Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2147 svör fundust

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað er hægt að skjóta hokkípökk hratt?

Á síðunni faqfarm.com er gefið upp að hokkíleikmaður hafi náð að skjóta pökknum á tæplega 200 km hraða (193 km/klst). Það kemur ekki fram hvenær þetta var en á síðunni segir að kylfurnar sem nú séu notaðar séu léttari en þegar þessi mæling var gerð. Það er þess vegna ólíklegt að þetta met verði slegið. Við bend...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hversu lengi geymast gögn á geisladiskum?

Upphafleg spurning var:Geymsluþol gagna á CD diskum, segulböndum og hörðum diskum? Ég las einhvers staðar mér til hrellingar að geymsluþol CD og harðdiska væri aðeins nokkur ár, en ég hefi komið miklu magni gamalla ljósmyndafilma yfir á CD diska. Hvað er til í þessu ?Ekki er vitað hversu lengi gögn geymast á geisl...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Ef flugvél leggur af stað til Ameríku kl. 17:30 og lendir kl.17:30 er þá klukkan alls staðar 17:30 þar sem flugvélin flýgur yfir?

Svarið er bæði já og nei. Hægt er að haga flugi þannig að sólartími sé sá sami alla leið. Staðartími sem menn lesa af klukkum í flugvélinni eða á jörðinni fyrir neðan hana breytist samt um hálftíma til eða frá á leiðinni. Í raunverulegri flugvél er breytingin vafalaust meiri en svo enda er flugið þá ekki miðað ein...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hversu margir deyja árlega af völdum krókódíla?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Við erum 3 ungmenni (fædd ´86) úr Kvennaskólanum í Reykjavík og vonumst til þess að geta fengið svar við einni spurningu um krókódíla fyrir kl 8:10 á föstudag, ef það er mögulega hægt? Við erum að flytja fyrirlestur um krókódíla og okkur vantar nauðsynlega að vita hversu mar...

category-iconUnga fólkið svarar

Hver er Lúsífer? Er hann fallinn engill eða kölski?

Orðið Lúsífer er upphaflega komið úr latínu og þýðir bókstaflega ljósberi. Orðið Kristófer er af sama tagi og vísar tll þess sem ber krossinn, en fer-endingin í nöfnunum er sótt til latnesku sagnarinnar fero sem merkir meðal annars að bera. Í rómverskri goðafræði var Lúsífer persónugervingur morgunstjörnunnar ...

category-iconJarðvísindi

Hafa komið mörg kuldaskeið og hlýskeið? Hvernig vitum við það?

Loftslagssögu má lesa úr jarðlögum sem liggja hvert ofan á öðru eins og þegar bókum er staflað upp. Hvert einasta lag var einu sinni á yfirborði jarðar og geymir gögn um loftslagið sem var þegar það myndaðist. Hraun renna undir berum himni á hlýskeiðum en jökulurð vitnar um kuldaskeið. Á hlýskeiði vex gróður, svo ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað voru mammútar þungir?

Vísindamenn hafa greint að minnsta kosti 14 tegundir loðfíla eða mammúta. Flestar þessara tegunda voru áþekkar asíska fílnum (Elephantus maximus) að stærð, um 2,5-4 m á herðakamb, en nokkru þyngri en sá asíski eða 6-8 tonn. Lesa má meira um asíska fílinn í svari sama höfundar við spurningunni Hvað getið þið sagt m...

category-iconLífvísindi: almennt

Við í leikskólanum Álfabergi viljum vita af hverju það eru steinar í melónum?

Í stuttu máli sagt sjá steinar í melónum til þess að nýjar melónuplöntur geti orðið til. Steinar í melónum eru fræ. Steinarnir í melónum eru fræ alveg eins og steinarnir í eplum, appelsínum og öðrum ávöxtum. Melónan sjálf er aldin eða ávöxtur plöntunnar sem hún vex á. Hlutverk aldina er að stuðla að dreifing...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvað er húspostilla og hvernig fóru húslestrar fram?

Húspostillan er bókmenntategund sem telja má eitt einkenni á kristindómi mótmælenda. Eins og fleiri uppbyggileg rit var hún ætluð til upplestrar á heimilum. Húslestrar tíðkuðust hér á landi fram á 20. öld og eru til margar lýsingar á því hvernig þeir fóru fram. Á helgidögum og hátíðum var lesið úr húspostillu og f...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað er nanótækni?

Forskeytið nanó- vísar til hluta sem eru nokkrir nanómetrar að stærð. Einn nanómetri er einn milljarðasti úr metra. Þvermál vetnisatóms er einn tíundi úr nanómetra og fjarlægð milli atóma í kristalli er á bilinu 0,2-0,6 nanómetrar. Því er talað um að hlutir gerðir úr nokkrum atómum, til dæmis 10-10.000, séu á nanó...

category-iconLífvísindi: almennt

Af hverju verða karlmenn ekki óléttir?

Karlmenn verða ekki óléttir af því að þeir hafa ekki þau líffæri sem þarf til þess að nýr einstaklingur geti þroskast og dafnað innan líkama þeirra. Eitt af einkennum lífvera er að þær fjölga sér. Fjallað er um æxlun í svari Jóns Más Halldórssonar við spurningunni: Hver er munurinn á kynæxlun og kynlausri æxlu...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju stökkbreytist erfðaefni í náttúrunni eftir geislavirkni?

Með geislavirkni er oftast átt við jónandi geislun sem kemur frá geislavirkum efnum. Jónandi geislun getur verið rafsegulgeislun (eins og gammageislun og röntgengeislun) eða agnageislun. Agnageislun veldur yfirleitt meiri usla þar sem hún fer um vegna þess að þar er massi á ferðinni, sem að auki hefur hleðslu. Alf...

category-iconStjórnmálafræði

Hvert er hlutverk Alþingis?

Samkvæmt stjórnarskrá lýðveldisins Íslands hefur Alþingi eftirfarandi hlutverk: Alþingi fer með löggjafarvaldið, ásamt forseta Íslands (2. grein). Alþingi fer með fjárstjórnarvald (40. og 41. grein). Alþingi ræður skipun ríkisstjórnarinnar (1. grein). Alþingi veitir framkvæmdarvaldinu aðhald (39., 43. og 54. g...

category-iconÍþróttafræði

Af hverju er hlaupið rangsælis á hlaupabrautum?

Einfalda svarið við þeirri spurningu er að reglur Alþjóðafrjálsíþrótta-sambandsins kveða á um að svo eigi að gera. Áður en sú regla var sett voru hlaup ýmist hlaupin rangsælis eða réttsælis. Regla 163.1 segir að í göngu og hlaupum þar sem að minnsta kosti er beygt einu sinni skuli vinstri höndin vera innar. Hins v...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvað er vitað um eldgos annars staðar en á jörðinni?

Áður en mennirnir fóru að senda geimför til að rannsaka hinar reikistjörnur sólkerfisins, þekktum við aðeins jarðnesk eldfjöll. Nú vitum við að jörðin er ekki eini eldvirki hnöttur sólkerfisins; hvað þá sá eldvirkasti. Til að byrja með skulum við ferðast til Merkúrs. Í dag vitum við einfaldlega of lítið um Merk...

Fleiri niðurstöður