Sólin Sólin Rís 08:54 • sest 18:29 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:18 • Sest 09:37 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:41 • Síðdegis: 19:01 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:33 • Síðdegis: 12:58 í Reykjavík

Er 26 eina heila talan sem er klemmd milli ferningstölu og teningstölu?

Einar Bjarki Gunnarsson

Ferningstala er tala sem fæst með því að margfalda heila tölu við sjálfa sig. Dæmi um ferningstölur eru tölurnar $9 = 3 \cdot 3$ og $121 = (-11) \cdot (-11)$. Teningstala er tala sem fæst með því að margfalda heila tölu tvisvar við sjálfa sig. Dæmi um teningstölur eru tölurnar $64 = 4 \cdot 4 \cdot 4$ og $-2197 = (-13) \cdot (-13) \cdot (-13)$.

Að heil tala sé klemmd milli fernings- og teningstölu þýðir hér að næsta heila talan á undan henni sé ferningstala og að næsta heila talan á eftir henni sé teningstala. Með öðrum orðum er heil tala $n$ klemmd milli fernings- og teningstölu ef rita má $n - 1 = x \cdot x$ og $n + 1 = y \cdot y \cdot y$, þar sem $x$ og $y$ eru einhverjar heilar tölur.

Talan $26$ er greinilega eitt dæmi um slíka tölu því $25 = 5 \cdot 5$ og $27 = 3 \cdot 3 \cdot 3$. Það kemur síðan í ljós að engin önnur heil tala hefur þennan eiginleika, eins og franska stærðfræðingnum Pierre de Fermat (1601-1665) tókst að sanna á 17. öld. Með öðrum orðum er $26$ eina heila talan sem er klemmd milli fernings- og teningstölu.

Pierre de Fermat (1601-1665).

Einna athyglisverðast við þessa niðurstöðu er hversu erfitt reynist að sanna hana. Ekki þarf annað en undirstöðuþekkingu á heilu tölunum og margföldun til að skilja niðurstöðuna sjálfa, en einfaldasta sönnunin sem fundist hefur krefst flókinnar talnafræðiþekkingar. Sjálfur þurfti Fermat að liggja lengi yfir sönnun sinni og jafnframt þurftu margir af samtíðarmönnum hans að játa sig sigraða eftir að hafa glímt við þetta verkefni.

Ýmis vandamál innan stærðfræðinnar eru gædd þessum eiginleika að vera erfið úrlausnar þrátt fyrir að inntakið sé einfalt. Frægast þeirra er án efa síðasta setning Fermats, niðurstaða sem fannst í fórum Fermats að honum látnum. Fermat hafði skrifað hana á spássíu ritsins Arithmetica eftir gríska stærðfræðinginn Díófantos og bætt því við að hann ætti alveg dásamlega sönnun á henni, en að spássían rúmaði ekki sönnunina. Stærðfræðingar voru hálfa fjórðu öld að fylla í eyðurnar, því það var ekki fyrr en árið 1994 sem bresk-bandaríski stærðfræðingurinn Andrew Wiles birti fyrstu viðurkenndu sönnunina á síðustu setningu Fermats.

Annað þekkt verkefni af þessu tagi er Goldbach-tilgátan, sem segir að sérhverja slétta tölu, aðra en $2$, megi skrifa sem summu tveggja frumtalna. Prússneski stærðfræðingurinn Christian Goldbach (1690-1764) setti þessa tilgátu fram árið 1742, en ekki hefur enn tekist að skera úr um hvort hún er sönn eða ósönn.

Heimild:

  • Singh, S. (2006). Síðasta setning Fermats (Kristín Halla Jónsdóttir, þýð.). Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag.

Myndir:

Upphaflega spurningin var sem hér segir:

Jafnan $x \cdot x = y \cdot y \cdot y-2$ hefur lausnir í $\mathbb{N}$ sem eru $x = 5$ og $y = 3$. Eru þetta einu lausnirnar í $\mathbb{N}$ og er hægt að sanna það?

Höfundur

Einar Bjarki Gunnarsson

B.S. í stærðfræði

Útgáfudagur

22.11.2012

Spyrjandi

Páll Sigurðsson

Tilvísun

Einar Bjarki Gunnarsson. „Er 26 eina heila talan sem er klemmd milli ferningstölu og teningstölu?“ Vísindavefurinn, 22. nóvember 2012. Sótt 24. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=7560.

