Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2368 svör fundust

category-iconFöstudagssvar

Geta uppvakningar orðið til?

Eins og allir vita sem hafa séð vandaðar heimildarmyndir á borð við Night of the Living Dead og 28 Days Later, þá eru uppvakningar jafn samofnir veruleikanum og skattar eru launaumslaginu eða dauðinn lífinu. Reglulega koma upp uppvakningafaraldrar í Bandaríkjunum og Bretlandi, en minna hefur sést til þeirra á megi...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju myndast öldur?

Öldur myndast á vatns- eða haffleti vegna vinda. Minnstu öldur rétt brjóta spegil vatnsflatarins og eru nefndar gráð en öldurnar vaxa, hækka og lengjast með auknum vindstyrk. Alda er bylgjuhreyfing. Einfaldri bylgju má lýsa með bylgjulengd, bylgjuhæð og sveifluvídd og hreyfingu hennar með sveiflutíma, T, sem...

category-iconFélagsvísindi

Hversu útbreidd er álfatrúin um heiminn, í hvers kyns myndum sem hún kann að koma fram?

Til þess að svara þessari spurningu þarf að vera ljóst við hvað er átt með hugtakinu álfur. Ljóst er að álfar í fornnorræni trú, sérstaklega í eddukvæðunum, eru bæði ólíkir álfum sem koma fyrir í þjóðtrú Íslendinga í dag1 og álfum í íslenskum þjóðsögum. Einnig þarf að taka tillit til þess að nú á dögum tala margir...

category-iconLæknisfræði

Hvernig smitast bólusótt og hver eru helstu sjúkdómseinkenni hennar?

Bólusótt er bráðsmitandi veirusjúkdómur af völdum svonefndrar variola-veiru af tegundinni orthopoxveira (ætt; poxviradae). Ekki er ljóst hver uppruni veirunnar er, en bólusóttarveiran er áþekk kúabóluveirunni sem gæti bent til þess að hún sé stökkbreytt kúabóluveira.1 Fjórar orthopoxveirur sem smita manninn er...

category-iconEfnafræði

Hvers vegna kviknar í heitri olíu þegar vatn kemst í snertingu við hana?

Það er reyndar ekki svo að það kvikni í heitri olíu þegar vatn kemst í snertingu við hana. Ef olían er hins vegar logandi þá gerir aðeins illt verra að hella vatni á eldinn til að reyna að slökkva hann. Við 150-270°C (eftir því hver olían er) geta olíurnar gefið frá sér reyk og kallast það á ensku smoke point. ...

category-iconStærðfræði

Er 26 eina heila talan sem er klemmd milli ferningstölu og teningstölu?

Ferningstala er tala sem fæst með því að margfalda heila tölu við sjálfa sig. Dæmi um ferningstölur eru tölurnar $9 = 3 \cdot 3$ og $121 = (-11) \cdot (-11)$. Teningstala er tala sem fæst með því að margfalda heila tölu tvisvar við sjálfa sig. Dæmi um teningstölur eru tölurnar $64 = 4 \cdot 4 \cdot 4$ og $-2197 = ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað eru líkþorn og hvað veldur þeim?

Sigg er húð sem orðið hefur þykk og hörð vegna núnings, þrýstings eða ertingar. Nánar tiltekið er hér um að ræða þykknun á hyrnislagi yfirhúðarinnar. Það myndast til að vernda vefi sem liggja dýpra í húðinni. Ef núningurinn er mikill myndast blaðra frekar en sigg. Sigg á fótum myndast oftast við miklar göngur eða ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getið þið sagt mér hver þjóðardýrin eru í flestum löndum heims?

Hér er einnig svarað spurningunni:Hvert er þjóðardýr Íslands og af hverju? Þjóðir heims eiga sér öll einhver þjóðartákn, ýmist lögformleg eða óformleg. Þessi tákn geta til dæmis endurspeglað eða vísað til sjálfsmyndar þjóðarinnar, sögu hennar, menningar eða náttúru. Þjóðartáknin eru til að mynda fáni, þjóðsöng...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er uppruni grænukorna í heilkjarnafrumum?

Grænukorn eru aðsetur ljóstillífunar í plöntum og því afar mikilvæg frumulíffæri. Ljóstillífun er ákaflega áhrifaríkt efnahvarf þar sem orka sólar er bundin í lífkerfi og súrefni (O2) skilað út í andrúmsloftið og er þar með undirstaða lífs eins og við þekkjum það hér á jörðinni. Hjá öllum lífverum sem framleiða...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hver var William Rayleigh og hvert var hans framlag til vísindanna?

John William Strutt fæddist í Essex á Englandi 1842. Hann var af aðalsættum, sonur Johns Strutts baróns Rayleigh og erfði titilinn sem þriðji barón Rayleigh eftir föður sinn 1873. Framan af var skólaganga hans skrykkjótt vegna heilsubrests og umhverfið sem hann mótaðist í snerist um óðöl og landbúnað frekar en vís...

category-iconLífvísindi: almennt

Getur verið að neanderdalsmaðurinn hafi ekki dáið út heldur blandast nútímamanninum?

Hinn vitiborni maður (Homo sapiens) er eina núlifandi manntegundin á jörðinni. Steingervingasagan sýnir að við erum komin af stórri fjölskyldu manntegunda, sem flestar bjuggu í Afríku en dreifðust einnig um gamla heiminn. Á hverjum tíma voru líklega uppi nokkrar misjafnlega skyldar manntegundir. Því er eðlilegt að...

category-iconFornleifafræði

Hver var Kristján Eldjárn og hvert var framlag hans til fornleifafræðinnar?

Kristján Eldjárn (1916-1982) var einn af fremstu fornleifafræðingum 20. aldar á Norðurlöndum, og mikilvirkasti og áhrifamesti fornleifafræðingur Íslands frá upphafi og fram á okkar dag. Kristján var í hópi brautryðjenda í íslenskum vísindum og stóð fyrir uppbyggingu fornleifafræðinnar sem vísindagreinar. Hann k...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Ef maður borðar hálft kíló af mat, þyngist maður þá um hálft kíló?

Nei, það gerir maður ekki. Í mat eru alls kyns efni sem við nýtum á mismunandi hátt án þess að þau auki endilega við líkamsþyngd okkar. Í öllum mat er vatn sem er okkur lífsnauðsynlegt. Það er sogað upp úr ristlinum út í blóðið að máltíð og meltingu lokinni. Við nýtum vatn sem hráefni í að búa til önnur efni fy...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Getur geislun frá þráðlausu Interneti á heimilum verið hættuleg heilsu fólks?

Geislun frá þráðlausu Interneti (e. WiFi) er á formi útvarpsbylgna, rétt eins og sjónvarps- og útvarpsútsendingar og bylgjur farsíma. Útvarpsbylgjur eru ein tegund rafsegulbylgna. Með því að senda gögn þráðlaust á milli tölva losna menn við umstang sem fylgir snúrum og köplum. Þráðlausar gagnasendingar á milli töl...

category-iconSálfræði

Hver var Wilhelm Wundt og hvernig lagði hann grunninn að sálfræði sem vísindagrein?

Í sálfræði, ekki síður en öðrum greinum, hefur orðið vinsælt, í anda Tómasar Kuhn, að segja söguna með áherslu á byltingar. Sumir sjá þá byltingu við hvert fótmál, atferlisbyltingu á fyrri hluta 20. aldar og hugræna tölvubyltingu á síðari hluta aldarinnar. Sumir sjá jafnvel enn fleiri, en aðrir eru sparari á bylti...

Fleiri niðurstöður