Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 4801 svör fundust
Er munur á orðunum sólhvörf og sólstöður eða merkja þau það sama?
Kvenkynsorðið sólstöður þekkist þegar í fornu máli og sama er að segja um hvorugkynsorðið sólhvörf í sömu merkingu. Í ritinu Stjórn, gamalli biblíuþýðingu frá 14. öld, segir til dæmis um sólstöður: sólin gengr þann tíma upp ok aukast hennar gangr eptir þá sólstöðuna sem á vetrinn verðr, en þeir sem Arabiam byggja...
Hvers konar dýr er fjallaflauti?
Fjallaflauti (Ochotona alpina) tilheyrir ættbálki nartara (Lagomorpha) og er því skyldur kanínum og hérum. Hann er af ætt blísturhéra (Ochotonidae) og virðist við fyrstu sýn gerólíkur hérum og kanínum, enda kubbslegur, stuttfættur og eyrun frekar stutt. Við nánari skoðun kemur skyldleikinn í ljós, hann er til dæ...
Hvaða stjarna sést núna mjög björt á himninum?
Reikistjarnan Mars er bjarta, rauðgula stjarnan sem skín skærast á kvöldhimninum haustið 2020. Mars er að finna í austri skömmu eftir sólarlag, í suðri um miðnætti og í vestri á morgunhimninum fyrir sólarupprás. Þegar þetta er skrifað, í lok september 2020, er Mars þriðji skærasti himinhnötturinn á eftir Venusi...
Hversu margar staðfestar dvergreikistjörnur eru í okkar sólkerfi og hvað heita þær allar?
Árið 2005 fannst dvergreikistjarnan Makemake utarlega í sólkerfinu. Hún er í svokölluðu Kuipersbelti, kleinuhringslaga belti útstirna, sem liggur handan við braut Neptúnusar. Í beltinu er einnig að finna dvergreikistjörnurnar Plútó, Eris og Haumea auk milljóna annarra ískenndra hnullunga. Makemake er lítil dver...
Hvaðan kemur nafnið Trékyllisvík og hvað þýðir það?
Trékyllisvík í Strandasýslu kemur fyrir í Landnámabók og er kennt þar við skip sem smíðað var úr skipsbrotum (Íslenzk fornrit I:198). Trékyllisvík frá Reykjahyrnu. Úti á víkinni er Trékyllisey (= Árnesey) og gæti hún hafa heitið *Trékyllir ef menn vilja ekki trúa sögninni í Landnámabók. Trékyllir var for...
Hversu djúpt niður á hafsbotn hafa menn farið?
Dýpsti staður hafsins er í Challenger-djúpinu í Maríana-djúpálnum í vestanverðu Kyrrahafi en þar eru alls rétt tæpir 11.000 m frá yfirborði sjávar niður á botn. Það dýpsta sem fólk hefur farið er niður á botn djúpsins og lengra verður ekki komist. Þegar þetta svar er skrifað, í júlí 2025, hafa alls 27 manns komið ...
Hvað getið þið sagt mér um sjúkdóminn 'autoimmune hepatitis'?
'Autoimmune hepatitis' kallast á íslensku sjálfsofnæmislifrarbólga. Eins og nafnið gefur til kynna þá er um svokölluð sjálfsofnæmisheilkenni að ræða. Ónæmiskerfi líkamans gegnir því hlutverki að ráðast gegn utanaðkomandi efnum, til dæmis sýklum, en það getur gerst að kerfið skynji frumur líkamans sem "utanaðkoman...
Er jörðin alltaf að færast nær sólu?
Í stuttu máli er svarið nei, jörðin er ekki alltaf að færast nær sólu. Aftur á móti er það svo að braut jarðar umhverfis sólina er ekki nákvæmlega hringlaga en í svari Tryggva Þorgeirssonar og Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni: Hvað er langt á milli jarðar og sólar? stendur: Jörðin gengur eftir sporbau...
Hvers virði var gamli ríkisdalurinn í íslenskum krónum? – Var munur á íslenskum og dönskum ríkisdal?
Árið 1875 var komið á laggirnar samnorrænu myntbandalagi. Norrænu ríkin þrjú, Danmörk, Noregur og Svíþjóð, ákváðu að hafa sameiginlega mynt, krónuna, sem að sjálfsögðu var jafnverðmikil í öllum þessum þrem löndum myntbandalagsins. Það hélst óbreytt fram að heimstyrjöldinni fyrri, 1914-1918. Fyrir myntbreytingun...
Hvernig er hægt að reikna líkurnar á að samliggjandi tölur komi upp úr lottóútdrætti?
Líkurnar á að tvær eða fleiri samliggjandi tölur komi upp úr lottóútdrætti eru 42,71%, eins og sagt er frá í svari sama höfundar við spurningunni Hvers vegna finnst mér oftar en ekki þegar dregið er í lottó að samliggjandi tölur komi upp úr drættinum? Hér verður sýnt hvernig hægt er að reikna þessar líkur. Tekið s...
Hvað getið þið sagt mér um Brennisteinsfjöll?
Ein megingosrein þessa kerfis liggur um Brennisteinsfjöll og kallast Brennisteinsfjallarein. Hún er með suðvestur-norðaustur stefnu og um 45 kílómetra löng, sjá mynd 1. Gosstöðvar ná yfir syðstu 33 kílómetrana. Suðurmörk reinarinnar eru við Geitahlíð, um tvo kílómetra frá sjó, og norðurmörkin norður undir Borgarhó...
Breytist svefnþörf með aldri fólks?
Eldri kona bað um svör við því hvort það væri eðlilegt að aldrinum fylgdi minnkandi svefnþörf: „Ég hef fundið fyrir því hjá sjálfri mér að ég sef minna nú en áður og ég man að fóstri minn vaknaði alltaf klukkan fimm á morgnana þegar hann var farinn að eldast, og hann hélt því fram að þetta væri eðlilegt. Vinkona m...
Hvað getið þið sagt mér um Alfred Wegener?
Alfred Wegener fæddist í Berlín 1880 og nam stjörnufræði og veðurfræði við háskóla þar í borg. Doktorsritgerð hans var um stjörnufræði, en af ýmsum ástæðum kaus hann að helga sig veðurfræðinni frekar, meðal annars vegna áhuga síns á líkamsrækt, útivist og ferðalögum, einkum á norðlægum slóðum. Hann kannaði lofthjú...
Hvert er enska heitið á bergtegundinni líparít?
Líparít eða ljósgrýti kallast rhyolite á ensku. Í seinni tíð er farið að nefna það rhýólít eða ríólít á íslensku vegna þess að hið upprunalega líparít – kísilríkt gosberg á eynni Líparí norðan við Sikiley — hefur aðra efnasamsetningu en hið íslenska. Líparít er venjulega ljóst á lit, grátt, gulleit eða bleik...
Hopar Drangajökull ekkert eða mun minna en aðrir jöklar á landinu?
Drangajökull er fimmti stærsti jökull landsins, nú um 145 km2. Hann spannar hæðarbilið frá 140 m y.s. til 920 m y.s. og er miðja þess bils um 530 m y.s. Það er mun lægra en á nokkrum öðrum íslenskum jökli og nýtur Drangajökull vafalaust nálægðar við Grænlandsjökul á einhvern hátt. Leirufjarðarjökull 8. septembe...