Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1678 svör fundust
Af hverju er myrkur?
Allt ljós kemur frá ljósgjöfum, eins og ljósaperum og sólstjörnum. Myrkur er einfaldlega skortur á ljósi. Ef við erum stödd í lokuðu herbergi þar sem kveikt er á ljósi finnum við að það er bjart, jafnvel þótt við horfum ekki beint í ljósið. Ljósið skín á veggina sem gleypa hluta þess en hluti ljóssins endurvarpast...
Hvaða munur er á ljósu og dökku hári?
Hér er einnig svarað spurningunum: Af hverju eru sumir rauðhærðir? Hvers vegna er hárið mitt ljóst? Hárlitur stafar af litarefninu melaníni sem er myndað af litfrumum í merg hársekks. Eftir myndun færist melanínið í hárrótina, það er að segja þann hluta hárs sem er undir húðþekju og síðan upp í hárstilkinn eða þ...
Hvernig getur trukkurinn í Star Wars farið hraðar en ljósið?
Þegar við segjum eða skrifum eitthvað "upp úr okkur" þarf það ekki að hafa neitt með veruleikann að gera. Okkur er sem betur fer frjálst að láta okkur detta í hug hvað sem er, segja frá því og skrifa um það með penna eða myndavél og svo framvegis. Þegar ég sit hérna við skjáinn get ég til dæmis auðveldlega hugsað ...
Hvers konar ljós nota tæknideildir á glæpavettvangi til að sjá blóð sem sést ekki með berum augum?
Ljósgjafinn sem um er spurt er engan veginn venjulegur heldur lýsir hann að mestu á útfjólubláa öldulengdarbilinu en lítið á því sýnilega. Ljóseindir á þessu bili hafa meiri orku en ljóseindir í sýnilegu ljósi. Ljósgjafar af þessu tagi ganga undir nokkrum enskum nöfnum: black light, Wood's lamp, eða bara UV lamp (...
Hver er skýringin á blágrænni slikju á svörtu basaltgjalli?
Blágræn slikja á svörtu basaltgleri mun stafa af bylgjuvíxlum ljóss sem endurvarpast frá örsmáum kristöllum í glerinu. Gjallið myndast í eldgosi þegar basaltbráð freyðir í gosopinu og hraðkólnar („frýs“) í basaltgler. Ástæðan er sú að eldfjallagös, einkum vatn, leysast úr bráðinni efst í gosrásinni við þrýstilé...
Mun ljósgeisli í kúlulaga speglaherbergi endurkastast endalaust og aldrei slokkna?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvað mundi gerast ef ljósi yrði lýst inn í herbergi sem væri gert úr speglum að innanverðu og í laginu eins og kúla, mundi ljósið endurvarpast endalaust og aldrei slokkna? Þessi spurning er nátengd spurningunni Er hægt að fanga ljóseind milli tveggja spegla? Í stutt...
Hver fann upp umferðarljósin?
Yfirleitt er talið að breski verkfræðingurinn og uppfinningamaðurinn John Peake Knight (1828-1886) hafi fundið upp umferðarljósin. Knight var frá borginni Nottingham á Englandi. Hann fór ungur að starfa við járnbrautir og vann mikið að því að bæta öryggi og gæði járnbrautasamgangna. Hans er þó helst minnst sem upp...
Hvernig er alheimurinn á litinn?
Alheimurinn nær til alls sem við þekkjum, og er þar með það litríkasta sem hugsast getur! Við sjáum þó ekki alla þessa litadýrð frá jörðinni. Plánetan jörð er í grennd við sólina, sem er hluti af stjörnuþokunni okkar sem kallast Vetrarbrautin. Utan um þessi fyrirbæri alheimsins er gashjúpur sem gleypir suma lit...
Hvað eru kuldahillingar og hvernig er hægt að útskýra þær á vísindalegan hátt?
Með misleitu efni, þar sem svonefndur ljósbrotstuðull (e. index of refraction) breytist með staðsetningu í efninu, verður tilveran fjölbreyttari en þegar brotstuðulinn er sá sami alls staðar í efninu. Þá svigna ljósgeislar á ferð sinni um efnið. Þar sem breyting á hitastigi með hæð í loftlögum næst jörðu veldur br...
Getur orðið sjálfsíkviknun í fólki, samanber móður Jakobs ærlega?
Í fyrsta kafla sögunnar Jakob ærlegur eftir enska rithöfundinn Frederick Marryat (1792-1848), segir frá drykkfelldri móður aðalsöguhetjunnar. Þegar yngri bróðir Jakobs drukknar huggar faðir Jakobs eiginkonu sína með því að færa henni stóran tebolla af gini. Eins og segir í sögunni þurfti hún að „fá nokkrum sinnum ...
Hvaða efni eru í móðurmjólk?
Hér er einnig svarað spurningunum:Hvernig kemur brjóstamjólk í veg fyrir að ungbörn veikist? Er móðurmjólkin hollari en kúamjólk eða þurrmjólk? Móðurmjólk er fullkomin fæða fyrir ungbörn. Í henni eru (í hárréttum hlutföllum) öll þau næringarefni sem ungbörn þarfnast, það er sykrur, prótín, fita, vítamín og stei...
Í hvaða fæðutegundum eru flókin kolvetni og í hvaða fæðutegundum eru einföld kolvetni?
Kolvetni finnast nær eingöngu í fæðutegundum sem eru úr jurtaríkinu. Eina kolvetnið úr dýraríkinu sem við borðum er svolítið af glýkógeni sem hefur stundum verið kallað dýramjölvi eða dýrasterkja á íslensku. Hér er um að ræða flókið kolvetni sem finnst í svolitlu magni í vöðvum og lifur og er orkuforði dýra. Við m...
Hvaða hlutverk hefur gallblaðran og hvaða áhrif hefur það á líkamann ef hún er tekin?
Til að skilja starfsemi gallblöðru er nauðsynlegt að vita hvert hlutverk galls er í meltingu fæðunnar. Gallið myndast í lifrinni og mikilvægasti hluti þess eru gallsölt, sem gegna lykilhlutverki við meltingu á fitu. Gallsaltasameindin er samsett úr stórum óhlöðnum sterakjarna og nokkrum hliðarkeðjum sem tengjast k...
Getur úthaldsíþróttafólk bætt árangur sinn með lágkolvetnamataræði og föstum?
Fitubirgðir líkamans geta verið því sem næst takmarkalausar. Þess vegna hefur því verið haldið fram að hægt sé að auka árangur í úthaldsíþróttum með því að auka hlut fitu umtalsvert í mataræðinu á kostnað kolvetna eða jafnvel að sleppa fæðuinntöku í tiltekinn tíma (fasta). Fitubrennslugeta líkamans getur aukist tö...
Er hægt að hraða niðurbroti í rotþróm og draga úr lykt?
Rotþró er einfalt hreinsivirki fyrir húsaskólp sem ætlað er fyrir einstök eða fá hús í dreifbýli þegar ekki er eiginleg fráveita. Í henni fer fram botnfelling og rotnun lífrænna efna við súrefnislausar aðstæður. Frárennsli rotþróa á ávallt að leiða í siturlögn þar sem frekara niðurbrot á uppleystum lífrænum efnum ...