Sólin Sólin Rís 03:54 • sest 23:12 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:46 • Síðdegis: 17:17 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:55 • Síðdegis: 23:37 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:54 • sest 23:12 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:46 • Síðdegis: 17:17 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:55 • Síðdegis: 23:37 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Bryndís Björk Ásgeirsdóttir rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Bryndís Björk Ásgeirsdóttir er dósent og sviðsstjóri sálfræðisviðs Háskólans í Reykjavík. Hún hefur stundað rannsóknir við rannsóknarmiðstöðina Rannsóknir & greining frá árinu 1999. Þá stofnaði hún ásamt samstarfsmönnum sínum Þekkingarsetur áfalla við sálfræðisvið Háskólans í Reykjavík árið 2017.

Rannsóknir Bryndísar Bjarkar hafa beinst að áhættuþáttum og verndandi þáttum í lífi barna og ungmenna. Sér í lagi hafa rannsóknir hennar beinst að áhrifum áfalla og streitu, svo sem kynferðislegu ofbeldi og heimilisofbeldi, og áhrifum þess á tilfinninga- og hegðunarvandamál síðar meir.

Rannsóknir Bryndísar hafa sýnt að börn sem búa við erfiðar fjölskylduaðstæður geta notið sérstaklega góðs af faglegu skóla-, æskulýðs- og íþróttastarfi.

Bryndís hóf að rannsaka nánar áföll í lífi barna og ungmenna eftir að rannsóknir hennar leiddu í ljós að ungmenni sem leiddust inn á braut vímuefnaneyslu og hegðunarvandamála áttu gjarnan sögu um erfiða æsku og áföll. Í rannsókn á vændi á Íslandi árið 2000, sem Bryndís leiddi fyrir Dómsmálaráðuneytið, kom til dæmis í ljós að ungt fólk í vændi átti gjarnan sögu um margvísleg vandamál og áföll. Þar kviknaði áhugi á því að skilja betur hvernig fyrirbyggja má ofbeldi gegn börnum og hvernig lágmarka megi afleiðingar ofbeldis með félagslegum stuðningi og félagsauð.

Rannsóknir Bryndísar og samstarfsfólks hennar sýna að börn sem verða fyrir ofbeldi, en búa við stuðning og tryggt og uppbyggilegt félagslegt umhverfi, eru mun ólíklegri til að finna fyrir alvarlegum afleiðingum ofbeldis en hin sem ekki búa við slíkar aðstæður. Þá hafa rannsóknirnar sýnt að börn sem búa við erfiðar fjölskylduaðstæður geta notið sérstaklega góðs af faglegu skóla-, æskulýðs- og íþróttastarfi. Þannig má stuðla að þrautseigju barna með því að byggja upp félagslegt umhverfi þeirra, en þrautseigja er skilgreind sem góð frammistaða eða líðan þrátt fyrir mjög erfiðar aðstæður eða áföll. Þar skipta foreldrar, vinir, ömmur og afar miklu máli, en einnig annað nærumhverfi svo sem jákvæð tengsl barnanna við skólasamfélagið og þátttaka þeirra í vel skipulögðu íþrótta-, félags-, og tómstundastarfi.

Árið 2014 fékk Bryndís, ásamt rannsóknarteymi sínu, verkefnisstyrk úr Rannsóknasjóði til að rannsaka stuðning foreldra barna sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Rannsóknin hefur verið framkvæmd í Barnahúsi í samstarfi við Barnaverndarstofu. Þá fékk hún ásamt Rannveigu Sigurvinsdóttur verkefnisstyrk úr Rannsóknasjóði árið 2018 til að rannsaka áföll, geðheilsu og uppljóstranir kynferðisofbeldis meðal fullorðinna kvenna og karla á Íslandi. Bryndís Björk vonast til að niðurstöður þessara rannsókna aðstoði enn frekar við að skilja áskoranir barna og fullorðinna sem verða fyrir áföllum en einnig félagslegar leiðir til að fyrirbyggja ofbeldi og til að bæta stöðu þeirra sem verða fyrir ofbeldi.

Bryndís Björk er höfundur fjölda vísindagreina sem birst hafa í ritrýndum alþjóðlegum tímaritum. Þá hefur hún tekið þátt í nefndarstarfi á vegum ríkis og sveitarfélaga er varðar málefni barna og ungmenna á Íslandi.

Bryndís Björk er fædd árið 1975. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1995, BA-prófi í sálfræði við Háskóla Íslands árið 1999, meistaraprófi í félagsfræði frá sama skóla árið 2003 og doktorsprófi frá Institute of Psychiatry, Psychology and Neuroscience við King´s College London árið 2011. Doktorsverkefni hennar fjallaði um áhrif kynferðislegs ofbeldis í lífi barna og ungmenna á tilfinninga- og hegðunarvandamál og leiðir til að auka þrautseigju.

Mynd:
  • Úr safni BBÁ.

