Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 41 svör fundust

Hvað hefur vísindamaðurinn Bryndís Björk Ásgeirsdóttir rannsakað?

Bryndís Björk Ásgeirsdóttir er dósent og sviðsstjóri sálfræðisviðs Háskólans í Reykjavík. Hún hefur stundað rannsóknir við rannsóknarmiðstöðina Rannsóknir & greining frá árinu 1999. Þá stofnaði hún ásamt samstarfsmönnum sínum Þekkingarsetur áfalla við sálfræðisvið Háskólans í Reykjavík árið 2017. Rannsóknir Br...

Nánar

Hver eru OECD-ríkin og hvað merkir skammstöfunin?

OECD stendur fyrir Organisation for Economic Co-operation and Development eða Efnahags- og framfarastofnunin. Upphaf stofnunarinnar má rekja allt aftur til 1948 en þá undir nafninu OEEC, Organisation for European Economic Co-operation, eða Efnahagsstofnun Evrópu. Upphaflegt markmið stofnunarinnar var að úthluta...

Nánar

Hvaða rannsóknir hefur Guðbjörg Rannveig Jóhannesdóttir stundað?

Guðbjörg Rannveig Jóhannesdóttir er nýdoktor við Heimspekistofnun Háskóla Íslands og lektor við Listaháskóla Íslands. Samband manns og náttúru/umhverfis hefur verið helsta viðfangsefni hennar innan heimspekinnar, en það hefur leitt hana á fjölbreyttar slóðir siðfræði, fagurfræði, þekkingarfræði og verufræði. Do...

Nánar

Hvaðan er íshokkí upprunnið?

Löngum var talið að íshokkí (eða ísknattleikur) hefði þróast úr ensku hokkí og svonefndum lacrosse-knattleik indíana, og að breskir hermenn hefðu breitt það út um Kanada um miðja 19. öld. En nýlegar rannsóknir benda til þess að upprunann megi rekja til eldri knattleiks sem Micmac-indíanar stunduðu snemma á 19. öld...

Nánar

Hvaða rannsóknir hefur Jón Ólafsson stundað?

Jón Ólafsson er prófessor við Hugvísindasvið Háskóla Íslands. Hann sinnir kennslu og rannsóknum á sviði menningarfræði við Íslensku- og menningardeild og í Rússlandsfræðum við Mála- og menningardeild. Jón er fæddur í Reykjavík 1964. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð vorið 1984 og BA-prófi...

Nánar

Er leyfilegt að hljóðrita símtal án leyfis og útvarpa því svo?

Spurningin er tvíþætt. Annars vegar er spurt hvort leyfilegt sé að hljóðrita símtal án leyfis. Hins vegar er spurt um hvort heimilt sé að útvarpa slíku símtali. Varðandi heimild til hljóðritunar á símtölum þá segir í 44. gr. laga um fjarskipti:Sá aðili að símtali sem vill hljóðrita símtalið skal í upphafi þe...

Nánar

Hvað gerir Anna Heiða fiskifræðingur í vinnunni?

Anna Heiða Ólafsdóttir er fiskifræðingur á uppsjávarlífríkissviði Hafrannsóknastofnunar. Hún er ábyrg fyrir verkefnum tengdum makríl og kolmunna. Viðfangsefni Önnu í vinnunni eru fjölbreytt og skiptast í vöktunarverkefni, vinnu á sjó, rannsóknir og kennslu. Helstu vöktunarverkefni eru gagnasöfnun fyrir stofnmat og...

Nánar

Hvað er kynjakvóti og hver eru markmið hans?

Kynjakvóti er tæki eða aðferð sem víða hefur verið stuðst við til að rétta hlut kvenna gagnvart körlum í stjórnmálum, einkum á Norðurlöndum. Aðferðin vísar til sértækra aðgerða í jafnréttismálum sem hér á landi eru heimilaðar í lögum nr. 96/2000 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Samkvæmt 22. gr. lagan...

Nánar

Hvað er lýðræði?

Orðið lýðræði getur annars vegar snúið að því hvernig grunnstofnunum er fyrir komið í samfélaginu og hvernig fólk velur valdhafa eða skiptir um þá. Einnig getur lýðræði snúist um það hvernig taka skuli ákvarðanir í hópi fólks. Í svarinu er einnig fjallað um svonefnt fulltrúalýðræði í samanburði við beint lýðræði. ...

Nánar

Af hverju heldur Alþingi hátíðarfund á Þingvöllum 18. júlí í sumar?

Hátíðarfundur Alþingis á Þingvöllum miðvikudaginn 18. júlí er liður í því að minnast aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands. Hinn 1. desember 2018 verða hundrað ár liðin frá því að Ísland varð fullvalda ríki. Hefð er fyrir því að Alþingi minnist merkra tímamóta í sögu landsins með því að funda á Þingvö...

Nánar

Er það rétt sem stendur á skilti í Snæfellsbæ að atburðir á Íslandi hafi orsakað stríð milli Englendinga og Dana á 15. öld?

Spurning Sigurðar var í löngu máli og hljóðar í heild sinni svona: Sæl. Við Björnsstein á Rifi í Snæfellsbær er skilti. Þar er saga steinsins sögð í grófum dráttum og í endann kemur það fram að Ólöf ríka hafi farið með mál sitt til Danakonungs sem varð til þess hann gerði nokkur ensk kaupskip upptæk í Eystras...

Nánar

Hvernig var kosningakerfi Grikkja til forna?

Til þess að útskýra kosningakerfi Forngrikkja verður að segja einnig lítið eitt um helstu stjórnmálastofnanir þeirra. Í flestum grískum borgum var aðalstjórnmálasamkundan þing sem kallaðist ekklesia. Þangað gátu allir frjálsir borgarar komið og greitt atkvæði en þátttakan takmarkaðist þó við karlmenn sem náð hö...

Nánar

Er samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið barn síns tíma?

Með samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES) varð til stærsta samræmda markaðssvæði heims sem nú telur um 450 milljónir íbúa í 28 ríkjum. Frá gildistöku hans árið 1994 hafa þó orðið miklar hræringar í evrópsku samstarfi og rekstrarumhverfi EES-samningsins er gjörbreytt frá því sem áður var. Mestu munar að Evróp...

Nánar

Fleiri niðurstöður