Hraunfossar er heiti fallegra smáfossa sem renna undan Hallmundarhrauni út í Hvítá. Vatnið í fossunum er tært lindarvatn en jökulvatn er í Hvítá svo andstæður fossanna og Hvítár eru þarna miklar. Ofan við Hraunfossa eru litlir fossar eða flúðir í Hvítá, og kallast þær einu nafni Barnafoss. Þar fellur Hvítá fram af...
Talið er að innstu 300-500 km Plútós séu úr grjóti sem ef til vill sé blandað vatni og ís. Þar fyrir utan er líklega þykkt íslag, en ein kenning gerir ráð fyrir lagi af lífrænu efni fyrir utan grjótkjarnann.
Nánar er fjallað um Plútó í þessum svörum:Á plánetan Plútó systurplánetu/hnött? Er Plútó ennþá flokkuð s...
Okkur er ekki kunnugt um að upplýsingar um Leif Ásgeirsson liggi fyrir á Veraldarvefnum og lausleg leit bendir ekki til þess. Hins vegar var gefin út bók sem er helguð minningu hans árið 1998. Í bókinni er meðal annars allrækileg ævisaga Leifs eftir Jón Ragnar Stefánsson dósent. Þar eru einnig birtar greinar sem L...
Aspartam er selt undir nafninu Nutrasweet og er tilbúið efni sem finnst ekki í náttúrunni. Það er um 200 sinnum sætara en venjulegur sykur og á því byggist notkun efnisins. Aspartam er búið til úr tveimur amínósýrum en prótein eru einnig búin til úr amínósýrum. Þegar aspartam berst inn í líkamann klofnar það niður...
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvernig myndast lungnakrabbamein og hvaða áhrif hefur það á reglulega starfsemi lungnanna?
Lungnakrabbamein verður til við illkynja breytingu í lungnavef. Á hverjum degi öndum við að okkur 10.000 lítrum af lofti sem inniheldur ógrynnin öll af smáum eindum sem geta bæði beint og ó...
Sólkerfið fór að mótast fyrir um það bil 5000 milljón árum úr gríðarmiklu gas- og rykskýi. Skýið varð fyrir truflun og byrjaði að falla saman. Þrýstingur í miðju þess jókst þar til hann dugði til þess að svokallaður kjarnasamruni hæfist en hann er enn að gerast í sólinni og gefur henni orku sína. Skýið hafði í upp...
Fullkominn demantur samanstendur einungis af kolefnisfrumeindum. Hver og ein kolefnisfrumeind tengist fjórum öðrum kolefnisfrumeindum með sterkum samgildum tengjum og saman mynda frumeindirnar grind eins og sjá má á mynd 1. Þessi sterku tengi valda því að bræðslumark demanta er hæst allra náttúrulegra efna, 3547°C...
Grasið er grænt vegna litarefnisins blaðgrænu (Chlorophyll) sem er staðsett í grænukornum í laufblöðum plöntunnar. Þetta efni sinnir einu mikilvægasta hlutverkinu í plöntunni sem er kallað ljóstillífun (Photosynthesis). Með ljóstillífun framleiðir plantan næringarefni eins og kolvetni, prótín og fleira. Dýr og men...
Saltnámur eru uppgufunarset, það er að segja set sem verður til við það að vatn gufar upp og efni sem voru uppleyst í því falla til botns. Saltnámurnar myndast nánar tiltekið við uppgufun úr heitum innhöfum sem og úr stöðuvötnum þar sem uppgufun er jöfn innstreymi í vatnið eða hraðari. Dæmi um hið síðarnefnda eru ...
Ljósið hegðar sér ýmist sem agnir eða bylgjur eftir aðstæðum. Þegar það birtist sem agnir ferðast það á afar einfaldan hátt eftir beinum línum. Þegar það kemur fram sem bylgjur er hegðun þess að flestu leyti hliðstæð öðrum bylgjum sem við þekkjum, svo sem bylgjum á vatni, bylgjum í streng, hljóðbylgjum í lofti eða...
Þetta er góð og mikilvæg spurning sem snertir mörg merkileg mál.
Það er rétt að kjarninn í jörðinni er „alltaf“ heitur, það er að segja næstum því endalaust. Hitinn inni í jörðinni er allt að 7000 stig á Celsius (°C). Hann á sér nokkrar orsakir en þeirra veigamest er geislavirkni: Í iðrum jarðar er talsvert af ...
Ormagöng eru fræðileg fyrirbæri sem skjóta upp kollinum við útleggingar á almennu afstæðiskenningunni. Samkvæmt kenningum er hugsanlegt að þau megi nota til að flytja sig til fjarlægra staða í alheiminum á örskotstundu eða jafnvel til að fara aftur í tímann eða til annarra alheima. Þrátt fyrir að hugmyndin um orma...
Meðalþvaglát eru um það bil einn og hálfur lítri á dag. Endanlegt þvag myndast við þrjú ferli sem fara fram í svokölluðum nýrungum (e. nephrons) sem eru starfseiningar nýrnanna. Í hvoru nýra eru um það bil ein milljón nýrunga. Í grófum dráttum eru helstu hlutar nýrunga:
nýrnahnoðri (e. renal corpuscle) sem sama...
Hugtakið sál hefur margs konar merkingu, og hefur gegnt lykilhlutverki í trúarbrögðum. Náttúruvísindi fjalla um náttúruna og reyna að skýra fyrirbæri hennar náttúrlegum skilningi. Sálfræði hefur mótast af þeirri hefð. Því er það svo, þó undarlegt megi telja, að sálfræðin fjallar í raun ekki um hugtakið sál. Þó má ...
Þegar frumur skipta sér breytist fjöldi atóma ekki endilega, heldur skiptast þau milli nýju frumnanna tveggja. Hins vegar eru lifandi frumur sífellt að skiptast á efnum (atómum) og orku við umhverfi sitt. Þegar fruma vex og þyngist hefur hún einfaldlega tekið til sín meira efni úr umhverfinu en hún skilar aftur ti...
Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!