Útgáfudagur

10.5.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Bryndís Björk Ásgeirsdóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn, 10. maí 2018, sótt 19. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=75787.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 10. maí). Hvað hefur vísindamaðurinn Bryndís Björk Ásgeirsdóttir rannsakað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=75787

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Bryndís Björk Ásgeirsdóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn. 10. maí. 2018. Vefsíða. 19. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=75787>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Bryndís Björk Ásgeirsdóttir rannsakað?
Bryndís Björk Ásgeirsdóttir er dósent og sviðsstjóri sálfræðisviðs Háskólans í Reykjavík. Hún hefur stundað rannsóknir við rannsóknarmiðstöðina Rannsóknir & greining frá árinu 1999. Þá stofnaði hún ásamt samstarfsmönnum sínum Þekkingarsetur áfalla við sálfræðisvið Háskólans í Reykjavík árið 2017.

Rannsóknir Bryndísar Bjarkar hafa beinst að áhættuþáttum og verndandi þáttum í lífi barna og ungmenna. Sér í lagi hafa rannsóknir hennar beinst að áhrifum áfalla og streitu, svo sem kynferðislegu ofbeldi og heimilisofbeldi, og áhrifum þess á tilfinninga- og hegðunarvandamál síðar meir.

Rannsóknir Bryndísar hafa sýnt að börn sem búa við erfiðar fjölskylduaðstæður geta notið sérstaklega góðs af faglegu skóla-, æskulýðs- og íþróttastarfi.

Bryndís hóf að rannsaka nánar áföll í lífi barna og ungmenna eftir að rannsóknir hennar leiddu í ljós að ungmenni sem leiddust inn á braut vímuefnaneyslu og hegðunarvandamála áttu gjarnan sögu um erfiða æsku og áföll. Í rannsókn á vændi á Íslandi árið 2000, sem Bryndís leiddi fyrir Dómsmálaráðuneytið, kom til dæmis í ljós að ungt fólk í vændi átti gjarnan sögu um margvísleg vandamál og áföll. Þar kviknaði áhugi á því að skilja betur hvernig fyrirbyggja má ofbeldi gegn börnum og hvernig lágmarka megi afleiðingar ofbeldis með félagslegum stuðningi og félagsauð.

Rannsóknir Bryndísar og samstarfsfólks hennar sýna að börn sem verða fyrir ofbeldi, en búa við stuðning og tryggt og uppbyggilegt félagslegt umhverfi, eru mun ólíklegri til að finna fyrir alvarlegum afleiðingum ofbeldis en hin sem ekki búa við slíkar aðstæður. Þá hafa rannsóknirnar sýnt að börn sem búa við erfiðar fjölskylduaðstæður geta notið sérstaklega góðs af faglegu skóla-, æskulýðs- og íþróttastarfi. Þannig má stuðla að þrautseigju barna með því að byggja upp félagslegt umhverfi þeirra, en þrautseigja er skilgreind sem góð frammistaða eða líðan þrátt fyrir mjög erfiðar aðstæður eða áföll. Þar skipta foreldrar, vinir, ömmur og afar miklu máli, en einnig annað nærumhverfi svo sem jákvæð tengsl barnanna við skólasamfélagið og þátttaka þeirra í vel skipulögðu íþrótta-, félags-, og tómstundastarfi.

Árið 2014 fékk Bryndís, ásamt rannsóknarteymi sínu, verkefnisstyrk úr Rannsóknasjóði til að rannsaka stuðning foreldra barna sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Rannsóknin hefur verið framkvæmd í Barnahúsi í samstarfi við Barnaverndarstofu. Þá fékk hún ásamt Rannveigu Sigurvinsdóttur verkefnisstyrk úr Rannsóknasjóði árið 2018 til að rannsaka áföll, geðheilsu og uppljóstranir kynferðisofbeldis meðal fullorðinna kvenna og karla á Íslandi. Bryndís Björk vonast til að niðurstöður þessara rannsókna aðstoði enn frekar við að skilja áskoranir barna og fullorðinna sem verða fyrir áföllum en einnig félagslegar leiðir til að fyrirbyggja ofbeldi og til að bæta stöðu þeirra sem verða fyrir ofbeldi.

Bryndís Björk er höfundur fjölda vísindagreina sem birst hafa í ritrýndum alþjóðlegum tímaritum. Þá hefur hún tekið þátt í nefndarstarfi á vegum ríkis og sveitarfélaga er varðar málefni barna og ungmenna á Íslandi.

Bryndís Björk er fædd árið 1975. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1995, BA-prófi í sálfræði við Háskóla Íslands árið 1999, meistaraprófi í félagsfræði frá sama skóla árið 2003 og doktorsprófi frá Institute of Psychiatry, Psychology and Neuroscience við King´s College London árið 2011. Doktorsverkefni hennar fjallaði um áhrif kynferðislegs ofbeldis í lífi barna og ungmenna á tilfinninga- og hegðunarvandamál og leiðir til að auka þrautseigju.

Mynd:
  • Úr safni BBÁ.

...