Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 977 svör fundust

Hvað er MERS-veira og hvernig smitast hún?

MERS-CoV er ein þeirra sjö kórónuveira sem vitað er að geta sýkt menn, eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvað eru til margar kórónuveirur sem sýkja menn og dugar ónæmi gegn einni þeirra fyrir hinum? Sjúkdómurinn sem veiran veldur kallast MERS (e. Middle East respiratory syndrome). Hann kemur fram sem ...

Nánar

Hafa gróðurhúsaáhrifin einhverjar jákvæðar afleiðingar?

Gróðurhúsalofttegundir og ský gleypa í sig varmageislun frá jörðinni og endurgeisla svo hluta hennar til baka niður til jarðar1. Þetta vermir yfirborð jarðar upp um nærri 33°C að meðaltali, og ljóst er að án þessara áhrifa væri jörðin ísi hulin og óvíst um líf á henni. Náttúruleg gróðurhúsaáhrif eru því tvímælalau...

Nánar

Börðust blökkumenn í Þrælastríðinu?

Stutta svarið er einfaldlega já, en þó ekki í upphafi Þrælastríðsins. Tildrög borgarastríðs Bandaríkjanna, eða Þrælastríðsins, voru meðal annars ósætti landbúnaðarríkja sunnanmegin í landinu við skattlagningu ríkisins á ýmsar vörur sem iðnvæddu ríkin norðar í landinu gátu framleitt sjálf en Suðurríkin ekki. Að ...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um barrskógabeltið?

Barrskógabelti jarðar, sem gengur gjarnan undir orðinu taiga í erlendum málum, liggur aðallega á svæðum á milli 50° og 60° norðlægrar breiddar, allt í kringum norðurpól. Mestir eru barrskógarnir í Rússlandi þar sem langstærstur hluti þeirra vex, auk þess sem skógarnir teygja sig suður yfir landamærin til norðurhlu...

Nánar

Af hverju er Satúrnus með hringi?

Hér er einnig svarað spurningu Bjarna Gunnarssonar:Hvað eru "hringir Satúrnusar" og hvað er svona merkilegt við þá?Hringir Satúrnusar eru vitaskuld helsta einkenni þessarar mikilfenglegu reikistjörnu. Þeir sáust fyrst árið 1610 þegar ítalski stjörnufræðingurinn Galíleó beindi sjónauka sínum í átt að reikistjörnunn...

Nánar

Hvernig er leysiljósið unnið?

Til þess að fá grófa mynd af því hvernig leysir vinnur skulum við taka samlíkingu við fyrirbæri sem flestir þekkja. Á rokktónleikum og útisamkomum eiga hátalarakerfin það til að væla af sjálfu sér. Hér erum við með hringrás; hljóðmerki berast til hljóðnema, sem breytir þeim í rafmerki og sendir til magnara. Magnar...

Nánar

Hvernig fer heilinn í okkur að því að muna?

Fyrst er rétt að gera sér grein fyrir því að minnið er býsna margbrotið og rannsóknir sálfræðinga hafa sýnt að greina má að ólík afbrigði þess. Aðgreining langtímaminnis og skammtímaminnis er til að mynda vel þekkt og hugtakið skammtímaminni er almenningi býsna tamt þótt hann noti það kannski ekki í nákvæmlega söm...

Nánar

Hver eru áhrif hita og kulda á mannslíkamann?

Hér er einnig að finna svar við spurningu Guðlaugar Björnsdóttur Hvers vegna lækkar líkamshiti hjá sumu fólki þegar það veikist?Uppruni varmaorkunnar í líkama okkar liggur í fæðunni. Líkaminn myndar varma við efnahvörf, það er þegar hann er að brjóta niður sykur, fitu og prótein sem fengin eru úr fæðunni sem við b...

Nánar

Hver er skyldleiki kengúra við aðrar tegundir og hvernig þróuðust þær?

Vísindamenn telja að aðskilnaður á milli legkökuspendýra og pokadýra hafi orðið á meðan risaeðlur ríktu enn á jörðinni. Ennfremur sýna nýlegar rannsóknir að þriðji hópur spendýra, nefdýr (Monotremata), en til hans heyra breiðnefur og mjónefur, hafi skilist frá fyrrnefndu tveimur flokkunum nokkuð fyrr. Hvenær þetta...

Nánar

Getið þið sagt mér allt um blettatígur?

Á erlendum tungum er blettatígurinn (Acinonyx jubatus) nefndur 'cheetah' sem upprunnið er úr hindí og þýðir sá blettótti. Hann er eini meðlimur undirættarinnar Acinonychinae enda byggingarlag hans frábrugðið öðrum kattardýrum. Bæði er hann grannvaxinn og hlutfallslega lappalengri en aðrir kettir. Fjölmörg önnur lí...

Nánar

Hvar er mesta þéttbýli í Bandaríkjunum?

Samkvæmt upplýsingum um Bandaríkin á Wikipediu búa tæpar 314 milljónir manna í Bandaríkjunum en íbúaþéttleiki er tæplega 34 íbúar á ferkílómetra (km2). Til samanburðar er íbúaþéttleiki Íslands um 10 sinnum minni en í Japan 10 sinnum meiri. Íbúaþéttleiki Bandaríkjanna er tiltölulega lítill miðað við önnur lönd. ...

Nánar

Hvað eru vindstrókar og hvernig myndast þeir?

Flestir vindsveipir myndast þar sem vindhraði eða vindátt taka snöggum breytingum. Á það bæði við á örsmáum mælikvarða, til dæmis við húshorn, jafnt sem í stórum veðurkerfum, jafnt lóðrétt og lárétt. Þeir staðir sem valda rofi í straumi, til dæmis skarpar brúnir í landslagi, eru sérlega líklegir myndunarstaðir. Sö...

Nánar

Hvað eru til margar refategundir í heiminum?

Til eru tuttugu og þrjár tegundir refa í heiminum sem flokkaðar eru í fimm ættkvíslir. Tegundaríkasta ættkvíslin nefnist vulpes, innan hennar eru 12 tegundir. Meðal þeirra er rauðrefurinn (Vulpes vulpes) sem lifir á víðlendum svæðum í Evrasíu og Norður-Ameríku og mun vera útbreiddastur allra refa. Önnur tegund inn...

Nánar

Fleiri niðurstöður