Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 142 svör fundust

Gætu mörgæsir lifað á Íslandi?

Mörgæsir (Sphenisciformes) finnast einungis á suðurhveli jarðar; á Suðurskautslandinu og fjölda eyja í Suðurhöfum en einnig við strendur Suður-Ameríku, Afríku og Eyjaálfu (Ástralíu, Nýja-Sjálandi og nærliggjandi eyjum). Það sem einkennir heimkynni mörgæsa er aðgengi að ríkulegum fiskistofnum á hafsvæðum með mik...

Nánar

Hvers vegna eru leðurblökur svona miklir smitberar?

Nýjir smitsjúkdómar sem reglulega koma fram í mönnum orsakast flestir af veirum sem berast úr dýrum í menn. Slíkar veirur hafa sérstakt fræðiheiti og kallast súnuveirur (e. zoonotic viruses). Mesta hættan á súnuveirusmiti er talin vera frá leðurblökum, þar á eftir koma prímatar, hófdýr og síðan nagdýr.[1] Nokkr...

Nánar

Hvaða áhrif hafa skógareldarnir í Ástralíu á dýralíf?

Ástralíu mætti kalla heimsálfu öfganna. Þar geta þurrkar varað árum saman og skyndilega kemur langþráð rigningin. Dýrastofnar hafa aðlagast þessum öfgum og lifa alls staðar í álfunni, meira að segja í heitustu eyðimörkum þar sem ótrúlegt er að nokkurt dýr geti lifað. Þar sem Ástralía er sunnan við miðbaug jarðar þ...

Nánar

Hvernig hefur íslensk náttúra áhrif á minkinn?

Þær plöntu- og dýrategundir sem lifa villtar á Íslandi eru flestar mjög harðgerðar enda eru sumrin stutt og vetur oft harðir, sérstaklega inn til landsins. Hér finnast almennt færri tegundir en í nágrannalöndum okkar og þó fæða handa minki hér á landi sé stundum heldur minni en annars staðar þá kemur á móti að min...

Nánar

Hvað hefur vísindamaðurinn Klara B. Jakobsdóttir rannsakað?

Klara B. Jakobsdóttir er fiskalíffræðingur og rannsóknir hennar lúta aðallega að brjóskfiskum (til dæmis gráskötu, tindaskötu, hákarli og öðrum háffiskum), djúpfiskum og djúpfiskasamfélögum. Áhugasvið hennar og rannsóknir hafa að mestu beinst að alhliða rannsóknum á líffræði þessara tegunda, en oft er lítið vitað ...

Nánar

Hvernig var dýralífið á ísöldunum?

Á síðustu 1,6 milljón árum hafa gengið yfir jörðina fjögur meiriháttar jökulskeið. Það síðasta, sem nefnist Wurm-jökulskeiðið, stóð í um 60 þúsund ár og endaði fyrir rúmum 10 þúsund árum. Ómögulegt er að gera tæmandi grein fyrir allri dýrafánu þessara jökulskeiða og verður þess í stað fjallað lauslega um þau dýr s...

Nánar

Hafa sjávarspendýr minni réttindi en spendýr sem lifa á landi?

Segja má að lengi vel hafi sjávarspendýr eins og selir búið við minni vernd en villt dýr á landi, og í þeim skilningi haft minni réttindi. Engin friðunarlög giltu um seli hér á landi þar til mjög nýlega en þá var svo komið að selastofnar við landið voru orðnir það litlir að við blasti að sel yrði nánast eða alveg ...

Nánar

Hvernig mengar það að borða kjöt?

Vaxandi hópur fólks hefur áhyggjur af afleiðingum loftslagsbreytinga og horfir með hryllingi á fjöldaframleiðslu dýra og borðar þar af leiðandi ekki kjöt og jafnvel ekki kjötafurðir. Á sama tíma geta aðrir í samfélaginu ekki hugsað sér lífið án kjöts og enn aðrir reyna að feta einhvern meðalveg. Mannskepnan er ...

Nánar

Hvað getur þú sagt mér um vorflugur?

Hér er einnig svarað spurningunum:Hvað eru til margar tegundir af vorflugum á Íslandi og hvenær eru þær mest á ferli?Hvað er vorfluga, hvernig lítur hún út og hversu margar tegundir hennar lifa hér á landi? Vorflugur eru náskyldar fiðrildum og eiga þessir ættbálkar sameiginlegan forföður. Ættbálkunum er oft rugla...

Nánar

Hver er munurinn á frumskógi og regnskógi?

Skilgreiningin á hugtakinu frumskógur nær til skóga þar sem tré hafa náð mjög háum aldri og þar má finna fjölbreytt og flókin vistkerfi. Einkenni slíkra skóga er þéttur og mikill undirgróður og misgömul tré, sum mjög há og gömul jafnvel mörg hundruð ára. Í frumskógum jarðar má finna margar fágætar dýrategundir, en...

Nánar

Eru einhverjar lífverur ónauðsynlegar fyrir jörðina?

Vel er hægt að ímynda sér að margir eigi í handraðanum uppástungur af svari við þessari spurningu. Öll þekkjum við að hafa leitt hugann að því hvort heimurinn væri ekki bara betri staður ef ákveðin náttúruleg fyrirbæri væru ekki að flækjast fyrir okkur. Sum þeirra sjáum við reyndar ekki með berum augum en vitum af...

Nánar

Hverjir eru helstu skógar Asíu?

Hér áður fyrr þöktu skógar stóran hluta austanverðrar Asíu. Aðeins vatnasvæði og hæstu fjöll voru skóglaus. Þéttir regnskógar þöktu meðal annars suðausturhluta álfunnar, en nú hefur töluvert mikið gengið á þá enda búa tæpir tveir milljarðar manna á því svæði. Asískir skógar telja um 700 milljónir hektara að flatar...

Nánar

Hver eru skaðleg áhrif skordýraeitursins DDT?

DDT (e. dichloro-diphenyl-trichloro-ethane) var fyrst framleitt árið 1939 og reyndist vera árangursríkasta skordýraeitur sem framleitt hafði verið. Það hefur að mestu verið bannað í Bandaríkjunum, Kanada og í Evrópu vegna þess hversu skaðlegt það er vistkerfinu. Í Afríku, Asíu og Suður-Ameríku er það þó enn í notk...

Nánar

Hver er staðan með Aralvatn í dag?

Aralvatn, sem staðsett er á landamærum Kasakstan og Úsbekistan í Mið-Asíu, var um miðja síðustu öld fjórða stærsta vatn í heimi, þá 68 þúsund ferkílómetrar að stærð. Árið 1960 ákváðu stjórnvöld í Sovétríkjunum að beina framburði Syr Darya og Amu Darya fljótanna úr sínum hefðbundna farveg og yfir á ræktarsvæði sem ...

Nánar

Fleiri niðurstöður