Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 42 svör fundust
Hvaðan kemur orðið dýflissa?
Upprunalega spurningin var:Hvaðan kemur orðið dýflissa og hver er réttur framburður þess? Orðið dýflissa 'fangelsi, svarthol' er tökuorð úr miðlágþýsku og var rithátturinn dyblissa, dyflissa, dybliza, dyfliza. Í miðlágþýsku er orðið fengið úr slavnesku, samanber fornslavnesku timinica, rússnesku temniza 'fangel...
Hvaða klíðir er átt við þegar einhver er í miðjum klíðum?
Hér er einnig að finna svar við spurningunni: Hvað er klíð eða klíðir eins og í „ég er í miðjum klíðum“ (við tiltekna athöfn) og tengist það eitthvað klíðinu í hveitiklíði? Orðið klíð merkir ‘vefjarstykki, það sem ofið er í einu stykki’. Orðatiltækið í miðjum klíðum merkir þá að ‘hætta við eitthvað í miðju kafi...
Hvað er hraungúll og hvernig myndast hann?
Hraungúll (e. lava dome) myndast þegar ólseig og tölulega köld andesít-, dasít- eða ríólítkvika ýtist upp úr gosrás á hallalitlu landi eða inni í vel afmarkaðri gígskál. Ef hallinn er nægilegur til þess að hraunið skríði fram undan eigin þunga, myndast hins vegar stokkahraun. Stundum storknar hraunkvikan í gosopin...
Hvernig myndast hraunstöplar og finnast þeir á Íslandi?
Hraunstöplar (e. lava spine) myndast þegar ólseig og tölulega köld andesít-, dasít- eða ríólítkvika ýtist upp upp úr gosrás en storknar í gosopinu og verður eins konar tappi efst í gosrásinni. Slíkir tappar kýtast upp vegna aðstreymis að neðan og standa upp úr hrauninu eins og drangar. Þessi fyrirbæri nefnast hrau...
Hvernig er pappír endurunninn?
Við endurvinnslu á pappír er leitast við að ná ákveðinni blöndu af trefjamassa sem miðast við þá vöru sem verið er að framleiða hverju sinni. Við framleiðslu á salernispappír er til dæmis ákveðnum hlutföllum af skrifstofupappír (meiri gæði, fleiri trefjar) blandað saman við dagblaða- og tímaritapappír (minni gæði)...
Hvað getið þið sagt mér um örnefnið Nollur?
Örnefnið Nollur er þekkt sem nafn á þremur stöðum í Þingeyjarsýslu: Bæjarnafn í Grýtubakkahreppi í Suður-Þingeyjarsýslu. Nafnið er ritað Gnollur („af gnoll“) í Auðunarmáldögum 1318 (Íslenskt fornbréfasafn II:447). Eyðikot við Mývatn, einnig Nollsel (Þorvaldur Thoroddsen, Ferðabók I:288). Hvorttveggja segir hann ...
Hvers konar gnit er í Gnitaheiði og Gnitakór?
Orðið gnit í forlið nafnanna gæti verið skylt nýnorsku gnite, sem merkir ‚smástykki sem brotnað hefur af e-u‘, og sænsku mállýskuorði gneta eða gnitu ‚moli, ögn‘, og því gæti Gnitaheiði, þar sem ormurinn eða drekinn Fáfnir var, merkt ‚smágrýtt land‘ (Ásgeir Bl. Magnússon, Orðsifjabók, 1989). Gnitaheiði er ekki ...
Hvenær kom orðið stétt inn í íslensku?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvaðan og hvenær kom orðið stétt í íslenskuna - bæði í merkingunni gangstétt og stéttarvitund o.fl.? Orðið stétt þekktist þegar í fornu máli. Í fornmálsorðabók Johans Fritzners (1896:541–542) eru nefndar nokkrar merkingar. Far sem gangandi gerir með skrefum sínum, og er þar ví...
Hvort er réttara náttúrlega eða náttúrulega?
Í Íslenskri orðabók Eddu (2007) er aðeins að finna atviksorðið náttúrlega ‘vitaskuld, auðvitað, að sjálfsögðu’ en ekki er sýnt atviksorðið náttúrulega. En sýnt er bæði lýsingarorðið náttúrlegur 1. ‘eðlilegur, sjálfsagður’, 2. ‘sem tilheyrir náttúrunni’ og lýsingarorðið náttúrulegur 1. ‘sem tilheyrir náttúrunni’, 2...
Hvaðan koma örnefnin Ljárskógar og Ljárvatn?
Örnefnin eru kennd við ána Ljá í Laxárdal í Dalasýslu. Ýmsar skýringar hafa verið uppi um nafnið. Í Noregi er til Ljå, samanber Ljådal, Ljåmo og fleiri örnefni. Norski fræðimaðurinn K. Rygh taldi nafnið vera skylt orðinu lé eða ljár og væri farvegur árinnar ljálaga. (Norske elvenavne, bls. 46). Ásgeir Bl. Ma...
Hvernig er lífið eftir ragnarök?
Ragnarökum er lýst í Völuspá og Snorra Eddu. Þau eru einnig nefnd ragnarökkur og eru eins konar heimsendir. Í Völuspá segir meðal annars að sól og tungl verði gleypt af úlfum, stjörnur hverfi af himninum, jörð mun skjálfa og allt ferst í eldi, bæði heimur goða og manna. Í ragnarökum losnar Fenrisúlfur úr fjötru...
Hvað merkir bæjarnafnið Vetleifsholt?
Bærinn Vetleifsholt í Ásahreppi í Rangárvallasýslu er nefndur í Landnámabók. (Ísl. fornrit I:367). Í heimildum er ýmist skrifað Vet- eða Vett- í nafninu. Finnur Jónsson taldi forliðinn vera mannsnafnið Véttleifr þar sem vétt merkti ‚dráp‘ (Bæjanöfn á Íslandi, bls. 555). Ásgeir Blöndal Magnússon tekur undir það, ne...
Af hverju heitir Þýskaland svo ólíkum nöfnum á frekar líkum tungumálum?
Nafnið Þýskaland er dregið af þjóð, en þýðverskur merkir hið sama og þýskur, samanber fornháþýsku diutisc sem merkti ‚alþýðlegur‘, en á gotnesku var orðmyndin þiudisks og merkti ‚heiðinn‘. Skylt þessum myndum er deutsch í Deutschland og tysk í Tyskland. Orðið Dutch ‚hollenskur‘ var notað í ensku á 15. og 16. öld í...
Hvaða „Enta“ er í Entujökli?
Enta er jökuldalur eða gjá norðvestan í Mýrdalsjökli, í kverk við Botnjökul, milli Sléttjökuls og Entujökuls en Entugjá er annað nafn hennar (Íslandsatlas, kort 71). Við Entu er kenndur Entujökull, Entukollur og Entuskarð. Elsta prentaða heimild um nafnið Enta er að því er best verður séð í grein Jóns Eyþórsso...
Hvað er storkukerfi?
Storkukerfið er flókið ferli sem fer í gang þegar skemmdir verða á æðakerfinu. Blæðing leiðir til dauða ef líkaminn bregst ekki við. Storkukerfið stuðlar að því að blóðið storknar sem er þáttur í blæðingarstöðvun (e. hemostasis) og lífsnauðsynlegur þáttur í samvægi líkamans (e. homeostasis). Í grófum dráttum fer b...