Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað er nóróveira?

Hugtakið nóróveirur er notað sem samheiti yfir nokkrar gerðir af skyldum veirum sem valda iðrasýkingum í mönnum. Þessar veirur hafa einnig verið kallaðar Norwalk-veirur. Nóróveira greindist fyrst eftir að hafa valdið faraldri iðrasýkinga í skóla í Norwalk í Ohio í Bandaríkjunum árið 1968. Í kjölfar þessa greindust...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju vex mikið af hárum í eyrum á gömlum körlum?

Það er ekki algilt að eyru eldri karlmanna séu loðin, en þó nokkuð algengt þar sem um þrír fjórðu karla fá löng hár á eyrun. Reyndar hafa allir, bæði konur og karlar, hár á eyrnablöðkunum og inni í hlustunum, þótt í flestum tilfellum sjáist þau ekki. Hár á eyrum hreinsa loft á leið þess inn í þau. Þannig koma þau ...

category-iconHugvísindi

Hvað þýðir arabíska orðið halal?

Orðið halal er notað um allt það sem er leyfilegt samkvæmt íslömskum lögum. Andstæðan við halal er haraam, sem er notað um það sem íslömsk lög banna. Í löndum þar sem arabíska er ekki opinbert mál er halal oftast notað til að tilgreina þau matvæli sem múslimar mega neyta. Í því tilfelli gegnir orðið sambærilegu hl...

category-iconJarðvísindi

Hvað eru blakkahraun?

Blakkahraun eru ein helsta byggingareining eldkeila og hafa yfirleitt andesít-samsetningu, þótt dæmi séu um slík hraun úr dasíti.[1] Þau einkennast af karga sem er brotinn upp í blokkir og svipar til apalhrauna í uppbyggingu og formi, þótt þau séu almennt þykkri og styttri. Myndunarferlin eru líka svipuð, og blakk...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvernig er leitað að reikistjörnum utan sólkerfisins?

Hægt er að nota nokkrar aðferðir til að leita að reikistjörnum utan sólkerfis okkar. Slík leit er afar flókin vegna þess hve erfitt er að greina reikistjörnurnar úr mikilli fjarlægð. Ólíkt sólstjörnum, sem geisla frá sér orku sem losnar við kjarnasamruna, senda reikistjörnur ekki frá sér eigið ljós heldur endurva...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hver eru áhrif hita og kulda á mannslíkamann?

Hér er einnig að finna svar við spurningu Guðlaugar Björnsdóttur Hvers vegna lækkar líkamshiti hjá sumu fólki þegar það veikist?Uppruni varmaorkunnar í líkama okkar liggur í fæðunni. Líkaminn myndar varma við efnahvörf, það er þegar hann er að brjóta niður sykur, fitu og prótein sem fengin eru úr fæðunni sem við b...

category-iconLæknisfræði

Hvernig breiðist Creutzfeldt-Jakob-sjúkdómurinn út?

Hér er einnig að finna svör við spurningu Berglindar Kristinsdóttur, Í hvaða matvælum finnst smitefnið sem veldur kúariðu og spurningu Jóns Ágústs Sigurðssonar, Hver er meðganga Creutzfeldt-Jakob-sjúkdómsins í manni?Á undanförnum árum og áratugum hafa greinst sérkennilegir smitandi hrörnunarsjúkdómar í miðtaugaker...

category-iconHugvísindi

Hvers vegna féll þjóðveldið?

Til að svara þessari spurningu þarf fyrst að komast að niðurstöðu um hvað þjóðveldið var. Þetta geta í raun verið tvær mismunandi spurningar eftir því hvað við teljum þjóðveldið hafa verið. Við getum litið svo á að þjóðveldið hafi verið það samfélagsform sem var við lýði á Íslandi fram til 1262, þegar landsmenn...

category-iconNæringarfræði

Hvað er karrí?

Í heild sinni hljóðaði spurningin svona: Hvað er karrí? Ég veit að gult karrí er kryddblanda en hvað með rautt og grænt karrí. Er til „karríplanta“? Eins og kunnugt er einkennist indversk matargerðarlist af bragðmiklum mat sem velt hefur verið upp úr ríkulegri kryddblöndu. Um er að ræða sósu úr jógúrti eða kókos...

category-iconHeimspeki

Hver var heilagur Tómas af Aquino?

Lífshlaup Tómasar Tómas af Aquino var merkasti heimspekingur miðalda og raunar einn af mestu heimspekingum Vesturlanda. Kaþólska kirkjan tók hann í dýrlingatölu og þess vegna er oft einnig vísað til hans sem „heilags“ Tómasar. Tómas fæddist árið 1225 í kastala nokkrum að nafni Roccasecca sem liggur miðja ve...

category-iconLæknisfræði

Hvaða áhrif hefur kólera á líkamann?

Kólera er bráð þarmasýking sem orsakast af staflaga bakteríunni Vibrio cholerae. Tíminn sem líður frá smitun þar til einkenni kóleru koma fram, svokallaður meðgöngutími (e. incubatory period) sjúkdómsins, er stuttur eða frá innan við einum degi til fimm daga. Bakterían myndar iðraeitur (e. enterotoxin) sem verk...

category-iconLæknisfræði

Hvað er Stevens-Johnson-heilkenni og hversu banvænt er það?

Stevens-Johnson-heilkenni er önnur tveggja gerða af lífshættulegu ástandi þar sem frumudauði veldur því að yfirhúð (e. epidermis) og leðurhúð (e. dermis) aðskiljast með sára- og blöðrumyndun. Hin gerðin kallast toxic epidermal necrolysis (TEN), sem mætti íslenska sem eitrað frumudrep í yfirhúð, en sumir vísindamen...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hver var Lise Meitner og hvert var framlag hennar til eðlisfræðinnar?

Lise Meitner var meðal þekktustu kjarneðlisfræðinga heims á fyrri hluta 20. aldar. Þá voru breytingar á kjarna atómanna og efnaeiginleikar þeirra eitt mikilvægasta viðfangsefni eðlisfræðinga og efnafræðinga. Meitner fæddist í Vín 1878 og voru foreldrar hennar gyðingar, faðir hennar vel stæður lögfræðingur. Stú...

category-iconFélagsvísindi

Hvernig fer nautaat fram?

Nautaat er athöfn sem tíðkast í sumum löndum Suður-Evrópu og Suður-Ameríku þar sem nautum og mönnum er att saman á leikvöngum og í hringleikahúsum. Til eru nokkur afbrigði nautaata sem eru breytileg eftir löndum og héruðum; til dæmis eru nautaöt í Portúgal, sumum héruðum Suður-Frakklands og í Baskalandi ekki sami ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvort var Ísland nýlenda eða hjálenda Dana?

Spurnigin í fullri lengd hljóðaði svona: Hver var staða Íslands gagnvart Danmörku meðan landið var hluti af Danmörku? Var Ísland nýlenda, hjálenda eða eitthvað annað? Staða Íslands gagnvart Danmörku var alla tíð frekar óljós og umdeild, og breyttist verulega í tímans rás. Upphaflega komst landið undir Danak...

Fleiri niðurstöður