í yfirlið.

Klóróform er bæði skaðlegt umhverfinu og heilsu manna. Innöndun klóróformgufu veldur bælingu á miðtaugakerfinu. Möguleg skýring á verkan þess er að efnið hraðar hreyfingu kalínjóna gegnum ákveðin kalíngöng í taugafrumum og minnkar þannig næmni þeirra og hefur slævandi áhrif. Innöndun klóróforms getur leitt til svima, þreytu og höfuðverks og til langtíma getur það einnig valdið lifrar- og nýrnaskemmdum, auk þess sem efnið er talið geta verið krabbameinsvaldandi. Kalíngöng skipta meðal annars máli við stjórnun á boðspennu í hjartavöðva og ef þau starfa ekki rétt getur það valdið hjartasláttaróreglu. Slík óregla getur verið banvæn og er það ein hættulegasta afleiðing klóróforms og helsta ástæða þess að hætt var að nota það sem deyfilyf. Almennt veldur klóróform skaða á sömu líffærum og líffærakerfum hjá fólki, en hversu mikill skaðinn er getur verið breytilegt milli einstaklinga. Einnig skiptir máli hversu lengi einstaklingar eru útsettir fyrir efninu, í hve miklu magni og hvort efninu er andað inn, það borðað eða snert.

Margir kannast ef til vill við notkun á klóróformi úr kvikmyndum. Þegar klóróform er notað í annarlegum tilgangi getur það meðal annars valdið yfirliði sé það borið að vitum fólks. Enn fremur getur það ruglað fólk í ríminu og jafnvel valdið dauða. Banvænn skammtur af innönduðu klóróformi þarf ekki að vera meiri en 10 ml og er dánarorsök þá oftast öndunar- eða hjartastopp.

Heimildir:

Myndir:

Höfundur

nemi í læknisfræði við HÍ

Útgáfudagur

17.10.2012

Spyrjandi

Hafþór Freyr Líndal, f. 1996, Kristján Geirsson

Tilvísun

Þórdís Kristinsdóttir. „Hvað er klóróform, hvaða áhrif hefur það á líkamann og hvað veldur sefandi áhrifum þess?“ Vísindavefurinn, 17. október 2012. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=61759.

Þórdís Kristinsdóttir. (2012, 17. október). Hvað er klóróform, hvaða áhrif hefur það á líkamann og hvað veldur sefandi áhrifum þess? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=61759

Þórdís Kristinsdóttir. „Hvað er klóróform, hvaða áhrif hefur það á líkamann og hvað veldur sefandi áhrifum þess?“ Vísindavefurinn. 17. okt. 2012. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=61759>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er klóróform, hvaða áhrif hefur það á líkamann og hvað veldur sefandi áhrifum þess?
Klóróform (e. chloroform) er lífrænt efnasamband með sameindaformúluna CHCl3. Við stofuhita er það litlaus vökvi með sæta lykt. Efnið er tríhalómetan, en halómetan eru efnasambönd þar sem einu fjögurra vetnisatóma í metani (CH4) hefur verið skipt út fyrir halógenatóm. Suðumark klóróforms er 61,2°C, bræðslumark er -63,5°C og eðlismassi þess er 1,48 g/cm3. Efnið er ekki eldfimt en er rokgjarnt og brennur ef því er blandað saman við eldfimari efni. Það er öflugur leysir fyrir ýmis lífræn efni sem notuð eru í rannsóknum og er til dæmis nytsamlegt til þess að vinna lýtinga (e. alkaloid), sem notaðir eru í lyfjaiðnaði, úr plöntum. Auk þess er klóróform notað við framleiðslu á litarefnum og meindýraeitri svo dæmi séu tekin.

Meginpartur alls klóróforms í heiminum er myndað af mönnum, afgangurinn myndast í náttúrunni og er talið að 90% af klóróformi í andrúmsloftinu sé af náttúrulegum uppruna. Náttúrulegt klóróform er helst myndað af brúnum, rauðum og grænum þara, en ákveðnar tegundir stórþörunga og brún- og grænþörunga mynda það einnig.

Klóróform var um tíma notað sem deyfilyf, til dæmis í aðgerðum, en notkun þess í þeim tilgangi var hætt þegar eituráhrif klóróforms komu í ljós.

Í iðnaði er klóróform myndað með því að blanda klór og ýmist klórómetani eða metani og er blandan hituð upp í 400-500°C. Helstu nyt klóróforms í dag eru til framleiðslu á tefloni. Á hverju ári eru mörg milljón tonn af klóróformi mynduð í iðnaði til framleiðslu á tefloni og kæliefnum. Notkun þess í kæliefnamyndun fer þó sífellt minnkandi vegna þess að mörg efni í flokknum tríhalómetan, líkt og klóróform, eru mengandi og talin krabbameinsvaldandi. Áður fyrr var klóróform einnig notað í tannkrem, hóstasaft, smyrsl og fleiri vörur.

Klóróform var fyrst framleitt í júlí 1831 af bandaríska lækninum Samuel Guthrie (1782-1848) þegar hann blandaði saman viskí og klórlegnu súraldini, en það var Jean-Baptiste Dumas (1800-1884) sem nefndi efnasambandið árið 1834. Fæðingarlæknirinn James Young Simpson (1811-1870) gerði tilraunir með deyfingaráhrif efnisins á sjálfum sér árið 1847 og hóf síðan að nota það sem deyfilyf fyrir konur í fæðingu. Eftir það breiddist notkun klóróforms í aðgerðum hratt út um Evrópu. Í Bandaríkjunum tók það að hluta við af eter sem deyfilyf í byrjun tuttugustu aldarinnar. Ekki leið þó á löngu þar til notkun klóróforms í þessum tilgangi var hætt eftir að eituráhrif þess komu í ljós.

Sé klóróform borið að vitum fólks getur það fallið í yfirlið.

Klóróform er bæði skaðlegt umhverfinu og heilsu manna. Innöndun klóróformgufu veldur bælingu á miðtaugakerfinu. Möguleg skýring á verkan þess er að efnið hraðar hreyfingu kalínjóna gegnum ákveðin kalíngöng í taugafrumum og minnkar þannig næmni þeirra og hefur slævandi áhrif. Innöndun klóróforms getur leitt til svima, þreytu og höfuðverks og til langtíma getur það einnig valdið lifrar- og nýrnaskemmdum, auk þess sem efnið er talið geta verið krabbameinsvaldandi. Kalíngöng skipta meðal annars máli við stjórnun á boðspennu í hjartavöðva og ef þau starfa ekki rétt getur það valdið hjartasláttaróreglu. Slík óregla getur verið banvæn og er það ein hættulegasta afleiðing klóróforms og helsta ástæða þess að hætt var að nota það sem deyfilyf. Almennt veldur klóróform skaða á sömu líffærum og líffærakerfum hjá fólki, en hversu mikill skaðinn er getur verið breytilegt milli einstaklinga. Einnig skiptir máli hversu lengi einstaklingar eru útsettir fyrir efninu, í hve miklu magni og hvort efninu er andað inn, það borðað eða snert.

Margir kannast ef til vill við notkun á klóróformi úr kvikmyndum. Þegar klóróform er notað í annarlegum tilgangi getur það meðal annars valdið yfirliði sé það borið að vitum fólks. Enn fremur getur það ruglað fólk í ríminu og jafnvel valdið dauða. Banvænn skammtur af innönduðu klóróformi þarf ekki að vera meiri en 10 ml og er dánarorsök þá oftast öndunar- eða hjartastopp.

Heimildir:

Myndir:...