Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað táknar skammstöfunin SMS?

Skammstöfunin SMS stendur fyrir 'Short Message Services' sem gæti útlagst smáskilaboðaþjónusta á íslensku. Með smáskilaboðum má senda 160 stafi eða tákn í GSM síma, annaðhvort frá öðrum síma eða frá tölvu. Það er til dæmis hægt á síðum Vodafone, Símans og Nova. Ef slökkt er á síma sem sent er til eða hann u...

category-iconLífvísindi: almennt

Á hverju nærast tré?

Tré nærast á samskonar efnum og þú og ég, einkum kolvetnissamböndum, en einnig fitum og próteinum. Munurinn er sá að trén framleiða þessi efni sjálf í laufblöðum sínum úr koltvísýringi sem laufblöðin „anda“ til sín úr andrúmsloftinu og vatni sem ræturnar taka upp úr jarðveginum og er síðan flutt upp í laufb...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað þýðir tilvitnunin 'animula vagula blandula' sem meðal annars sést í upphafi Nafns rósarinnar?

Spurningin í heild var: Hvað þýðir 'animula vagula blandula'? Ég hef séð þessa tilvitnun víða, til dæmis í upphafi Nafns rósarinnar, en ekki séð þýðingu. Orðin animula vagula blandula eru latnesk og þýða „litla sál, reikandi og þokkafull“. Þau eru upphafið að kvæði sem Aelius Spartianus (líklega uppi á 3. eða...

category-iconJarðvísindi

Eiga heimsálfurnar eftir að koma saman aftur?

Risameginlandið Pangea varð til seint á perm-tímabilinu sem stóð yfir frá 285-225 milljónum ára. Pangea náði milli heimskauta og tók yfir alla meginlandsfleka jarðar sem nú eru til. Í svari við spurningunni Af hverju brotnaði Pangea upp? segir Sigurður Steinþórsson að það sé ólíklegt að meginlöndin sameinis...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað éta álar?

Állinn (Anguilla anguilla) byrjar lífsferil sinn í Þanghafinu sem er í suðvestanverðu Norður-Atlantshafi. Hann lifir hins vegar mestan aldur sinn í ósöltu vatni þar sem hann nærist og vex. Állinn (Anguilla anguilla). Það má segja að állinn éti allt það sem að kjafti kemur og hann ræður við. Meðal annars leg...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Breytist helmingunartími geislavirkra efna eftir hitastigi?

Spurningin í heild var sem hér segir:Breytist helmingunartími geislavirkra efna eftir hitastigi? Er til dæmis munur á geislun frá 1 g af brennandi úran-salla og 1 g af úrani við staðalaðstæður? Svarið við spurningunni er nei; helmingunartími geislavirkra efna breytist ekki með hitastigi ef það er innan venjule...

category-iconLögfræði

Fá útlendingar sjálfkrafa dvalarleyfi og atvinnuleyfi við það eitt að giftast íslenskum ríkisborgara?

Um málefni útlendinga á Íslandi gilda lög um útlendinga nr. 96/2002, lög um atvinnuréttindi útlendinga nr. 97/2002 og reglugerð um útlendinga nr. 53/2003. Útlendingar sem eru í hjúskap með íslenskum ríkisborgara eiga rétt á því að fá dvalarleyfi á Íslandi samkvæmt 13. gr. laga um útlendinga. 13. gr. Dvalarl...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Eru skíðishvalir ófélagslyndir?

Skíðishvalir eru alls ekki ófélagslyndir, enda sést gjarnan til nokkurra dýra saman, oft tveggja til þriggja. Dýr eru talin sýna félagshegðun eða félagslyndi þegar einhvers konar samskipti eiga sér stað milli tveggja eða fleiri einstaklinga. Á fæðusvæðum getur sést til tugi einstaklinga sömu tegundar, svo sem hnúf...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er eitt mexíkóskt pesó margar krónur?

Gjaldmiðill Mexíkó heitir nú formlega nuevo peso en er yfirleitt bara kallaður peso, eða pesó, á íslensku. Nafnið er ýmist notað í hvorugkyni eða karlkyni. Þegar þetta er skrifað, 19. mars 2001, fást um 9,20 íslenskar krónur fyrir hvert pesó. Frekara lesefni á Vísindavefnum: Hvaða gjaldmiðill er verðminn...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað er 'download'?

Enska orðið 'download' þýðir að flytja forrit eða gögn frá tölvu til annarrar tölvu, venjulega einmenningstölvu og nú á dögum yfirleitt á netinu. Þegar gögn eru á hinn bóginn flutt frá einkatölvu yfir á þjón eða móðurtölvu, er hins vegar oft talað um 'upload'. Í Tölvuorðasafni í Orðabanka íslenskrar málstöðvar ...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvert er lengsta dýrið?

Lengsta dýr í heimi er talið vera risamarglyttan Praya sp. Hún getur orðið um 40-50 metrar á lengd og er þess vegna lengri en steypireyður sem getur orðið um 30 metrar. Steypireyðurin er hins vegar stærsta dýrið, enda getur hún orðið um 150 tonn að þyngd. Risamarglyttan er afar mjó, eða álíka og þykkur pen...

category-iconSálfræði

Hvað er samskynjun, er t.d. hægt að finna bragð að orðum?

Venjulega gerum við ráð fyrir að sjá liti með augunum, finna lykt með nefinu, bragð með munninum og svo framvegis. Mörkin þarna á milli eru yfirleitt talin skýr. Þegar þessi mörk eru rofin er talað um samskynjun (e. synesthesia, synaesthesia). Ef áreiti á eitt skynfæri leiðir til skynjunar sem einkennir annað skyn...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvaða tilgangi þjóna fallhlífar í þyngdarleysi eins og þegar lent er á Mars?

Fallhlífar um borð í geimförum sem lenda á Mars gegna því veigamikla hlutverki að draga úr hraða geimfarsins þegar það kemur inn til lendingar. Fallhlífin er ekki notuð í þyngdarleysinu úti í geimnum, heldur stuttu eftir að geimfarið kemur inn í lofthjúp plánetunnar, en þar er ekki þyngdarleysi. Lesendur Vísin...

category-iconTrúarbrögð

Hvernig er nýr páfi valinn?

Kosning páfa er flókið ferli sem einkennist af aldagamalli reynslu. Mjög strangar reglur og miklar hefðir fylgja kjörinu. Páfakjör má ekki hefjast fyrr en 15 dögum eftir andlát páfa. Þá koma kardínálarnir saman til að kjósa páfa, en þeir eru æðstu menn kaþólsku kirkjunnar á eftir páfa. Við fráfall páfa koma kar...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hversu oft slær hjartað á mínútu?

Hér er einnig að finna svör við spurningunum:Hvað er hjartað stórt? Slær hjartað öðuvísi þegar maður sefur heldur en þegar maður er vakandi og slakar alveg á? Hver er eðlilegur hjartsláttur á mínútu og hver er hentugur hjartsláttur við æfingar ef maður vill léttast? Hjartað er vöðvi sem sér um að dæla blóði u...

Fleiri niðurstöður