Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2420 svör fundust

category-iconFornfræði

Hvernig ber að umrita grísk og latnesk nöfn á íslensku?

Sérhvert tungumál hefur sinn háttinn á meðferð grískra og latneskra nafna. Á þeim tungumálum sem ekki eru rituð með grísku letri þarf augljóslega að umrita grísk nöfn með einhverjum hætti. Auk þess breytast ósjaldan bæði grísk og latnesk nöfn á ýmsa vegu þegar þau berast yfir í önnur tungumál. Stundum verða til ák...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Ef tíu frambjóðendur keppa um sex sæti í prófkjöri, á hve marga vegu geta sætin þá skipast?

Spyrjandi bætir svo við:Getur verið að það sé um 150 þúsund vegu?Það er rétt hjá spyrjanda að sætin geta skipast á rúmlega 150 þúsund vegu eða nákvæmlega 151.200 vegu. Hægt er að hugsa dæmið þannig að hver hinna tíu frambjóðenda gæti lent í fyrsta sæti. Þá gæti einhver hinna níu lent í öðru sæti; átta möguleika...

category-iconFornfræði

Hvað getið þið sagt mér um Hadríanusarvegginn?

Hadríanusarveggurinn eða Hadríanusarmúrinn, eins og hann er einnig nefndur, var 118 kílómetra langur varnarveggur, sem skildi að rómverska skattlandið Britanniu annars vegar og hins vegar landsvæðið, sem í dag heitir Skotland. Í dag standa rústir einar eftir af múrnum, þótt sums staðar séu þær nokkuð heillegar sem...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju erum við með tíu tær og tíu fingur?

Væntanlega hafa flestir einhvern tímann litið á hendurnar á sér eða fæturna og velt því fyrir sér af hverju tærnar eru tíu og fingurnir líka? Af hverju erum við ekki með tólf tær eða átta fingur? Ef litið er til hinna ýmsu hryggdýra þá er táafjöldi þeirra mjög breytilegur, meira að segja hjá öpum. Hinir svoköll...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað hafa margir geimfarar látist í tilraunum til að fara út í geim?

Alls hafa 18 manns farist í geimferðaslysum, annað hvort á leið út úr gufuhvolfi jarðar eða á leið til jarðar. Sá fyrsti sem lést í geimferð var hinn sovéski Vladimir Komarov. Hann var einn í áhöfn Soyuz 1 sem skotið var á loft þann 23. apríl 1967. Eftir 18 hringi umhverfis jörðu, þar sem í ljós komu ýmisar bi...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Geta tæki sem framleiða hátíðnihljóð fælt flugur eins og lúsmý?

Öll spurningin hljóðaði svona: Góðan daginn. Ég tek eftir því að fyrirtæki eru að auglýsa tæki sem framkalla hátíðnihljóð sem eiga að fæla m.a. lúsmý frá mannabústöðum. Er vísindalega sannað að slíkt virki? Stutta svarið við spurningunni er nei. Lúsmý, moskítóflugur og aðrar mýflugur (Diptera: Nematocera...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað vita vísindamenn um laukagarða eins og lýst er í Íslendingasögum?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað er vitað um laukagarða eins og lýst er í Íslendingasögum (t.d. í frásögnum um Guðrúnu Ósvífursdóttur). Eru einhverjar vísbendingar um hvað var ræktað þar? Voru ræktaðar mismunandi lauktegundir hér eins og matlaukur, graslaukur, hvítlaukur, bjarnalaukur o.s.frv. eða v...

category-iconHeimspeki

Hver var Averroes og hvert var framlag hans til fræðanna?

Ibn Rushd (1126–1198) eða Averroes, eins og hann nefndist á latínu eftir spænskum miðaldaframburði (Aven Ruiz), var læknir, dómari og heimspekingur í borginni Cordoba á Spáni og var uppi á 12. öld. Cordoba tilheyrði þá arabískumælandi ríki sem nefndist Al-Andalus og var á fyrri hluta aldarinnar undir stjórn fursta...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað er Völsunga saga? Var hún innblástur Tolkiens við gerð Hringadróttinssögu?

Völsunga saga er fremur löng lausamálssaga sem oftast er talin samin á 13. öld, varla síðar en 1270. Deilt hefur verið um hvort hún sé verk Íslendings eða Norðmanns. Eitt skinnhandrit af sögunni hefur varðveist frá miðöldum en allmörg pappírshandrit eru til. Hún er til í ýmsum útgáfum og hefur verið þýdd á mörg tu...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hver eru helstu einkenni krabbameins í blöðruhálskirtli?

Krabbamein í blöðruhálskirtli er algengasta krabbamein hjá íslenskum körlum. Þetta mein er nú hátt í þriðjungur allra nýgreindra krabbameina hjá körlum á Íslandi. Á árunum 2000-2004 var aldursstaðlað nýgengi þessara æxla 91,4 af 100.000. Krabbamein í blöðruhálskirtli greinist fyrst og fremst hjá eldri karlmönnum; ...

category-iconLæknisfræði

Er náttúrulegt hjarðónæmi ekki eina skynsamlega leiðin út úr faraldri COVID-19?

Það er til mjög einfalt og vel rökstutt svar við þessari spurningu: nei. Nýlega hefur talsvert borið á misvísandi umræðu um hjarðónæmi og eiginleikum þess, í þeim tilgangi að hvetja til slökunar á hörðum aðgerðum til sóttvarna víða um heim. Þann 4. október 2020 skrifaði hópur heilbrigðisstarfsmanna (meðal anna...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju er ö aftast í íslenska stafrófinu?

Spurningin öll hljóðaði svona: Hvernig stendur á því að ö er haft aftast í íslenska stafrófinu á meðan t.d. á og í koma á eftir a og i, og ð kemur á eftir d en þ aftarlega? Fyrst er rétt að rifja upp íslenska stafrófið og stafrófsröðina: a, á, b, d, ð, e, é, f, g, h, i, í, j, k, l, m, n, o, ó, p, r, s, t, u...

category-iconHeimspeki

Hvaða áhrif hafði Herakleitos, hvað gerði hann?

Herakleitos (um 540 – um 480 f. Kr.) var grískur heimspekingur frá borginni Efesos í Jóníu í Litlu-Asíu (nú í Tyrklandi). Lítið er vitað með vissu um ævi Herakleitosar og flestar sögur um hann eru hæpnar. Samkvæmt einni á hann til dæmis að hafa látist í mykjuhaug (McKirahan: 128). Herakleitos ritaði eina bók s...

category-iconSálfræði

Ef maður elur stelpu upp eins og hún væri strákur, mundi hún þá ekkert vita og haga sér eins og strákur?

Nei, það er alls ekki víst að hún myndi gera það. Það er ljóst, eins og með svo margt annað, að bæði líffræðilegir þættir (eins og erfðir og hormón) og félagslegir þættir (svo sem uppeldi) skipta máli fyrir kynsamsemd (e. gender identity) fólks, það er hvort það líti á sig sem karl eða konu, og hvaða kynhlutverk ...

category-iconSálfræði

Hvers vegna er dáleiðsla ekki notuð í dómsal?

Saga dáleiðslu hófst á 18. öld með læknisfræðitilraunum Austurríkismannsins Franz Antons Mesmers (1734-1815) og eftir nafni hans er orðið 'mesmerize' dregið, en það þýðir 'að dáleiða'. Upphaflega reyndi Mesmer að lækna ýmiss konar sjúkdóma með því að leggja segla við þau svæði líkamans þar sem fólk kenndi sér einh...

Fleiri niðurstöður