Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 5959 svör fundust

Um hvað er Íslendingabók Ara fróða?

Íslendingabók er yfirlit yfir sögu íslensku þjóðarinnar frá landnámi til ársins 1118. Hún var samin á árunum 1122–32 af prestinum Ara Þorgilssyni (1068–1148) sem hlaut síðar viðurnefnið hinn fróði. Sagt er frá helstu landnámsmönnum, fyrstu lagaskipan, setningu Alþingis, skiptingu landsins í fjórðunga og fundi Græn...

Nánar

Er til íslenskt orð yfir phubbing?

Margir hafa vanið sig á að líta á símann sinn hvar sem er, til dæmis á fundum eða veitingastöðum. Þetta fyrirbæri, sem flestir þekkja, hefur fengið heitið phubbing á ensku og er sett saman úr ensku orðunum phone ‘sími’ og snub ‘hunsa’. Phubbing er hunsunin sem maður sýnir öðrum með því að líta á símann í stað þess...

Nánar

Hvað voru vökulögin og af hverju voru þau sett?

Skömmu eftir aldamótin 1900 tóku Íslendingar að veiða fisk á togurum. Fyrsti togarinn sem var gerður út frá Íslandi og í eigu Íslendinga hét Coot og fór fyrst til veiða árið 1905. Árið 1911 höfðu landsmenn eignast tíu togara, árið eftir 20; árið 1920 urðu þeir 28. Togararnir voru miklu stærri skip en höfðu verið n...

Nánar

Hvaða rannsóknir hefur Sigurbjörn Árni Arngrímsson stundað?

Sigurbjörn Árni Arngrímsson er prófessor í íþróttafræði við deild heilsueflingar, íþrótta og tómstunda á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Frá haustinu 2015 hefur hann verið í 20% starfshlutfalli við háskólann því hann fékk skipun til fimm ára sem skólameistari Framhaldsskólans á Laugum. Sigurbjörn stundar fyrst...

Nánar

Hvað hefur vísindamaðurinn Anna Helga Jónsdóttir rannsakað?

Anna Helga Jónsdóttir er tölfræðingur sem stundar rannsóknir á vefstuddri kennslu. Hún gegnir stöðu dósents í tölfræði við Raunvísindadeild Háskóla Íslands og hefur áhuga á ýmis konar líkanagerð, sér í lagi á sviði kennslumála. Helstu rannsóknarverkefni Önnu Helgu undanfarin ár snúa að rannsóknum á stærðfræði- og ...

Nánar

Hvað er kona?

Einfalt svarið við spurningunni Hvað er kona? er: "kvenkyns einstaklingur af tegundinni Homo sapiens" eða með öðrum orðum, einstaklingur sem fæðist með XX-litninga en ekki XY, er með píku og leg en ekki tippi og fær brjóst þegar hún verður kynþroska, fær ekki skegg og fer ekki í mútur. En spurningin er margslungna...

Nánar

Voru til vísindamenn á Íslandi árið 1944?

Upprunalega spurningin var: Hvað voru til margir vísindamenn á Íslandi og var hægt að læra að verða vísindamaður á Íslandi 1944? Svo að byrjað sé dálítið snemma voru Íslendingar vanir að búa við háskólann í Kaupmannahöfn áður en þeir eignuðust háskóla sjálfir. Þar, eins og í flestum evrópskum háskólum, var ætl...

Nánar

Hvenær var fyrsta tölvan fundin upp, hver gerði það og hve öflug var hún?

Það er ekki auðvelt að segja hvaða tæki eigi að bera titilinn „fyrsta tölvan“. Vandamálið er að allt frá miðöldum höfðu menn verið að hanna sífellt fullkomnari vélrænar reiknivélar. Einn þeirra var stærðfræðingurinn, frumkvöðullinn, heimsspekingurinn, uppfinningarmaðurinn og vélaverkfræðingurinn Charles Babbage, s...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um haustfeta?

Haustfeti (Operophtera brumata) er fiðrildategund af ætt feta (Geometridae). Í Evrópu er útbreiðsla hans frá Miðjarðarhafi til nyrstu slóða Skandinavíu, austur um Asíu norðan fjallgarðanna miklu til Japans. Auk þess er hann innfluttur til Nova Scotia í Kanada. Á Íslandi finnst hann um sunnanvert landið frá Borgar...

Nánar

Af hverju er stundum vond lykt af heita vatninu?

Hér er einnig svarað spurningunum:Af hverju er mismikil lykt af heitu vatni? Hvaðan og hvers vegna kemur ákveðin lykt sem ferðamenn tala alltaf um þegar þeir fara í sturtu? Margir finna vonda lykt af heitu vatni á Íslandi, lykt sem minnir á ónýt egg, prump eða þá hverasvæði. Lyktin stafar af lofttegundinni bre...

Nánar

Hve mikið er af koltvísýringi kringum jörðina?

Koltvísýringur sem einnig er nefndur koltvíoxíð og koltvíildi, er lofttegund sem hefur á síðustu árum vakið meiri athygli en ætla mætti af því hve sáralítið er af henni í andrúmsloftinu, en hlutfall koltvíoxíðs af rúmmáli lofthjúpsins er einungis 0,037%. Ef allt koltvíoxíð lofthjúpsins væri samankomið óblandað öðr...

Nánar

Fleiri niðurstöður