Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 6113 svör fundust
Hvenær var konum leyft að spila fótbolta?
Á Vesturlöndum hefur konum ekki beinlínis verið bannað að spila fótbolta en á síðustu öld var þeim lengi vel gert það mjög erfitt fyrir. Eins og fram kemur í svari Unnars Árnasonar við spurningunni Hver fann upp fótboltann? hefur einhvers konar leikur tveggja liða sem gengur út á að koma knetti í mark verið þek...
Voru Íslendingar í gúmmístígvélum árið 1918?
Ekki er nákvæmlega vitað hvenær fyrstu gúmmístígvélin bárust til Íslands en það mun líklega hafa verið nálægt aldamótunum 1900. Elsta vísun í gúmmístígvél sem fannst í gagnasafninu Tímarit.is er í blaðinu Ísafold desember 1903 þar sem Th. Thorsteinsson auglýsir alls konar skófatnað, meðal annars "gúmmí vatnsstígvé...
Er það rétt að eyrarrós og alaskalúpína hafi verið fluttar til Íslands um svipað leyti?
Öll spurningin hljóðaði svona: Er það rétt að eyrarrósin og alaskalúpínan hafi verið fluttar til Íslands um svipað leyti? Og að báðar hafi komið frá Kanada? Saga eyrarrósarinnar (Chamerion latifolium) og alaskalúpínunnar (Lupinus nootkatensis) hér á landi er ekki sú sama. Fyrrnefnda plantan hefur verið hlut...
Hvar eru mestu stríðsminjar á Íslandi?
Því er til að svara að minjar stríðs geta verið margs konar. Þær geta verið leifar bygginga, tækja og búnaðar sem tengjast herliði en þær geta líka verið leifar áhrifa hersetuliða á tungumál. Félagsleg samskipti ólíkra menningarheima, samskipti erlendra hermanna og íslensks kvenfólks sem meðal annars leiddi af sér...
Hvað er Enigma og hvaða þátt átti hún í seinni heimsstyrjöldinni?
Orðið enigma þýðir ráðgáta. Nafnið Enigma er hins vegar tengt mjög fullkominni dulmálsvél sem Þjóðverjar notuðu í síðari heimsstyrjöldinni. Hún var svipuð ritvél að stærð og hægt var að flytja hana auðveldlega á milli staða. Með henni mátti auðveldlega breyta venjulegu ritmáli yfir á mjög flókið dulmál. Sömuleiðis...
Koma eineggja tvíburar eins út í faðernisprófi?
Erfðaefni eða DNA eineggja tvíbura er eins. Faðernispróf nútímans byggjast á því að rannsaka erfðaefnið. Eineggja tvíburar koma því eins út á slíku faðernisprófi. Þetta á líka við um faðernispróf sem gerð voru fyrr á árum. Þá voru einkum notaðar blóðflokkar í slíkum prófum en þeir ganga í arf eftir einföldum re...
Er til sögnin að „bambast”? Hvað þýðir hún?
Sögnin að bamba er til og einkum notuð um hæga hreyfingu eins og til dæmis að bamba á móti stórviðri, það er komast hægt áfram. Hún er líka notuð um þá sem eru hægfara. Elstu dæmi um hana eru frá 18. öld en hún er ekki algeng. Vel er hægt að hugsa sér sögnina í miðmynd, bambast, það er: bambast á móti veðrinu. ...
Er nafnið Snorre upprunalegra en Snorri?
Bókstafurinn –e í Snorre stendur í algerri bakstöðu. Forngermanskt –i í bakstöðu varð í forníslensku mjög snemma og fyrir ritun íslenskra heimilda að –e, samanber geste, hirþe í stað gesti, hirði. Þegar fyrir 1250 kom –i inn aftur í stað –e þótt fyrri ritháttinn megi sjá mun lengur í sumum handritum. Samkvæmt þess...
Hvers konar ritmál er silfurstíll?
Fyrir rúmum tuttugu árum var spurt um orðið silfurstíll í þáttum Orðabókar Háskólans um íslenskt mál en orðið virtist ekki koma fyrir í orðabókum. Allnokkur svör bárust og bar heimildarmönnum saman um að orðið væri notað um ákveðið prentletur. Margir nefndu að afar þeirra og ömmur hefðu lært að lesa á bókum prentu...
Hvert er elsta og yngsta berg Íslands?
Elsta berg sem nú er ofan sjávarmáls á Íslandi er um það bil 16 milljón ára og er það að finna á ystu annesjum á norðanverðum Vestfjörðum, en lítið eitt yngra berg finnst austast á Austfjörðum. Eldra berg en það er sokkið í sæ. Um aldur Íslands er nánar fjallað í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Hver...
Hvað eru smástirni?
Hér er einnig svarað spurningu Grétars Ómarssonar:Eru til góðar myndir af smástirninu Seres milli Mars og Júpíters?Smástirni eru öll lítil (þvermál er innan við 1000 km) berg- og málmkennd fyrirbæri í sólkerfinu sem hafa enga halastjörnuvirkni, ganga um sólina en eru ekki nægilega stór til að geta talist til pláne...
Hvað getið þið sagt mér um orrustuna við Midway?
Orrustan við Midway var ein örlagaríkasta sjóorrusta seinni heimsstyrjaldarinnar. Hún var háð milli japanska flotans annars vegar og bandaríska flotans hins vegar við kóraleyjuna Midway í norðurhluta Kyrrahafsins dagana 3.-6. júní 1942. Það þótti mjög sérstakt að orrustan var nær eingöngu háð með flugvélum frá ...
Hver var Vladimir Lenín?
Vladimir Lenín og arfleifð hans hafa ætíð verið umdeild. Hann var leiðtogi rússnesku byltingarinnar, stjórnmálaflokks bolsévíka og fyrsti leiðtogi Sovétríkjanna. Hann lagði grunninn að hugmyndafræði sem við hann er kennd og nefnist lenínismi. Lenín tókst með ómældum viljastyrk og trú á málstað byltingarinnar að vi...
Af hverju þykja tölurnar 7, 9 og 13 sérstaklega kynngimagnaðar?
Sumar tölur þykja sérstaklega magnaðar. Tölurnar þrjár, sjö, níu og þrettán, eru sérstaklega magnaðar tölur í þjóðtrúnni og því ekki tilviljun að þær eru til að mynda þuldar upp þegar bankað er í við. Lesa má meira um þennan sið í svari sama höfundar við spurningunni Hvaðan kemur hjátrúin að banka í við? Í r...
Er mikill munur á vindhraða í lægðum sem koma yfir Ísland og fellibyljum sem ganga yfir Ameríku?
Já, það getur verið mikill munur. Vindhraði í verstu fellibyljum er allmiklu meiri en í verstu vetrarlægðum. Í textanum hér að neðan er lítillega fjallað um styrkleikaflokkun hitabeltisstorma og fellibylja. Að meginhluta er textinn lausleg þýðing á skilgreinandi texta bandarísku fellibyljamiðstöðvarinnar – les...