Einar Bjarki Gunnarsson. (2012, 22. nóvember). Er 26 eina heila talan sem er klemmd milli ferningstölu og teningstölu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=7560

Einar Bjarki Gunnarsson. „Er 26 eina heila talan sem er klemmd milli ferningstölu og teningstölu?“ Vísindavefurinn. 22. nóv. 2012. Vefsíða. 24. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=7560>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er 26 eina heila talan sem er klemmd milli ferningstölu og teningstölu?
Ferningstala er tala sem fæst með því að margfalda heila tölu við sjálfa sig. Dæmi um ferningstölur eru tölurnar $9 = 3 \cdot 3$ og $121 = (-11) \cdot (-11)$. Teningstala er tala sem fæst með því að margfalda heila tölu tvisvar við sjálfa sig. Dæmi um teningstölur eru tölurnar $64 = 4 \cdot 4 \cdot 4$ og $-2197 = (-13) \cdot (-13) \cdot (-13)$.

Að heil tala sé klemmd milli fernings- og teningstölu þýðir hér að næsta heila talan á undan henni sé ferningstala og að næsta heila talan á eftir henni sé teningstala. Með öðrum orðum er heil tala $n$ klemmd milli fernings- og teningstölu ef rita má $n - 1 = x \cdot x$ og $n + 1 = y \cdot y \cdot y$, þar sem $x$ og $y$ eru einhverjar heilar tölur.

Talan $26$ er greinilega eitt dæmi um slíka tölu því $25 = 5 \cdot 5$ og $27 = 3 \cdot 3 \cdot 3$. Það kemur síðan í ljós að engin önnur heil tala hefur þennan eiginleika, eins og franska stærðfræðingnum Pierre de Fermat (1601-1665) tókst að sanna á 17. öld. Með öðrum orðum er $26$ eina heila talan sem er klemmd milli fernings- og teningstölu.

Pierre de Fermat (1601-1665).

Einna athyglisverðast við þessa niðurstöðu er hversu erfitt reynist að sanna hana. Ekki þarf annað en undirstöðuþekkingu á heilu tölunum og margföldun til að skilja niðurstöðuna sjálfa, en einfaldasta sönnunin sem fundist hefur krefst flókinnar talnafræðiþekkingar. Sjálfur þurfti Fermat að liggja lengi yfir sönnun sinni og jafnframt þurftu margir af samtíðarmönnum hans að játa sig sigraða eftir að hafa glímt við þetta verkefni.

Ýmis vandamál innan stærðfræðinnar eru gædd þessum eiginleika að vera erfið úrlausnar þrátt fyrir að inntakið sé einfalt. Frægast þeirra er án efa síðasta setning Fermats, niðurstaða sem fannst í fórum Fermats að honum látnum. Fermat hafði skrifað hana á spássíu ritsins Arithmetica eftir gríska stærðfræðinginn Díófantos og bætt því við að hann ætti alveg dásamlega sönnun á henni, en að spássían rúmaði ekki sönnunina. Stærðfræðingar voru hálfa fjórðu öld að fylla í eyðurnar, því það var ekki fyrr en árið 1994 sem bresk-bandaríski stærðfræðingurinn Andrew Wiles birti fyrstu viðurkenndu sönnunina á síðustu setningu Fermats.

Annað þekkt verkefni af þessu tagi er Goldbach-tilgátan, sem segir að sérhverja slétta tölu, aðra en $2$, megi skrifa sem summu tveggja frumtalna. Prússneski stærðfræðingurinn Christian Goldbach (1690-1764) setti þessa tilgátu fram árið 1742, en ekki hefur enn tekist að skera úr um hvort hún er sönn eða ósönn.

Heimild:

  • Singh, S. (2006). Síðasta setning Fermats (Kristín Halla Jónsdóttir, þýð.). Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag.

Myndir:

Upphaflega spurningin var sem hér segir:

Jafnan $x \cdot x = y \cdot y \cdot y-2$ hefur lausnir í $\mathbb{N}$ sem eru $x = 5$ og $y = 3$. Eru þetta einu lausnirnar í $\mathbb{N}$ og er hægt að sanna það?

...