Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 4048 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju höggva spætur í tré?

Spætur eru tiltölulega algengar í skóglendi og víðar í Evrasíu, Ameríku og Afríku en lifa ekki í Eyjaálfu og á Madagaskar. Spætutegundir eru mjög mismunandi að stærð, allt frá fuglum sem eru um 7 cm og vega örfá grömm upp í stóru gránuspætuna (Mulleripicus pulverulentus) sem finnst í regnskógum Suðaustur-Asíu o...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvað er karlmennska?

Íslensk orðabók segir karlmennsku vera „manndómur, hreysti, dugnaður, hugrekki“. Og nógu áhugavert að þetta er kvenkynsorð. En því er ekki auðsvarað hvað átt sé við með hugtakinu karlmennska. Það getur auðvitað verið upptalning á jákvæðum eiginleikum eins og orðabókin gerir. Þá vaknar spurningin hvort karlmennska ...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Er von á halastjörnunni ATLAS í apríl?

Halastjarnan C/2019 Y4 (ATLAS) verður ekki nógu björt til að sjást með berum augum á næturhimninum í apríl, að minnsta kosti ekki frá Íslandi. Spár benda til þess að hún nái hámarksbirtu í lok maí og verði þá álíka björt og björtustu fastastjörnur. Rætist allra bjartsýnustu spár verður hún álíka björt og Venus á k...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða tegund af skjaldböku fann Einar Hansen á Hólmavík árið 1963?

Upprunalega spurningin var: Hvað getið þið sagt mér um skjaldbökufund Einars Hansen á Hólmavík 1963? Hafa áður fundist skjaldbökur svo norðarlega? Á haustmánuðum árið 1963 fann Einar Hansen, Hólmvíkingur af norsku bergi brotinn, nýlega dauða sæskjaldböku í Steingrímsfirði rétt innan við Grímsey. Einar og s...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru til margar tegundir af eitruðum snákum í heiminum?

Af rúmlega 3.000 tegundum snáka í heiminum er talið að um 600 tegundir séu eitraðar og rétt um 200 tegundir, eða um 7%, búi yfir svo öflugu eitri að þær geti skaðað manneskjur lífshættulega. Til þess að meta hversu banvæn efni eru er gjarnan vísað til svokallaðs LD50-gildis (LD sendur fyrir lethal dose) en það ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Geta kvenkyns múldýr eignast afkvæmi?

Örstutta svarið við spurningunni er já það er mögulegt en mjög sjaldgæft. Í svari sama höfundar við spurningunni Hefur tveimur dýrategundum verið blandað saman? Ef svo er, hvaða tegundum? kemur fram að æxlun á milli einstaklinga af ólíkum tegundum sé vel þekkt, bæði í náttúrunni og af manna völdum. Til þess að ...

category-iconLæknisfræði

Getur lungnakrabbamein verið ættgengur sjúkdómur?

Stutta svarið við spurningunni er já, lungnakrabbamein geta legið í ættum. Hins vegar er rétt að ítreka að reykingar eru langstærsti orsakaþáttur lungnakrabbameins. Þær eru taldar valda um 85% tilfella sjúkdómsins, aðallega beinar reykingar en einnig óbeinar. Meira er fjallað um helstu áhættuþætti í svari við spur...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað er tjaldurinn gamall þegar hann verpir og ungar út í fyrsta sinn?

Tjaldurinn (Haematopus ostralegus) verpir á láglendi allt í kringum landið, meðfram ströndinni og við ár og vötn. Hann er meðal stærstu vaðfugla sem verpa hér á landi og er auðþekktur, svartur og hvítur að lit með rauðgulan gogg, bleikrauða fætur og hárauð augu. Hann lætur vel í sér heyra með gjallandi og hvellu b...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Voru til strigaskór 1918?

Svarið er að það voru til strigaskór árið 1918 en þeir voru ekki endilega eins og strigaskórnir sem við þekkjum í dag. Ef marka má auglýsingar í íslenskum blöðum er ljóst að sumir Íslendingar höfðu haft kynni af strigaskóm, vel fyrir árið 1918. Í auglýsingu Andr. Rasmussen á Seyðisfirði í blaðinu Austra í júní ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju geta hænur ekki flogið?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Af hverju fljúga fuglar en ekki hænur? Það er reyndar ekki rétt að hænur geti ekki flogið en þær eru hins vegar afar lélegir flugfuglar. Það sama á við um hænsfugla almennt. Bankívahænsn (Gallus gallus, e. Red jungle fowl) sem er nánasti ættingi nytjahænsna í villtri náttú...

category-iconMálstofa

Umhverfisorsakir hryðjuverka

Hryðjuverk verða ekki til af engu. Það eru til ákveðnar stjórnmálalegar, félagslegar og umhverfislegar skýringar hryðjuverka sem vert er að huga betur að. Hér er ekki bara um að ræða trúarlegar eða þjóðernislegar skýringar, heldur geta umhverfismál í víðum skilningi átt þátt í því að skapa deilur og átök. Umhverfi...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvað er einkennandi fyrir tungl Júpíters, sérstaklega Kallistó, Ganýmedes, Íó og Evrópu?

Umhverfis stærstu reikistjörnu sólkerfisins, Júpíter, ganga að minnsta kosti 39 tungl. Þau stærstu, sem spyrjandi spyr sérstaklega um, nefnast einu nafni Galíleóstungl og draga heiti sitt af ítalska stjörnufræðingnum Galíleó Galílei sem uppgötvaði þau í janúarmánuði 1610. Frá því að Galíleó uppgötvaði tunglin 4 ha...

category-iconHeimspeki

Hver var Averroes og hvert var framlag hans til fræðanna?

Ibn Rushd (1126–1198) eða Averroes, eins og hann nefndist á latínu eftir spænskum miðaldaframburði (Aven Ruiz), var læknir, dómari og heimspekingur í borginni Cordoba á Spáni og var uppi á 12. öld. Cordoba tilheyrði þá arabískumælandi ríki sem nefndist Al-Andalus og var á fyrri hluta aldarinnar undir stjórn fursta...

category-iconHagfræði

Hvað eru skattaskjól og hvenær urðu þau til?

Upprunalega spurningarnar hljóðuðu svona: Hvernig bý ég til aflandsfélag í skattaskjóli án þess að nokkur komist að því? Hvað getið þið sagt mér um alþjóðlegar skattaparadísir? Á síðustu áratugum hefur heimurinn skroppið saman í eitt markaðssvæði. Fyrirtæki, sem áður einskorðuðu starfsemi sína við eitt þjóð...

category-iconSálfræði

Hver var Burrhus Frederic Skinner og hvert var framlag hans til vísindanna?

Er ekki augljóst að hegðun fólks ræðst af sálarlífi þess? Að fólk aðhefst vegna þess sem það hugsar, veit, vill og finnur til? Í daglegum samskiptum taka flestir þessu sem gefnum hlut og lesa tilfinningu, hugsun og löngun – meðvitaða og ómeðvitaða – í hugskot samferðamanna. Er ekki jafnaugljóst að ef sálfræði á að...

Fleiri niðurstöður