Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Eru vinnanlegir málmar eða önnur verðmæti í leðjunni í vatni Jöklu?
Í heild sinni hjóðar spurningin svona: Eru vinnanlegir málmar eða önnur verðmæti í leðjunni í vatni Jökulsár - „Jöklu“? Þarna er náttúran búin að forvinna bergmassann. Því miður er því ekki að fagna um framburð Jöklu að þar séu vinnanleg verðmæti umfram annað berg á Íslandi. Framburður jökuláa er mestmegnis j...
Hvers vegna breytist röddin í fólki sem andar að sér helíngasi?
Hér er einnig svar við spurningunni: Getur helín skaðað mann ef maður lætur það ofan í sig til skemmtunar? Raddböndin eru tvær aðskildar himnur eða þykkildi í barkakýlinu í hálsinum. Brjósk og vöðvar stjórna því hvort og þá hversu mikil glufa er milli raddbandanna, hver lögun þeirra er og hvort þau eru slök eða s...
Er hægt að brjóta náttúrulögmál?
Nei, það er ekki hægt að brjóta náttúrulögmál. Það er einfaldlega í eðli slíkra lögmála að þau verða ekki brotin. Til að átta okkur á þessu þurfum við að byrja á því að skilja hvað náttúrulögmál eru. Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hver er munurinn á kenningu og lögmáli? eru lögmál kenningar sem lýs...
Hefur einhver breyting verið gerð á stjórnarskránni frá hruni?
Já, ein breyting hefur verið gerð en hún var tímabundin og er nú fallin úr gildi. Vorið 2013 – eftir að þáverandi stjórnarmeirihluti féll frá því að láta reyna á að koma stjórnarskrárfrumvarpi byggðu á frumvarpi Stjórnlagaráðs í gegnum þingið – náðist samkomulag um þá breytingu á stjórnarskránni að næsta kjörtímab...
Hvernig eru tölvuskrár geymdar og hvað verður um þær þegar þeim er hent?
Hvernig geymast skrár? Til að skilja betur hvað verður um skrár eftir að þeim er eytt borgar sig að skoða fyrst hvernig skrár eru geymdar eða vistaðar í tölvum. Hér verður miðað við Windows stýrikerfið, en meðhöndlun skráa er svipuð í öðrum stýrikerfum, svo sem Linux og Mac OS. Hægt er að lesa í stuttu máli um ...
Er sjálfsveruhyggja (sólipsismi) heimspekikenning eða geðbilun?
Sjálfsveruhyggja er ekki ein kenning heldur ýmsar kenningar og hugmyndir í þá veru að hugur manns sé með einhverjum hætti einangraður frá öllum veruleika sem er utan við hann. Sumar kenningar af þessu sauðahúsi virðast fremur sennilegar. Fljótt á litið get ég til dæmis ekki fullvissað mig um að aðrir skynji li...
Eru Strumpar og Strympur til á Íslandi, til dæmis sem örnefni?
Margir kannast við Strumpana, agnarsmáar bláar verur sem búa í hattsveppum úti í skógi. Strumparnir eru hugarverk belgíska teiknarans Peyo (1928-1992). Á máli hans, frönsku, hétu þeir Les Schtroumpfs. Teiknimyndabækur um Strumpana komu fyrst út á íslensku á áttunda og níunda áratug síðustu aldar og nutu talsve...
Hvað getið þið sagt mér um Látrabjarg?
Látrabjarg er vestasti oddi Íslands. Hefur það jafnframt oft verið talið vestasti oddi Evrópu, þótt það sé í raun skilgreiningaratriði því Asóreyjar, sem tilheyra Portúgal, liggja vestar. Látrabjarg er byggt upp af hinum forna hraunlagastafla Vestfjarða, en þessi hluti hans hlóðst upp í endurteknum eldgosum fyrir ...
Af hverju lenti Ódysseifur í öllum þessum ævintýrum á leiðinni heim frá Trójustríðinu?
Í stuttu máli er það vegna afskipta guðanna. Í upphafi Ódysseifskviðu segir:Sá maður þoldi á hafinu margar hugraunir, þá hann leitaði sjálfum sér lífs og heimkomu förunautum sínum. Og fékk hann þó ekki að heldur frelsað félaga sína, hvað feginn sem hann vildi, því þeir tortímdust sökum illverka sinna, er þeir fáví...
Er það satt að eftir því sem fólk er í betra formi þá svitnar það meira við sömu áreynslu?
Einfalda og stutta svarið við spurningunni er „nei“. Við sömu áreynslu svitnar fólk jafnmikið, hvort sem það er í verra eða betra formi, það er ef allar innri og ytri aðstæður eru þær sömu að öðru leyti. Hins vegar er raunveruleikinn oft flóknari en þetta og margar undantekningar geta verið frá þessu. Margt getur ...
Verða varanlegar skemmdir á lungum eftir COVID-19-veikindi?
COVID-19 er sýking vegna kórónuveirunnar SARS-CoV-2. Hafa ber í huga að þessi veira getur valdið sýkingum víða í líkamanum, meðal annars í öndunarfærum. Flestir fá aðeins væga sýkingu í efri öndunarfæri (allt ofan barkakýlis) og stundum niður í berkjur og minni berkjunga. Gögn hingað til benda til þess að bati eft...
Hvers vegna eru steingervingar af hitabeltisgróðri á Tjörnesi?
Upprunalega spurningin var:Hvers vegna eru steingervingar af hitabeltisgróðri á Tjörnesi og víðar á Íslandi? Hve langt er síðan það var? Ef nefna ætti einn stað á Íslandi, sem mikilvægastur væri talinn fyrir rannsóknir á sögu jarðar, kæmi Tjörnes án efa upp í huga margra. Á vestanverðu nesinu, í víkum og skorni...
Hvernig verður kosið til stjórnlagaþings og er hægt að svindla?
Í kosningum til stjórnlagaþings verður notað kosningakerfi sem aldrei hefur verið notað á Íslandi áður. Kerfið er flókið og ýmislegt rangt og ónákvæmt hefur verið sagt um það. Hér fyrir neðan verður fjallað ýtarlega um kerfið en í örstuttu máli eru skilaboðin sem mikilvægast er að komist til kjósenda eftirfarandi:...
Hvaða þekkingu höfðu íslenskir miðaldamenn á eldgosum og eldfjöllum?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hversu mikið vissu Íslendingar um eldgos og eldfjöll á árum áður? Höfðu þeir skilning á því hvað væri að eiga sér stað? Þá á ég til dæmis um næstu árhundruð eftir landnám. Í Landnámabók, sem tekin var saman af fróðum mönnum upp úr 1100, má finna 14 atriði sem fjalla u...
Hversu djúpt sykki hinn fífldjarfi sem styngi sér í vatn fram af 100 metra háum kletti?
Þessi spurning er ein af þeim sem er ekki hægt að “svara” með því að nefna einhverja ákveðna tölu, því að spyrjandi tilgreinir ekki nægar upplýsingar til þess. Kannski er líka bættur skaðinn því að útreikningar og svar í einstöku dæmi hafa ekki mikið vísindagildi, en að vísu ef til vill nokkurt fræðslugildi. Hitt ...