Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1783 svör fundust

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Af hverju var Jón Gerreksson biskup drepinn og hver var þar að verki?

Jöns Gerekesson Lodehat, eða Jón Gerreksson eins og Íslendingar hafa jafnan kallað hann, var danskur aðalsmaður, fæddur um 1378. Um þrítugt varð hann erkibiskup í Uppsölum í Svíþjóð, vafalaust að undirlagi Danakonungs, Eiríks af Pommern, sem ríkti þá jafnframt yfir Svíþjóð, því að vinátta var með þeim konungi og J...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Var Hrafna-Flóki til í alvöru?

Í Landnámabók kemur Flóki Vilgerðarson tvisvar við sögu. Fyrst er hann einn af þeim sem sagt er að hafi komið til Íslands áður en varanlegt landnám norrænna manna hófst með Íslandsferð Ingólfs Arnarsonar. Eftir að sagt hefur verið frá ferðum landkönnuðanna Naddodds og Garðars Svavarssonar segir svo frá í Sturlubók...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað eru trefjar og hvaða áhrif hafa þær á líkamann?

Trefjar eða trefjaefni í matvælum eru kolvetni sem líkaminn getur ekki melt. Flest kolvetni eru brotin niður í sykursameindir í líkamanum en ekki er hægt að gera það við trefjaefnin. Trefjaefnum er skipt í tvo meginflokka - leysanleg og óleysanleg - og eru báðir gagnlegir fyrir heilsuna. Leysanleg trefjaefni le...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvernig og hvenær varð Sádi-Arabía til sem ríki?

Sádi-Arabía er eitt af valdamestu ríkjum veraldar. Saga landsins er viðamikil og löng. Sú Sádi-Arabía sem við þekkjum í dag varð til árið 1932. Stofnun konungsríkisins var afleiðing af langvinnri ættbálkadeilu sem Sádi-fjölskyldan sigraði. Átökin brutust út í upphafi 20. aldar þegar Ibn Saud, höfuð Sádi-fjölsky...

category-iconVerkfræði og tækni

Hvernig voru píramídarnir í Egyptalandi byggðir?

Hinir fornu píramídar í Egyptalandi hafa vakið undrun margra. Stærstir og frægastir meðal þeirra eru píramídarnir í Giza en þeir voru eitt af hinum svonefndu sjö undrum veraldar til forna. Þeir eru einnig hið eina af undrunum sem stendur enn að mestu. Píramídarnir voru reistir sem grafhýsi fyrir faraóana, konu...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Hvað eru nifteindastjörnur og hvernig uppgötvuðust þær?

Nifteindastjarna er leif af sprengistjörnu en þegar stjarna deyr og þeytir burt sínum ytri lögum getur leifin fallið í einn af þremur eftirfarandi flokkum: Leif Massi (sólmassar) Massi móðurstjörnu Hvítur dvergur 0,1 - 1,4 Msól innan við 8 Msól Nifteindastjarna 1,4 - 3 Msól 8 - 2...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Er til hnitakerfi fyrir alheiminn svipað og bauganet jarðarinnar?

Upphaflega spurningin hljóðaði svo:Er til einhvers konar tilvísunarkerfi fyrir alheiminn, svipað og lengdar- og breiddargráður á jörðinni? Áður en við svörum spurningunni skulum við skoða grunnreglur um hnitakerfi. Samkvæmt skilgreiningu eru hnit hluta samsett úr einni eða fleiri tölum sem ákvarða fullkomlega s...

category-iconStjórnmálafræði

Hverjir eru raunverulega vondu kallarnir í Sýrlandi og um hvað snúast átökin þar?

Í Sýrlandsstríðinu eru engir „vondir“ eða „góðir“ kallar. Átökin í Sýrlandi, sem byrjuðu árið 2011, hafa lengi verið á því stigi og eru þess eðlis að það er ekki lengur hægt að gera skýran greinarmun á hvar skilin á milli góðs og ills liggja. Þetta er ekki svart/hvítt stríð heldur hafa þessi átök verið á mörgum gr...

category-iconBókmenntir og listir

Er hægt að lýsa 9. sinfóníunni með orðum?

Níunda sinfónía Ludwigs van Beethoven (1770–1827) er eitt meginverk tónlistarsögunnar. Hún var samin seint á ævi hans, á árunum 1822-1824 og er að mörgu leyti tímamótaverk þótt ekki hafi allar hugmyndir tónskáldsins verið splunkunýjar. Ludwig van Beethoven (1770–1827). Upphaf sinfóníunnar er dularfullt og ó...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er munurinn á jónaefni og sameindaefni?

Frumeindir (af sama eða mismunandi toga) geta tengst öðrum frumeindum með efnatengjum (e. chemical bonds). Þrjár helstu tegundir þeirra eru samgild tengi, jónatengi og málmtengi. Samgild tengi (e. covalent bonds) er að finna í sameindum (e. molecules) og deila þá frumeindirnar með sér tengirafeindunum sem eru v...

category-iconLandafræði

Hver sigldi fyrstur umhverfis jörðina?

Fyrsta hnattsiglingin er venjulega kennd við portúgalska sæfarann Magellan. Rétt er að hann fór fyrir fyrsta leiðangrinum sem sigldi umhverfis jörðina, en sjálfur náði Magellan þó ekki að ljúka ferðinni þar sem hann lést áður en hringnum var lokað. Ferdinand Magellan fæddist í norðurhluta Portúgals um 1480. Ung...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver var Konrad Lorenz og hvert var framlag hans til vísindanna?

Konrad Zacharias Lorenz, austurrískur dýrafræðingur, fæddist 7. nóvember 1903 á óðali ættarinnar í Altenburg, nærri Vínarborg, og andaðist þar 27. febrúar 1989. Hann var einn af forvígismönnum um rannsóknir á hegðun eða atferli dýra. Sjálfur kallaði hann þessa fræðigrein framan af dýrasálfræði, en síðar festist vi...

category-iconHugvísindi

Hver voru helstu atriði Versalasamninganna og hvers vegna stuðluðu þeir ekki að varanlegum friði eins og stefnt var að?

Í svarinu verður fyrst og fremst fjallað um Versalasamningana eins og þeir snertu Þýskaland. Versalir er lítil borg 22 km suður af París. Í janúar 1919 flykktust þangað prúðbúnir leiðtogar sigurvegaranna í heimsstyrjöldinni fyrri til skrafs og ráðagerða um frið við Þýskaland sem ásamt bandamönnum sínum hafði b...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hver var Max Weber og hvert var framlag hans til félagsvísinda?

Þýski félagsfræðingurinn Max Weber fæddist 2. apríl 1864 og lést úr lungnabólgu 14. júní 1920. Þrátt fyrir tiltölulega skamma ævi er vísindalegt framlag Webers slíkt að hann telst, ásamt Karli Marx og Émile Durkheim, einn merkasti frumkvöðull nútímafélagsvísinda. Skrif hans spanna vítt svið og hafa, auk risahlutve...

category-iconHeimspeki

Hver var Mary Wollstonecraft og hvernig barðist hún fyrir réttindum kvenna?

Enski heimspekingurinn og rithöfundurinn Mary Wollstonecraft var uppi á seinni hluta 18. aldar. Hún aðhylltist upplýsingarhugsjónina um mátt skynseminnar, var lýðræðissinni og barðist fyrir jöfnum réttindum öllum til handa, konum þar meðtöldum. Wollstonecraft fæddist í London 27. apríl 1759, önnur í röð sjö systki...

Fleiri niðurstöður