Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 5522 svör fundust
Er hægt að reikna hvernig sjúkdómar eins og COVID-19 breiðast út?
Nokkrir hafa spurt Vísindavefinn spurninga um það hvenær COVID-19-faraldurinn nái hámarki sínu á Íslandi og hvernig slíkt sé reiknað út. Hér er eftirfarandi spurningu svarað: Er hægt að reikna hvernig sjúkdómar breiðast þegar faraldur eða heimsfaraldur gengur yfir? Hvernig er það gert? Þetta er athyglisverð spu...
Hvaða skilyrði þarf frumefni að uppfylla svo það teljist málmur?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvaða skilyrði þarf frumefni að uppfylla svo það teljist málmur? (t.d.efnaeiginleikar og svo framvegis.) Frumefni (e. element eða chemical element) eru grunnefni heimsins sem allt annað efni er samsett úr. Alls eru 118 frumefni þekkt í dag; 94 þeirra (frumefni 1-94) ha...
Hverjar eru nýjustu hugmyndir um aldur landnámslagsins og Eldgjárhrauna?
Í stuttu máli myndaðist landnámslagið um 877 og Eldgjárhraun um 939 e.Kr. Í framhaldinu er saga þessara aldursgreininga rakin stuttlega. Landnámslagið Þegar fornleifafræðingar voru að grafa upp rústir á Stöng og víðar í Þjórsárdal árið 1939 var Sigurði Þórarinssyni jarðfræðingi falið að freista þess að ákvarð...
Hvað veldur vindgangi?
Vindgangur og ropi virðast vekja forvitni margra. Hér er einnig svarað öðrum spurningum sem borist hafa um þetta efni, en þær eru:Af hverju prumpar maður?Hvað veldur lyktinni sem fylgir vindgangi?Hvað er hægt að gera til að stoppa vindgang?Hversu oft á dag leysir manneskja vind?Hvaða leið fer prumpið?Af hverju rop...
Gáta: Ef þú segir mig er ég ekki lengur. Hver er ég?
Við höldum að vel kunni að vera til fleiri en eitt svar við þessari spurningu, en svar okkar er undir þessum tengli....
Hvað er mórinn í Sundahöfn talinn vera gamall?
Elliðavogslögunum er lýst í jarðfræði Þorleifs Einarssonar, bls. 259 (Myndun og mótun lands, Mál og menning 1991). Við Elliðavog, í Háubökkum og Ártúnshöfða koma fram setlög milli Reykjavíkurgrágrýtis og hraunlagamyndunar frá ár-kvarter (fyrri hluta kvartertímabilsins). Setsniðið er um 8 m þykkt, og efst í því, un...
Hversu stór hluti Snæfellsness er þakinn gróðri? Hvers konar gróður vex þar helst?
Snæfellsnes, eða nánar tiltekið Snæfellsnes- og Hnappadalssýsla, er að flatarmáli samtals 2.198 ferkílómetrar (km2). Af því eru 1674,5 km2 (76,2%) gróið land, 76 km2 (3,5%) eru þaktir vatni (að meðtöldum nokkrum innfjarðarósum), 15,5 km2 (0,7%) eru undir jökli, en 432 km2 (19,6%) er land sem er minna en hálfgróið,...
Hvað er best að læra ef maður stefnir á fornleifafræðinám?
Fornleifafræði er mjög þverfagleg grein sem byggir á aðferðum hugvísinda, raunvísinda og félagsvísinda. Fornleifafræði lætur sér fátt mannlegt og náttúrulegt óviðkomandi og því má segja að sem mest af öllu sé bestur undirbúningur undir nám í fornleifafræði. Fornleifafræðingar starfa þó að mjög ólíkum verkefnum ...
Af hverju eru Tsjetsjenar svona harðir bardagamenn?
Félagslegar, sögulegar og trúarlegar ástæður valda því að Tsjetsjenar eru miklir stríðsmenn. Hugrekki þeirra er við brugðið, en mannslífið er ekki mikils virði í þeirra augum. Þeir hafa nær alltaf átt í blóðugum átökum við nágranna sína og þá sem hafa lagt þá undir sig. Rússar, en á undan þeim Persar og Tyrkir, ha...
Getur haförn drepið álft?
Undir ákveðnum kringumstæðum getur haförn vissulega drepið álft, til dæmis ef álftin er aðframkomin vegna meiðsla eða annars sem haft hefur áhrif á heilbrigði hennar og styrk. Það er hins vegar afar ólíklegt að haförn leggi í fullvaxna og fullfríska álft þar sem þær eru geysilega sterkir fuglar. Hætt er við að slí...
Hvað er þessi hlunnur í "hlunnfara" og "kominn á fremsta hlunn"?
Hlunnur er tré, hvalbein, viðarkefli eða eitthvað því líkt, sem sett var undir skipskjöl þegar skip eða bátur var settur fram eða dreginn á land til þess að létta undir með mönnum. Hlunnur var einnig notaður til að skorða með skip eða bát í fjöru. Fremsti hlunnurinn er sá sem næstur er sjávarmáli. Þegar bátur v...
Um hvað snýst kenning Chomskys um allsherjarmálfræði (universal grammar)?
Upphafleg spurning var: Hafa kenningar Chomskys um universal grammar verið notaðar á íslensku og eru þær kenndar í íslenskri málfræði við HÍ? Hugtakið universal grammar hefur á íslensku verið nefnt algildamálfræði og allsherjarmálfræði. Það er oftast tengt nafni málfræðingsins Noams Chomskys (f. 1928) þótt hugmy...
Er hætta á að aftur verði eldgos í Vestmannaeyjum?
Já það er líklegt að aftur gjósi í Vestmannaeyjum og reikna má með gosi hvenær sem er í Vestmannaeyjaeldstöðinni. Eldvirkni á Íslandi er núna aðallega bundin við tvö gosbelti. Annað er frá Reykjanesi til Langjökuls en hitt er frá Vestmannaeyjum þvert yfir allt Ísland til Melrakkasléttu. Mynd af gosinu í Vestma...
Hvað merkir málshátturinn 'það eru fleiri hundar svartir en hundurinn prestsins' og hvaðan kemur hann?
Málshátturinn það eru fleiri hundar svartir en hundurinn prestsins er vel þekktur í málinu að minnsta kosti frá því snemma á 19. öld. Hann kemur reyndar ekki fyrir í málsháttasafni Guðmundar Jónssonar sem gefið var út í Kaupmannahöfn 1830 en hans er getið í málsháttasafni Hallgríms Schevings sem prentað var sem fy...
Eru kýrhausar eitthvað sérstaklega skrýtnir, samanber máltækið "margt er skrýtið í kýrhausnum?"
Fátt er vitað um uppruna þessa máltækis. Það er ekki að finna í algengum málsháttasöfnum og það er ekki heldur í Íslensk-danskri orðabók Sigfúsar Blöndal frá 1920–1924 sem bendir til að starfsmenn verksins hafi ekki þekkt það. Annars hefðu þeir haft það með. Elsta dæmi Orðabókar Háskólans er úr skáldsögu Halldórs ...